Villeneuve: Vettel er enn barn Birgir Þór Harðarson skrifar 14. nóvember 2012 14:15 Jacques Villeneuve heldur með Alonso í titilbaráttunni í ár. Hann segir Vettel enn vera barn. nordicphotos/afp Sebastian Vettel á enn eftir að þroskast sem Formúla 1 bílstjóri, ef eitthvað er að marka orð Jacques Villeneuve, fyrrum heimsmeistara í Formúlu 1. Villeneuve segir Vettel hegða sér eins og barn. Villeneuve varð heimsmeistari með Williams-liðinu árið 1997 á sínu öðru ári í Formúlu 1. Þá þegar hafði hann unnið Indy 500 kappaksturinn í Bandaríkjunum. Villeneuve segir Fernando Alonso vera sterkari ökuþór þegar í harðbakkan slær. „Ég efast ekkert um að Alonso er bestur, þess vegna held ég með honum," sagði Villeneuve. „Vettel er fáránlega fljótur en það er munur á honum og Alonso sem birtist helst í erfiðum aðstæðum." „Alonso er rólegur, svalur og hugsar rökrétt, á meðan Vettel reiðist yfirleitt, verður fljótt pirraður, öskrar í talstöðina og veifar löngutöng. Hann bregst við eins og barn." Villeneuve segir þennan mun lýsa því best hversu mikill þroskamunur er á þessum ökuþórum. „Ekki misskilja mig, Vettel er frábær líka, hann bara á í vandræðum með mikilvæg augnablik. Hann er frábær ef hann er fremstur en ef hann þarf að sækja á keppinauta sína verður hann berskjaldaður." Villeneuve sagði Abu Dhabi-kappaksturinn fyrir tæpum tveimur vikum ekki hafa verið eins magnaðan og hann leit út fyrir að vera. Árangur Vettels var ekki eins rosalegur og tölurnar benda til, en þar ók hann úr aftasta sæti og upp í það þriðja. „Þessi kappakstur sannfærði mig um það sem ég hélt um Vettel," hélt Villeneuve áfram. „Þegar hann var að koma sér framhjá hægfara bílum, lenti hann í samstuði við Bruno Senna og skemmdi framvænginn sinn." „Svo missti hann stjórn á bíl sínum og klessti á skilti þegar ekið var á eftir öryggisbílnum. Mikil mistök sem höfðu ekki mikil áhrif." Formúla Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Russell á ráspól í fyrramálið Formúla 1 Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Andy Murray þjálfar erkióvininn Sport Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Fótbolti Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Fótbolti Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Fleiri fréttir Russell á ráspól í fyrramálið Hamilton vildi hætta eftir Brasilíukappaksturinn Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Tryggja framtíð formúlu 1 í Mónakó Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Gagnrýnir Verstappen harðlega og líkir honum við illmenni Sagði heimsmeistarann vera hættulegan Sainz kom fyrstur í mark og Norris saxar á forskot meistarans Sainz á pól en heimamaðurinn með öftustu mönnum Leclerc fyrstur í mark í Texas Hamilton úr leik á þriðja hring Annað Schumacher-brúðkaup gæti verið í vændum Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Sjá meira
Sebastian Vettel á enn eftir að þroskast sem Formúla 1 bílstjóri, ef eitthvað er að marka orð Jacques Villeneuve, fyrrum heimsmeistara í Formúlu 1. Villeneuve segir Vettel hegða sér eins og barn. Villeneuve varð heimsmeistari með Williams-liðinu árið 1997 á sínu öðru ári í Formúlu 1. Þá þegar hafði hann unnið Indy 500 kappaksturinn í Bandaríkjunum. Villeneuve segir Fernando Alonso vera sterkari ökuþór þegar í harðbakkan slær. „Ég efast ekkert um að Alonso er bestur, þess vegna held ég með honum," sagði Villeneuve. „Vettel er fáránlega fljótur en það er munur á honum og Alonso sem birtist helst í erfiðum aðstæðum." „Alonso er rólegur, svalur og hugsar rökrétt, á meðan Vettel reiðist yfirleitt, verður fljótt pirraður, öskrar í talstöðina og veifar löngutöng. Hann bregst við eins og barn." Villeneuve segir þennan mun lýsa því best hversu mikill þroskamunur er á þessum ökuþórum. „Ekki misskilja mig, Vettel er frábær líka, hann bara á í vandræðum með mikilvæg augnablik. Hann er frábær ef hann er fremstur en ef hann þarf að sækja á keppinauta sína verður hann berskjaldaður." Villeneuve sagði Abu Dhabi-kappaksturinn fyrir tæpum tveimur vikum ekki hafa verið eins magnaðan og hann leit út fyrir að vera. Árangur Vettels var ekki eins rosalegur og tölurnar benda til, en þar ók hann úr aftasta sæti og upp í það þriðja. „Þessi kappakstur sannfærði mig um það sem ég hélt um Vettel," hélt Villeneuve áfram. „Þegar hann var að koma sér framhjá hægfara bílum, lenti hann í samstuði við Bruno Senna og skemmdi framvænginn sinn." „Svo missti hann stjórn á bíl sínum og klessti á skilti þegar ekið var á eftir öryggisbílnum. Mikil mistök sem höfðu ekki mikil áhrif."
Formúla Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Russell á ráspól í fyrramálið Formúla 1 Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Andy Murray þjálfar erkióvininn Sport Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Fótbolti Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Fótbolti Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Fleiri fréttir Russell á ráspól í fyrramálið Hamilton vildi hætta eftir Brasilíukappaksturinn Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Tryggja framtíð formúlu 1 í Mónakó Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Gagnrýnir Verstappen harðlega og líkir honum við illmenni Sagði heimsmeistarann vera hættulegan Sainz kom fyrstur í mark og Norris saxar á forskot meistarans Sainz á pól en heimamaðurinn með öftustu mönnum Leclerc fyrstur í mark í Texas Hamilton úr leik á þriðja hring Annað Schumacher-brúðkaup gæti verið í vændum Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Sjá meira