Rótlaus sál sem bar harm sinn í hljóði 29. nóvember 2012 12:57 Flutti utan 1870 og sneri ekki aftur til íslands nema sem gestur, í síðara skiptið árið 1930 þar sem hann var viðstaddur Alþingishátíðina. Hér sést hann á bát við Viðey. MYND/MINJASAFNIÐ Á AKUREYRI-NONNASAFN Flestir Íslendingar þekkja Nonnabækurnar eftir Jón Sveinsson. Jón var einn þekktasti Íslendingur síns tíma og bækur hans þýddar á tugi tungumála. En þrátt fyrir ævintýralegt lífshlaup hefur saga hans ekki verið sögð fyrr en nú. Út er komin bókin Pater Jón Sveinsson - Nonni hjá bókaútgáfunni Opnu, en þar skráir Gunnar F. Guðmundsson sagnfræðingur ævisögu Jóns, sem yfirgaf föðurland sitt 1870, gerðist kaþólskur prestur og kennari meðal Jesúíta og ferðaðist um allan heim. Frá unga aldri skrifaði hann sögur sem urðu að miklu höfundarverki og bækurnar um Nonna urðu víðfrægar. Jón lést í Þýskalandi undir lok seinna stríðs. Gunnar F. Guðmundsson hefur unnið að bókinni meðfram öðrum verkefnum síðan snemma árs 2006 en hafði viðað að sér efni áður. Hann minnist þess þegar hann las Nonnabækurnar í æsku og heillaðist af sumum þeirra. Síðar kynntist hann Haraldi Hannessyni, sem var góður vinur Nonna og hafði tekið sér fyrir hendur að leita að heimildum um hann eftir að hann dó. "Þá vissu fáir hvað hafði orðið um veraldlegar eigur Jóns. Haraldur fór á stúfana fljótlega eftir að stríðinu lauk, fann þessar heimildir og fékk leyfi til að flytja þær til Íslands. Hann geymdi þessar heimildir heima hjá sér og bjó um þær með mikilli prýði. Ég var góður kunningi Haralds og sá hjá honum Nonnasafnið og heyrði hann oft segja frá Nonna, sem var líka til þess fallið að vekja áhuga minn á Jóni Sveinssyni." Haraldur ætlaði sjálfur að skrifa ævisögu Nonna. Tími hans fór hins vegar að mestu í að flokka heimildirnar, skrá þær og búa um þær. "Hann gerði það af svo mikilli vandvirkni að ég bjó að því. Haraldur á því ekki lítinn þátt í því að koma ævisögu Nonna á framfæri og á mikinn heiður skilinn." Gunnar lýsir Jóni sem rótlausri sál sem glímdi við mikla togstreitu. "Jón var tættur maður á tímabili en þegar hann hann fékk frelsi til þess að gera það sem hugurinn stóð til fann hann hamingjuna. Ein bókin heitir „Hvernig Nonni“ varð hamingjusamur. Þar gefur Jón í skyn að hann hafi fundið hamingjuna þegar hann kynntist kaþólsku kirkjunni og fór í skóla til Frakklands. Ég held aftur á móti að hann hafi í raun og veru ekki orðið hamingjusamur fyrr en hann var leystur undan öllum skyldukvöðum innan reglunnar og fékk leyfi til þess að fylgja köllun sinni eftir, sem var að skrifa. Það gerðist ekki fyrr en hann var kominn hátt á sextugsaldur." Þrátt fyrir farsæld á ýmsum sviðum var ævi Jóns líka þyrnum stráð. Gunnar segir það hafa komið sér á óvart hversu þögull Jón hafi verið um myrku tímabilin á ævi sinni. "Hann komst að raun um það þegar hann las dagbækur föður síns að bernskuár sín hefðu alls ekki verið sólrík og björt heldur þvert á móti. Lífið var endalaust basl, harðræði og veikindi. Hann minnist hins vegar aldrei á það í Nonnabókunum og ekki heldur frá því mótlæti hann varð fyrir síðar á ævinni. Það átti allt að vera svo bjart og fagurt í Nonnabókunum, það var í samræmi við þann boðskap sem hann vildi að bækur sínar flyttu öðru fólki. Það er óhætt að segja að Jón bar harm sinni í hljóði." Menning Mest lesið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Lífið Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Lífið Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Lífið Fleiri fréttir Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira
Flestir Íslendingar þekkja Nonnabækurnar eftir Jón Sveinsson. Jón var einn þekktasti Íslendingur síns tíma og bækur hans þýddar á tugi tungumála. En þrátt fyrir ævintýralegt lífshlaup hefur saga hans ekki verið sögð fyrr en nú. Út er komin bókin Pater Jón Sveinsson - Nonni hjá bókaútgáfunni Opnu, en þar skráir Gunnar F. Guðmundsson sagnfræðingur ævisögu Jóns, sem yfirgaf föðurland sitt 1870, gerðist kaþólskur prestur og kennari meðal Jesúíta og ferðaðist um allan heim. Frá unga aldri skrifaði hann sögur sem urðu að miklu höfundarverki og bækurnar um Nonna urðu víðfrægar. Jón lést í Þýskalandi undir lok seinna stríðs. Gunnar F. Guðmundsson hefur unnið að bókinni meðfram öðrum verkefnum síðan snemma árs 2006 en hafði viðað að sér efni áður. Hann minnist þess þegar hann las Nonnabækurnar í æsku og heillaðist af sumum þeirra. Síðar kynntist hann Haraldi Hannessyni, sem var góður vinur Nonna og hafði tekið sér fyrir hendur að leita að heimildum um hann eftir að hann dó. "Þá vissu fáir hvað hafði orðið um veraldlegar eigur Jóns. Haraldur fór á stúfana fljótlega eftir að stríðinu lauk, fann þessar heimildir og fékk leyfi til að flytja þær til Íslands. Hann geymdi þessar heimildir heima hjá sér og bjó um þær með mikilli prýði. Ég var góður kunningi Haralds og sá hjá honum Nonnasafnið og heyrði hann oft segja frá Nonna, sem var líka til þess fallið að vekja áhuga minn á Jóni Sveinssyni." Haraldur ætlaði sjálfur að skrifa ævisögu Nonna. Tími hans fór hins vegar að mestu í að flokka heimildirnar, skrá þær og búa um þær. "Hann gerði það af svo mikilli vandvirkni að ég bjó að því. Haraldur á því ekki lítinn þátt í því að koma ævisögu Nonna á framfæri og á mikinn heiður skilinn." Gunnar lýsir Jóni sem rótlausri sál sem glímdi við mikla togstreitu. "Jón var tættur maður á tímabili en þegar hann hann fékk frelsi til þess að gera það sem hugurinn stóð til fann hann hamingjuna. Ein bókin heitir „Hvernig Nonni“ varð hamingjusamur. Þar gefur Jón í skyn að hann hafi fundið hamingjuna þegar hann kynntist kaþólsku kirkjunni og fór í skóla til Frakklands. Ég held aftur á móti að hann hafi í raun og veru ekki orðið hamingjusamur fyrr en hann var leystur undan öllum skyldukvöðum innan reglunnar og fékk leyfi til þess að fylgja köllun sinni eftir, sem var að skrifa. Það gerðist ekki fyrr en hann var kominn hátt á sextugsaldur." Þrátt fyrir farsæld á ýmsum sviðum var ævi Jóns líka þyrnum stráð. Gunnar segir það hafa komið sér á óvart hversu þögull Jón hafi verið um myrku tímabilin á ævi sinni. "Hann komst að raun um það þegar hann las dagbækur föður síns að bernskuár sín hefðu alls ekki verið sólrík og björt heldur þvert á móti. Lífið var endalaust basl, harðræði og veikindi. Hann minnist hins vegar aldrei á það í Nonnabókunum og ekki heldur frá því mótlæti hann varð fyrir síðar á ævinni. Það átti allt að vera svo bjart og fagurt í Nonnabókunum, það var í samræmi við þann boðskap sem hann vildi að bækur sínar flyttu öðru fólki. Það er óhætt að segja að Jón bar harm sinni í hljóði."
Menning Mest lesið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Lífið Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Lífið Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Lífið Fleiri fréttir Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp