Íslenskar fótboltastjörnur hvetja til lesturs 14. nóvember 2012 10:15 Þeir sem unna íslensku hafa haft vaxandi áhyggjur af minnkandi lestri barna og ungmenna undanfarin ár og hafa ýmsir hópar hist og rætt hvað gera skuli. Þorgrímur Þráinsson, rithöfundur segir flesta skólar hafa ýtt undir lestur með margvíslegum hætti upp á síðkastið, t.d. með yndislestri, lestarkeppni, spurningarkeppni upp úr bókum og fleiru. "Mig langaði að leggja mitt lóð á vogarskálarnir, fyrir utan það að skrifa fyrir þennan aldurshóp og mest langaði mig að fá flottar fyrirmyndir til liðs við mig." Knattspyrnukapparnir Gylfi Sigurðsson og Kolbeinn Sigþórsson voru meira en til í slaginn enda hetjur sem höfða til pilta, hvort sem þeir hafa áhuga á íþróttum eða ekki. Á sama tíma og hugmynd kviknaði hjá Þorgrími fékk hann símtal frá Skúla Mogesen sem sagðist vilja leggja því lið að hvetja stráka til að lesa meira -- af því hann hafði verið að skoða niðurstöður rannsókna sem sýndu að 25% unglingspilta gætu ekki lengur lesið sér til gagns. Þessi tvö glæsilegu plaköt eru afrakstur þess að þeir létu þetta mál sig varða og eiga fótboltagaurarnir þakkir skildar segir Þorgrímur. Við gerð plakatanna voru margar skemmtilegar myndir teknar af þeim Gylfa og Kolbeini, eins og sjá má á Facebook síðunni ,,Bókaðu þig" m.a. þar sem kapparnir eru að undirbúa sig fyrir landsleik en annar er svo upptekinn við bóklestur að hann er að verða of seinn í leikinn. Að lokum var ákveðið að nota slagorðið BÓKAÐU ÞIG. Á næstu vikum verður plakötunum dreift í skóla, íþróttahús, félagsmiðstöðvar, sundlaugar, bókasöfn og víðar og þau munu liggja frammi á ýmsum stöðum. "Til að auka á fjölbreytnina og virkja lesendur þá ákváðum við að verðlauna nokkra sem senda inn mynd af sér á síðuna Bókaður þig -- með uppáhaldsbókinni sinni. Fyrir jól fá 5 heppnir einstaklingar áritaða bók eftir mig og í janúar verður heppin ,,innsendandi" dreginn út og fær flugmiða fyrir tvo til einhvers af áfangastöðum WOW." Allir sem komu að verkefninu gáfu vinnu sína en það var Erling Aðalsteinsson ljósmyndari sem tók myndirnar og Brandenborg sá um að hanna plakötin. "Á næstu mánuðum er mjög líklegt að fleiri fyrirmyndir poppi upp á plakötum, Facebook síðunni og víðar,"segir Þorgrímur að lokum."Íslenskir strákar lesa allt of lítið. Það er ósættanlegt. Bækur eru skemmtilegar, heillandi, fræðandi og það er til meira en nóg af þeim fyrir alla. Ekki dragast aftur úr lestrinum. Takið ykkur á strákar - og bókið ykkur!" segir Gylfi Sigurðssonhttp://www.facebook.com/bokaduthig#!/bokaduthigGóð bók hittir alltaf í mark! Menning Mest lesið Gene Hackman og eiginkona hans fundust látin Lífið Hugsi yfir reynslulausum sérfræðingum Lífið Var farin að fá kvíðaköst þegar dóttirin bað um að fara í göngutúra Lífið „Ég tala ekki einu sinni um þetta við vini mína“ Lífið Fluttu með alla fjölskylduna til Tene: „Nenni ekki að vera í þessari typpakeppni“ Lífið Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili Lífið Vatnsdeigsbollur með Dúbaí-fyllingu: „Þið verðið að prófa“ Lífið Katy Perry fer út í geim Lífið Pétur og Elísabet tóku fallegt parhús í 101 í gegn Lífið Michelle Trachtenberg er látin Lífið Fleiri fréttir Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira
Þeir sem unna íslensku hafa haft vaxandi áhyggjur af minnkandi lestri barna og ungmenna undanfarin ár og hafa ýmsir hópar hist og rætt hvað gera skuli. Þorgrímur Þráinsson, rithöfundur segir flesta skólar hafa ýtt undir lestur með margvíslegum hætti upp á síðkastið, t.d. með yndislestri, lestarkeppni, spurningarkeppni upp úr bókum og fleiru. "Mig langaði að leggja mitt lóð á vogarskálarnir, fyrir utan það að skrifa fyrir þennan aldurshóp og mest langaði mig að fá flottar fyrirmyndir til liðs við mig." Knattspyrnukapparnir Gylfi Sigurðsson og Kolbeinn Sigþórsson voru meira en til í slaginn enda hetjur sem höfða til pilta, hvort sem þeir hafa áhuga á íþróttum eða ekki. Á sama tíma og hugmynd kviknaði hjá Þorgrími fékk hann símtal frá Skúla Mogesen sem sagðist vilja leggja því lið að hvetja stráka til að lesa meira -- af því hann hafði verið að skoða niðurstöður rannsókna sem sýndu að 25% unglingspilta gætu ekki lengur lesið sér til gagns. Þessi tvö glæsilegu plaköt eru afrakstur þess að þeir létu þetta mál sig varða og eiga fótboltagaurarnir þakkir skildar segir Þorgrímur. Við gerð plakatanna voru margar skemmtilegar myndir teknar af þeim Gylfa og Kolbeini, eins og sjá má á Facebook síðunni ,,Bókaðu þig" m.a. þar sem kapparnir eru að undirbúa sig fyrir landsleik en annar er svo upptekinn við bóklestur að hann er að verða of seinn í leikinn. Að lokum var ákveðið að nota slagorðið BÓKAÐU ÞIG. Á næstu vikum verður plakötunum dreift í skóla, íþróttahús, félagsmiðstöðvar, sundlaugar, bókasöfn og víðar og þau munu liggja frammi á ýmsum stöðum. "Til að auka á fjölbreytnina og virkja lesendur þá ákváðum við að verðlauna nokkra sem senda inn mynd af sér á síðuna Bókaður þig -- með uppáhaldsbókinni sinni. Fyrir jól fá 5 heppnir einstaklingar áritaða bók eftir mig og í janúar verður heppin ,,innsendandi" dreginn út og fær flugmiða fyrir tvo til einhvers af áfangastöðum WOW." Allir sem komu að verkefninu gáfu vinnu sína en það var Erling Aðalsteinsson ljósmyndari sem tók myndirnar og Brandenborg sá um að hanna plakötin. "Á næstu mánuðum er mjög líklegt að fleiri fyrirmyndir poppi upp á plakötum, Facebook síðunni og víðar,"segir Þorgrímur að lokum."Íslenskir strákar lesa allt of lítið. Það er ósættanlegt. Bækur eru skemmtilegar, heillandi, fræðandi og það er til meira en nóg af þeim fyrir alla. Ekki dragast aftur úr lestrinum. Takið ykkur á strákar - og bókið ykkur!" segir Gylfi Sigurðssonhttp://www.facebook.com/bokaduthig#!/bokaduthigGóð bók hittir alltaf í mark!
Menning Mest lesið Gene Hackman og eiginkona hans fundust látin Lífið Hugsi yfir reynslulausum sérfræðingum Lífið Var farin að fá kvíðaköst þegar dóttirin bað um að fara í göngutúra Lífið „Ég tala ekki einu sinni um þetta við vini mína“ Lífið Fluttu með alla fjölskylduna til Tene: „Nenni ekki að vera í þessari typpakeppni“ Lífið Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili Lífið Vatnsdeigsbollur með Dúbaí-fyllingu: „Þið verðið að prófa“ Lífið Katy Perry fer út í geim Lífið Pétur og Elísabet tóku fallegt parhús í 101 í gegn Lífið Michelle Trachtenberg er látin Lífið Fleiri fréttir Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira