Smá hissa og stolt yfir nýju plötunni 22. nóvember 2012 17:00 Sigríður Thorlacius. "Við erum smá hissa og sömuleiðis mjög stolt yfir því að platan sé komin út," segir söngkonan Sigríður Thorlacius, en í dag kom út breiðskífan, Enter 4, frá hljómsveitinni Hjaltalín.Sigríður segir það ekki hafa verið fyrr en í október sem sveitin lagðist öll á eitt við að klára plötuna. "Við höfum verið að búa til grunna síðastliðið eitt og hálft ár en það var ekki fyrr en í október sem við vorum nógu ánægð með efnið og töldum okkur tilbúin að gefa út plötu. Þannig að það má kannski kalla þetta skyndiákvörðun," segir Sigríður, sem einmitt fagnaði afmælinu sínu í gær."Það var mikill eldmóður í okkur að klára þetta og við unnum mikið á kvöldin og nóttunni því það voru einu tímarnir sem stúdíóið var laust."Sigríður segir kveða við nýjan tón á plötunni Enter 4. Högni á svo heiðurinn af öllum textum plötunnar sem eru á ensku. "Ef ég á að segja eitthvað þá er tónninn eilítið dekkri og kannski þyngri, ekki beint svona léttpopp. Það er orðið það langt síðan við gáfum síðast út plötu að það er eðlilegt að við komum inn með nýjan hljóm núna," segir Sigríður en síðasta plata Hjaltalín, Terminal, kom út 2009 og fékk einróma lof gagnrýnenda.Hjaltalín hefur verið í spilapásu undanfarið þar sem meðlimir sveitarinnar hafi verið á víð og dreif um heiminn að vinna í sínu eigin efni. Nú eru þau hins vegar meira en tilbúin að hella sér út í spilamennskuna og ríða á vaðið með útgáfutónleikum í Gamla bíói þann 21. desember.Enter 4 kemur í verslanir í næstu viku en er nú fáanleg á Tonlist.is og á heimasíðu Hjaltalín, Hjaltalinmusic.com. Tónlist Mest lesið Fluttu með alla fjölskylduna til Tene: „Nenni ekki að vera í þessari typpakeppni“ Lífið Stöðugt spurðir hvers vegna þeir ættleiddu ekki bara Lífið Sjóðheit stemning í eftirpartýi Flóna Lífið Skuggavaldið: Samsæriskenningum aldrei verið beitt svona áður Lífið Michelle Trachtenberg er látin Lífið Bubbi byrjaður á hugvíkkandi efnum Lífið Halla og Bjössi í Mottumars sokkunum í fyrsta sinn Lífið 38 ára hreinn sveinn: Er til leið út úr þessum vítahring? Lífið Segir hlutverkið hafa bjargað lífi sínu Lífið Kjósa ekki Fiennes heldur Brody vegna misskilnings Lífið Fleiri fréttir Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira
"Við erum smá hissa og sömuleiðis mjög stolt yfir því að platan sé komin út," segir söngkonan Sigríður Thorlacius, en í dag kom út breiðskífan, Enter 4, frá hljómsveitinni Hjaltalín.Sigríður segir það ekki hafa verið fyrr en í október sem sveitin lagðist öll á eitt við að klára plötuna. "Við höfum verið að búa til grunna síðastliðið eitt og hálft ár en það var ekki fyrr en í október sem við vorum nógu ánægð með efnið og töldum okkur tilbúin að gefa út plötu. Þannig að það má kannski kalla þetta skyndiákvörðun," segir Sigríður, sem einmitt fagnaði afmælinu sínu í gær."Það var mikill eldmóður í okkur að klára þetta og við unnum mikið á kvöldin og nóttunni því það voru einu tímarnir sem stúdíóið var laust."Sigríður segir kveða við nýjan tón á plötunni Enter 4. Högni á svo heiðurinn af öllum textum plötunnar sem eru á ensku. "Ef ég á að segja eitthvað þá er tónninn eilítið dekkri og kannski þyngri, ekki beint svona léttpopp. Það er orðið það langt síðan við gáfum síðast út plötu að það er eðlilegt að við komum inn með nýjan hljóm núna," segir Sigríður en síðasta plata Hjaltalín, Terminal, kom út 2009 og fékk einróma lof gagnrýnenda.Hjaltalín hefur verið í spilapásu undanfarið þar sem meðlimir sveitarinnar hafi verið á víð og dreif um heiminn að vinna í sínu eigin efni. Nú eru þau hins vegar meira en tilbúin að hella sér út í spilamennskuna og ríða á vaðið með útgáfutónleikum í Gamla bíói þann 21. desember.Enter 4 kemur í verslanir í næstu viku en er nú fáanleg á Tonlist.is og á heimasíðu Hjaltalín, Hjaltalinmusic.com.
Tónlist Mest lesið Fluttu með alla fjölskylduna til Tene: „Nenni ekki að vera í þessari typpakeppni“ Lífið Stöðugt spurðir hvers vegna þeir ættleiddu ekki bara Lífið Sjóðheit stemning í eftirpartýi Flóna Lífið Skuggavaldið: Samsæriskenningum aldrei verið beitt svona áður Lífið Michelle Trachtenberg er látin Lífið Bubbi byrjaður á hugvíkkandi efnum Lífið Halla og Bjössi í Mottumars sokkunum í fyrsta sinn Lífið 38 ára hreinn sveinn: Er til leið út úr þessum vítahring? Lífið Segir hlutverkið hafa bjargað lífi sínu Lífið Kjósa ekki Fiennes heldur Brody vegna misskilnings Lífið Fleiri fréttir Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira