Raikkönen vill ekki mæta á lokahóf Formúlunnar Birgir Þór Harðarson skrifar 21. nóvember 2012 06:00 Raikkönen er sérstakur. nordicphotos/afp Lotus-liðið í Formúlu 1 er staðráðið í að sækja þriðja sætið í titilbaráttu ökuþóra þrátt fyrir að Kimi Raikkönen hafi sagst ekki vilja mæta á lokahófið þar sem verðlaununum er útdeilt í lok ársins. Kimi er sem stendur í þriðja sætinu. Í hálfkæringi sagði Kimi nýlega að ef hann ynni ekki heimsmeistaratitilinn mundi hann frekar vilja enda fjórði í stigabaráttunni heldur en að sækja verðlaun fyrir þriðja sætið. Lokahófið verður haldið í Istanbúl í Tyrklandi í ár. Þar munu efstu þrír ökumennirnir í stigabaráttunni fá sín verðlaun, undir eðlilegum kringumstæðum. „Við munum gera það sem við getum til að koma Kimi til Istanbúl," sagði Eric Boullier við Autosport. Kimi hefur nú sextán stiga forystu á Lewis Hamilton í stigabaráttunni. Lewis er í feiknarformi og sigraði um síðastliðna helgi í Bandaríkjunum. „Við verðum að koma okkur í sömu stöðu og við vorum í um síðustu helgi," hélt Boullier áfram. „Markmiðið er að hafa að minnsta kosti einn bíl á verðlaunapalli í Brasilíu." Formúla 1 flýgur nú til Sao Paulo þar sem keppt verður um næstu helgi á Interlagos-brautinni. Boullier telur að Lotus-bíllinn sé betur fallinn að einkennum Interlagos-brautarinnar heldur en brautarinnar í Austin í Texas. Formúla Mest lesið Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Körfubolti Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Fótbolti Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Fótbolti Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Fótbolti Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ Fótbolti Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Handbolti Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð Körfubolti Járngirðingar í kringum leikmannahótel Ísraela í Osló Fótbolti „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Körfubolti Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu Körfubolti Fleiri fréttir Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira
Lotus-liðið í Formúlu 1 er staðráðið í að sækja þriðja sætið í titilbaráttu ökuþóra þrátt fyrir að Kimi Raikkönen hafi sagst ekki vilja mæta á lokahófið þar sem verðlaununum er útdeilt í lok ársins. Kimi er sem stendur í þriðja sætinu. Í hálfkæringi sagði Kimi nýlega að ef hann ynni ekki heimsmeistaratitilinn mundi hann frekar vilja enda fjórði í stigabaráttunni heldur en að sækja verðlaun fyrir þriðja sætið. Lokahófið verður haldið í Istanbúl í Tyrklandi í ár. Þar munu efstu þrír ökumennirnir í stigabaráttunni fá sín verðlaun, undir eðlilegum kringumstæðum. „Við munum gera það sem við getum til að koma Kimi til Istanbúl," sagði Eric Boullier við Autosport. Kimi hefur nú sextán stiga forystu á Lewis Hamilton í stigabaráttunni. Lewis er í feiknarformi og sigraði um síðastliðna helgi í Bandaríkjunum. „Við verðum að koma okkur í sömu stöðu og við vorum í um síðustu helgi," hélt Boullier áfram. „Markmiðið er að hafa að minnsta kosti einn bíl á verðlaunapalli í Brasilíu." Formúla 1 flýgur nú til Sao Paulo þar sem keppt verður um næstu helgi á Interlagos-brautinni. Boullier telur að Lotus-bíllinn sé betur fallinn að einkennum Interlagos-brautarinnar heldur en brautarinnar í Austin í Texas.
Formúla Mest lesið Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Körfubolti Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Fótbolti Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Fótbolti Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Fótbolti Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ Fótbolti Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Handbolti Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð Körfubolti Járngirðingar í kringum leikmannahótel Ísraela í Osló Fótbolti „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Körfubolti Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu Körfubolti Fleiri fréttir Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira