Kvikmyndahátíðin Riff ferðast til Rómar 28. nóvember 2012 12:13 Hrönn Marinósdóttir hlakkar mikið til að fara til Rómar með sextán myndir í farteskinu. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Hátíðin Fjögur skref til hins glæsta norðurs hefst á fimmtudag. Sextán kvikmyndir verða sýndar. "Það er mjög spennandi fyrir okkur að prófa þetta," segir Hrönn Marinósdóttir, stjórnandi Riff-hátíðarinnar. Sextán kvikmyndir verða sýndar á íslenskri kvikmyndahátíð í Róm á Ítalíu sem hefst á fimmtudaginn. Hátíðin er haldin í fyrsta sinn í boði borgarstjórans í Róm til heiðurs Riff, Alþjóðlegri kvikmyndahátíð í Reykjavík, og kallast Fjögur skref til hins glæsta norðurs. "Það er gaman að fara með myndir út fyrir landsteinana sem við höfum sýnt á Riff og þetta á örugglega eftir að vekja athygli á því sem er að gerast hér heima í íslenskri kvikmyndagerð og því sem hátíðin stendur fyrir," segir Hrönn. "Það hafa ekki verið mikil tengsl á milli borganna hvað menningaruppákomur varðar þannig að þetta er alveg frábært." Leikstjórarnir Friðrik Þór Friðriksson og Hafsteinn Gunnar Sigurðsson verða viðstaddir sýningu á myndum sínum Mamma Gógó og Á annan veg og sitja fyrir svörum í kjölfar sýninga. Jafnframt verða þeir viðstaddir umræður ásamt Hrönn og Giorgio Gosetti dagskrárstjóra. Hátíðin stendur yfir í fjóra daga og í boði verður brot af því besta sem sýnt hefur verið á Riff undanfarin tvö ár. Alls eru þetta sextán myndir, þar af þrjár stuttmyndir. Áhersla verður lögð á íslenskar myndir eða myndir sem tengjast Íslandi. Einnig verða sýndar erlendar myndir sem hafa unnið til verðlauna á Riff-hátíðinni. Hátíðin er haldin í hinu þekkta bíói Casa del Cinema, sem Lonely Planet telur meðal áhugaverðari staða til að heimsækja í borginni. Hægt er að kynna sér dagskránna nánar á heimasíðu hátíðarinnar, cineporto.com. Menning Mest lesið Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Lífið „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Lífið Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Lífið Krakkatía vikunnar: Strumparnir, borgarstjórar og tónlist Lífið Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Lífið Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Lífið Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Lífið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Menning Fleiri fréttir Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Hátíðin Fjögur skref til hins glæsta norðurs hefst á fimmtudag. Sextán kvikmyndir verða sýndar. "Það er mjög spennandi fyrir okkur að prófa þetta," segir Hrönn Marinósdóttir, stjórnandi Riff-hátíðarinnar. Sextán kvikmyndir verða sýndar á íslenskri kvikmyndahátíð í Róm á Ítalíu sem hefst á fimmtudaginn. Hátíðin er haldin í fyrsta sinn í boði borgarstjórans í Róm til heiðurs Riff, Alþjóðlegri kvikmyndahátíð í Reykjavík, og kallast Fjögur skref til hins glæsta norðurs. "Það er gaman að fara með myndir út fyrir landsteinana sem við höfum sýnt á Riff og þetta á örugglega eftir að vekja athygli á því sem er að gerast hér heima í íslenskri kvikmyndagerð og því sem hátíðin stendur fyrir," segir Hrönn. "Það hafa ekki verið mikil tengsl á milli borganna hvað menningaruppákomur varðar þannig að þetta er alveg frábært." Leikstjórarnir Friðrik Þór Friðriksson og Hafsteinn Gunnar Sigurðsson verða viðstaddir sýningu á myndum sínum Mamma Gógó og Á annan veg og sitja fyrir svörum í kjölfar sýninga. Jafnframt verða þeir viðstaddir umræður ásamt Hrönn og Giorgio Gosetti dagskrárstjóra. Hátíðin stendur yfir í fjóra daga og í boði verður brot af því besta sem sýnt hefur verið á Riff undanfarin tvö ár. Alls eru þetta sextán myndir, þar af þrjár stuttmyndir. Áhersla verður lögð á íslenskar myndir eða myndir sem tengjast Íslandi. Einnig verða sýndar erlendar myndir sem hafa unnið til verðlauna á Riff-hátíðinni. Hátíðin er haldin í hinu þekkta bíói Casa del Cinema, sem Lonely Planet telur meðal áhugaverðari staða til að heimsækja í borginni. Hægt er að kynna sér dagskránna nánar á heimasíðu hátíðarinnar, cineporto.com.
Menning Mest lesið Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Lífið „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Lífið Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Lífið Krakkatía vikunnar: Strumparnir, borgarstjórar og tónlist Lífið Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Lífið Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Lífið Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Lífið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Menning Fleiri fréttir Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira