Morðæði í bíóhúsum um helgina 29. nóvember 2012 11:32 Tvær morðsögur eru frumsýndar um helgina sem báðar byggja á metsölubókum. Tyler Perry reynir að fylla í spor Morgans Freeman og fer með hlutverk Alex Cross í samnefndri mynd sem kemur í kvikmyndahús um helgina. Freeman lék Cross í þeim tveimur myndum sem þegar hafa verið gerðar um hann, Along Came a Spider og Kiss the Girls, en allar eru myndirnar byggðar á metsölubókum James Patterson. Myndinni er leikstýrt af Rob Cohen sem á meðal annars myndina The Fast and the Furious á ferlinum, en það var fyrsta myndin í seríunni endalausu. Lost-stjarnan Matthew Fox, sem margir muna eftir úr fjölskylduþáttunum Party of Five, bregður sér hér í alveg nýtt hlutverk og leikur sturlaða raðmorðingjann Picasso. Sá sérhæfir sig í pyntingum og nýtur þess að kvelja fórnarlömb sín eins mikið og hann mögulega getur. Cross og félagi hans Tommy Kane, leikinn af Edward Burns, leggja allt í sölurnar til að hafa hendur í hári morðingjans og áður en langt um líður er baráttan orðin heldur betur persónuleg. Spennutryllirinn Nobels Testemente er einnig frumsýndur um helgina og er byggður á metsölubók Lizu Marklund. Myndin fjallar um blaðamanninn Anniku Bengtzon sem sérhæfir sig í umfjöllun um glæpamál fyrir sænskt dagblað. Þegar hún lendir í skotárás þar sem tvær manneskjur týna lífinu fær hún ekki að fjalla um það sjálf, verandi vitni í því. Fljótlega gerir hún sér þó grein fyrir að maðkur er í mysunni og leggur hún sjálfa sig í mikla hættu til að komast til botns í málinu. - trs Menning Mest lesið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Lífið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Lífið Bönnuð innan 12 af ástæðu Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Tvær morðsögur eru frumsýndar um helgina sem báðar byggja á metsölubókum. Tyler Perry reynir að fylla í spor Morgans Freeman og fer með hlutverk Alex Cross í samnefndri mynd sem kemur í kvikmyndahús um helgina. Freeman lék Cross í þeim tveimur myndum sem þegar hafa verið gerðar um hann, Along Came a Spider og Kiss the Girls, en allar eru myndirnar byggðar á metsölubókum James Patterson. Myndinni er leikstýrt af Rob Cohen sem á meðal annars myndina The Fast and the Furious á ferlinum, en það var fyrsta myndin í seríunni endalausu. Lost-stjarnan Matthew Fox, sem margir muna eftir úr fjölskylduþáttunum Party of Five, bregður sér hér í alveg nýtt hlutverk og leikur sturlaða raðmorðingjann Picasso. Sá sérhæfir sig í pyntingum og nýtur þess að kvelja fórnarlömb sín eins mikið og hann mögulega getur. Cross og félagi hans Tommy Kane, leikinn af Edward Burns, leggja allt í sölurnar til að hafa hendur í hári morðingjans og áður en langt um líður er baráttan orðin heldur betur persónuleg. Spennutryllirinn Nobels Testemente er einnig frumsýndur um helgina og er byggður á metsölubók Lizu Marklund. Myndin fjallar um blaðamanninn Anniku Bengtzon sem sérhæfir sig í umfjöllun um glæpamál fyrir sænskt dagblað. Þegar hún lendir í skotárás þar sem tvær manneskjur týna lífinu fær hún ekki að fjalla um það sjálf, verandi vitni í því. Fljótlega gerir hún sér þó grein fyrir að maðkur er í mysunni og leggur hún sjálfa sig í mikla hættu til að komast til botns í málinu. - trs
Menning Mest lesið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Lífið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Lífið Bönnuð innan 12 af ástæðu Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira