Schumacher vill kveðja Formúluna á góðum nótum Birgir Þór Harðarson skrifar 22. nóvember 2012 06:15 Schumacher hefur ekki enn ákveðið hvað hann ætlar að taka sér fyrir hendur, nema hvað það verður ekki kappakstur í öðrum deildum. nordicphotos/afp Heimsmeistarinn sjöfaldi og Mercedes-ökuþórinn Michael Schumacher mun segja skilið við Formúlu 1 í annað sinn á ferlinum eftir brasilíska kappaksturinn um næstu helgi. Hann segir þetta verða hans síðastu kveðjustund. Schumacher heldur að seinni kveðjustundin verði ekki eins tilfinningarík og þegar hann kvaddi árið 2006. Schumi snéri aftur í Formúlu 1 árið 2010 en hefur ekki náð að hámarka árangurinn. Síðustu ár hafa því verið vonbrigði fyrir Schumacher. "Síðast þegar ég kvaddi vorum við enn að keppa um heimsmeistaratitilinn svo það voru allir mjög spenntir og að einbeita sér að því," sagði Schumacher. "Í þetta skiptið mun ég geta einbeitt mér meira að því að kveðja alla og get vonandi skapað mér góðar minningar." "Ég hef átt frábær ár í Formúlu 1 og haft gríðarlegan stuðning frá aðdáendum mínum umhverfis hnöttinn. Einna helst vil ég þakka þeim." "Auðvitað yrði ég ánægðastur ef ég fengi að kveðja með því að eiga góða keppni í Brasilíu. Ég ætla því að gera allt til að láta það gerast." Ross Brawn hefur fylgt Schumacher í Formúlu 1 síðan þeir fyrst unnu saman heimsmeistaratitla árin 1994 og 1995. Brawn er ábyrgur fyrir því að hafa lokkað Schumacher aftur í Formúlu 1. "Þetta verður tilfinningarík helgi fyrir alla í liðinu," sagði hann. "Við höfum haft mikla ánægju og gagn af því að hafa Schumacher í liðinu." Lewis Hamilton mun taka sæti Schumacher hjá Mercedes á næsta ári og yfirgefa McLaren.Þessi stuðningsmaður var ekki bjartsýnn á framtíðna eftir að Schumacher tilkynnti að hann myndi hætta í Formúlu 1. Formúla Mest lesið Gapandi hissa á „katastrófu“ í leik Íslands: „Hvaða grín er þetta?“ Handbolti „Mjög skemmtilegt og sérstaklega á móti Íslandi“ Handbolti Segir áhorfendatölur á HM ýktar: „Leið eins og það væru svona fimm hundruð“ Handbolti Lætur ekki glepjast þrátt fyrir þrettán marka sigur: „Hafa ekki efni á þessu“ Handbolti „Óheppni ef þú gerir þetta einu sinni en síendurtekið er þetta bara lélegt“ Handbolti HM í dag: Bitur Króati og blaðamenn í brasi Handbolti Bitur reynsla Arnars nú skilaboð til leikmanna Íslands: „Í guðanna bænum“ Fótbolti Haaland skrifaði undir níu og hálfs árs samning við City Enski boltinn Myndasyrpa úr stórsigri strákanna í fyrsta leik á HM Handbolti Skýrsla Vals: Píptest og svefnlyf Handbolti Fleiri fréttir Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira
Heimsmeistarinn sjöfaldi og Mercedes-ökuþórinn Michael Schumacher mun segja skilið við Formúlu 1 í annað sinn á ferlinum eftir brasilíska kappaksturinn um næstu helgi. Hann segir þetta verða hans síðastu kveðjustund. Schumacher heldur að seinni kveðjustundin verði ekki eins tilfinningarík og þegar hann kvaddi árið 2006. Schumi snéri aftur í Formúlu 1 árið 2010 en hefur ekki náð að hámarka árangurinn. Síðustu ár hafa því verið vonbrigði fyrir Schumacher. "Síðast þegar ég kvaddi vorum við enn að keppa um heimsmeistaratitilinn svo það voru allir mjög spenntir og að einbeita sér að því," sagði Schumacher. "Í þetta skiptið mun ég geta einbeitt mér meira að því að kveðja alla og get vonandi skapað mér góðar minningar." "Ég hef átt frábær ár í Formúlu 1 og haft gríðarlegan stuðning frá aðdáendum mínum umhverfis hnöttinn. Einna helst vil ég þakka þeim." "Auðvitað yrði ég ánægðastur ef ég fengi að kveðja með því að eiga góða keppni í Brasilíu. Ég ætla því að gera allt til að láta það gerast." Ross Brawn hefur fylgt Schumacher í Formúlu 1 síðan þeir fyrst unnu saman heimsmeistaratitla árin 1994 og 1995. Brawn er ábyrgur fyrir því að hafa lokkað Schumacher aftur í Formúlu 1. "Þetta verður tilfinningarík helgi fyrir alla í liðinu," sagði hann. "Við höfum haft mikla ánægju og gagn af því að hafa Schumacher í liðinu." Lewis Hamilton mun taka sæti Schumacher hjá Mercedes á næsta ári og yfirgefa McLaren.Þessi stuðningsmaður var ekki bjartsýnn á framtíðna eftir að Schumacher tilkynnti að hann myndi hætta í Formúlu 1.
Formúla Mest lesið Gapandi hissa á „katastrófu“ í leik Íslands: „Hvaða grín er þetta?“ Handbolti „Mjög skemmtilegt og sérstaklega á móti Íslandi“ Handbolti Segir áhorfendatölur á HM ýktar: „Leið eins og það væru svona fimm hundruð“ Handbolti Lætur ekki glepjast þrátt fyrir þrettán marka sigur: „Hafa ekki efni á þessu“ Handbolti „Óheppni ef þú gerir þetta einu sinni en síendurtekið er þetta bara lélegt“ Handbolti HM í dag: Bitur Króati og blaðamenn í brasi Handbolti Bitur reynsla Arnars nú skilaboð til leikmanna Íslands: „Í guðanna bænum“ Fótbolti Haaland skrifaði undir níu og hálfs árs samning við City Enski boltinn Myndasyrpa úr stórsigri strákanna í fyrsta leik á HM Handbolti Skýrsla Vals: Píptest og svefnlyf Handbolti Fleiri fréttir Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira