Hamilton á ráspól en Alonso í basli Birgir Þór Harðarson skrifar 24. nóvember 2012 17:12 Lewis Hamilton ræsir fremstur í kappakstrinum á morgun. nordicphotos/afp Verkefni helgarinnar varð mun erfiðara fyrir Fernando Alonso í tímatökunum í dag þegar hann náði aðeins áttunda besta tíma, fjórum sætum á eftir Sebastian Vettel. Þeir Alonso og Vettel berjast um heimsmeistaratitilinn á morgun. Það var hins vegar Lewis Hamilton á McLaren-bíl sem ók hraðast. Hann mun því ræsa fremstur í sínum síðasta kappakstri fyrir McLaren. Liðsfélagi hans Jenson Button fer annar af stað í kappaksturinn. Bæði Alonso og Vettel þurftu að láta í minnipokan gagnvart liðsfélögum sínum í tímatökunum. Mark Webber á Red Bull ræsir þriðji á undan Vettel ræsir fjórði. Felipe Massa náði svo fimmta besta tíma á undan Alonso. Þetta er aðeins í annað sinn á árinu sem Massa stendur sig betur en liðsfélagi sinn í tímatökum. "Ekkert gerðist. Ég var ánægður með hringinn," sagði Alonso spurður hvað hefði gerst í tímatökunum. "Kannski getur rigningin hjálpað. En ég held að við verðum að leggja okkur alla fram til að gera þetta sem skemmtilegast í kappakstrinum á morgun." "Við vorum hissa á því hversu illa gekk hjá Vettel," sagði Martin Whitmarsh, liðstjóri McLaren, eftir tímatökuna. "Yfirleitt kemur hann manni á óvart með því að rústa besta tímanum okkar. Núna kom hann á óvart á hinn veginn." Pastor Maldonado á Williams ræsir sjötti á undan Nico Hulkenberg á Force India. Alonso á því erfitt verkefni fyrir höndum. Maldonado gæti reyndar fengið refsingu því hann hlýddi ekki kalli dómara um að koma bílnum í vigtun. Níundi er Kimi Raikkönen á Lotus og tíundi Nico Rosberg á Mercedes. Liðsfélagi Raikkönen, Romain Grosjean, komst ekki upp úr fyrstu lotu tímatökunnar og ræsir átjándi. Hann lenti í samstuði við Pedro de la Rosa á HRT og bíllinn skemmdist of mikið. Útlit er fyrir að kappaksturinn á morgun verði gríðarlega skemmtilegur. Veðurfræðingar í Brasilíu spá rigningu um það leiti sem kappaksturinn stendur yfir. Veðrið á því eftir að gera titilslaginn enn skemmtilegri. Brasilíski kappaksturinn er sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og hefst útsending klukkan 15:40.Rásröðin í kappakstrinum á morgun Nr.ÖkuþórBíll / VélTímiBil1Lewis HamiltonMcLaren/Mercedes1'12.458-2Jenson ButtonMcLaren/Mercedes1'12.5130.0553Mark WebberRed Bull/Renault1'12.5810.1234Sebastian VettelRed Bull/Renault1'12.7600.3025Felipe MassaFerrari1'12.9870.5296Pastor MaldonadoWilliams/Renault1'13.1740.7167Nico HülkenbergForce India/Mercedes1'13.2060.7488Fernando AlonsoFerrari1'13.2530.7959Kimi RäikkönenLotus/Renault1'13.2980.8410Nico RosbergMercedes1'13.4891.03111Paul Di RestaForce India/Mercedes1'14.1211.66312Bruno SennaWilliams/Renault1'14.2191.76113Sergio PérezSauber/Ferrari1'14.2341.77614M.SchumacherMercedes1'14.3341.87615Kamui KobayashiSauber/Ferrari1'14.3801.92216Daniel RicciardoToro Rosso/Ferrari1'14.5742.11617Jean-Eric VergneToro Rosso/Ferrari1'14.6192.16118Romain GrosjeanLotus/Renault1'16.9674.50919Vitaly PetrovCaterham/Renault1'17.0734.61520H.KovalainenCaterham/Renault1'17.0864.62821Timo GlockMarussia/Cosworth1'17.5085.0522Charles PicMarussia/Cosworth1'18.1045.64623N.KarthikeyanHRT/Cosworth1'19.5767.11824Pedro de la RosaHRT/Cosworth1'19.6997.241 Formúla Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Russell á ráspól í fyrramálið Formúla 1 Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Andy Murray þjálfar erkióvininn Sport Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Fótbolti Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Fótbolti Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Fleiri fréttir Russell á ráspól í fyrramálið Hamilton vildi hætta eftir Brasilíukappaksturinn Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Tryggja framtíð formúlu 1 í Mónakó Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Gagnrýnir Verstappen harðlega og líkir honum við illmenni Sagði heimsmeistarann vera hættulegan Sainz kom fyrstur í mark og Norris saxar á forskot meistarans Sainz á pól en heimamaðurinn með öftustu mönnum Leclerc fyrstur í mark í Texas Hamilton úr leik á þriðja hring Annað Schumacher-brúðkaup gæti verið í vændum Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Sjá meira
Verkefni helgarinnar varð mun erfiðara fyrir Fernando Alonso í tímatökunum í dag þegar hann náði aðeins áttunda besta tíma, fjórum sætum á eftir Sebastian Vettel. Þeir Alonso og Vettel berjast um heimsmeistaratitilinn á morgun. Það var hins vegar Lewis Hamilton á McLaren-bíl sem ók hraðast. Hann mun því ræsa fremstur í sínum síðasta kappakstri fyrir McLaren. Liðsfélagi hans Jenson Button fer annar af stað í kappaksturinn. Bæði Alonso og Vettel þurftu að láta í minnipokan gagnvart liðsfélögum sínum í tímatökunum. Mark Webber á Red Bull ræsir þriðji á undan Vettel ræsir fjórði. Felipe Massa náði svo fimmta besta tíma á undan Alonso. Þetta er aðeins í annað sinn á árinu sem Massa stendur sig betur en liðsfélagi sinn í tímatökum. "Ekkert gerðist. Ég var ánægður með hringinn," sagði Alonso spurður hvað hefði gerst í tímatökunum. "Kannski getur rigningin hjálpað. En ég held að við verðum að leggja okkur alla fram til að gera þetta sem skemmtilegast í kappakstrinum á morgun." "Við vorum hissa á því hversu illa gekk hjá Vettel," sagði Martin Whitmarsh, liðstjóri McLaren, eftir tímatökuna. "Yfirleitt kemur hann manni á óvart með því að rústa besta tímanum okkar. Núna kom hann á óvart á hinn veginn." Pastor Maldonado á Williams ræsir sjötti á undan Nico Hulkenberg á Force India. Alonso á því erfitt verkefni fyrir höndum. Maldonado gæti reyndar fengið refsingu því hann hlýddi ekki kalli dómara um að koma bílnum í vigtun. Níundi er Kimi Raikkönen á Lotus og tíundi Nico Rosberg á Mercedes. Liðsfélagi Raikkönen, Romain Grosjean, komst ekki upp úr fyrstu lotu tímatökunnar og ræsir átjándi. Hann lenti í samstuði við Pedro de la Rosa á HRT og bíllinn skemmdist of mikið. Útlit er fyrir að kappaksturinn á morgun verði gríðarlega skemmtilegur. Veðurfræðingar í Brasilíu spá rigningu um það leiti sem kappaksturinn stendur yfir. Veðrið á því eftir að gera titilslaginn enn skemmtilegri. Brasilíski kappaksturinn er sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og hefst útsending klukkan 15:40.Rásröðin í kappakstrinum á morgun Nr.ÖkuþórBíll / VélTímiBil1Lewis HamiltonMcLaren/Mercedes1'12.458-2Jenson ButtonMcLaren/Mercedes1'12.5130.0553Mark WebberRed Bull/Renault1'12.5810.1234Sebastian VettelRed Bull/Renault1'12.7600.3025Felipe MassaFerrari1'12.9870.5296Pastor MaldonadoWilliams/Renault1'13.1740.7167Nico HülkenbergForce India/Mercedes1'13.2060.7488Fernando AlonsoFerrari1'13.2530.7959Kimi RäikkönenLotus/Renault1'13.2980.8410Nico RosbergMercedes1'13.4891.03111Paul Di RestaForce India/Mercedes1'14.1211.66312Bruno SennaWilliams/Renault1'14.2191.76113Sergio PérezSauber/Ferrari1'14.2341.77614M.SchumacherMercedes1'14.3341.87615Kamui KobayashiSauber/Ferrari1'14.3801.92216Daniel RicciardoToro Rosso/Ferrari1'14.5742.11617Jean-Eric VergneToro Rosso/Ferrari1'14.6192.16118Romain GrosjeanLotus/Renault1'16.9674.50919Vitaly PetrovCaterham/Renault1'17.0734.61520H.KovalainenCaterham/Renault1'17.0864.62821Timo GlockMarussia/Cosworth1'17.5085.0522Charles PicMarussia/Cosworth1'18.1045.64623N.KarthikeyanHRT/Cosworth1'19.5767.11824Pedro de la RosaHRT/Cosworth1'19.6997.241
Formúla Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Russell á ráspól í fyrramálið Formúla 1 Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Andy Murray þjálfar erkióvininn Sport Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Fótbolti Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Fótbolti Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Fleiri fréttir Russell á ráspól í fyrramálið Hamilton vildi hætta eftir Brasilíukappaksturinn Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Tryggja framtíð formúlu 1 í Mónakó Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Gagnrýnir Verstappen harðlega og líkir honum við illmenni Sagði heimsmeistarann vera hættulegan Sainz kom fyrstur í mark og Norris saxar á forskot meistarans Sainz á pól en heimamaðurinn með öftustu mönnum Leclerc fyrstur í mark í Texas Hamilton úr leik á þriðja hring Annað Schumacher-brúðkaup gæti verið í vændum Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Sjá meira