Raikkönen vill ekki mæta á lokahóf Formúlunnar Birgir Þór Harðarson skrifar 21. nóvember 2012 06:00 Raikkönen er sérstakur. nordicphotos/afp Lotus-liðið í Formúlu 1 er staðráðið í að sækja þriðja sætið í titilbaráttu ökuþóra þrátt fyrir að Kimi Raikkönen hafi sagst ekki vilja mæta á lokahófið þar sem verðlaununum er útdeilt í lok ársins. Kimi er sem stendur í þriðja sætinu. Í hálfkæringi sagði Kimi nýlega að ef hann ynni ekki heimsmeistaratitilinn mundi hann frekar vilja enda fjórði í stigabaráttunni heldur en að sækja verðlaun fyrir þriðja sætið. Lokahófið verður haldið í Istanbúl í Tyrklandi í ár. Þar munu efstu þrír ökumennirnir í stigabaráttunni fá sín verðlaun, undir eðlilegum kringumstæðum. „Við munum gera það sem við getum til að koma Kimi til Istanbúl," sagði Eric Boullier við Autosport. Kimi hefur nú sextán stiga forystu á Lewis Hamilton í stigabaráttunni. Lewis er í feiknarformi og sigraði um síðastliðna helgi í Bandaríkjunum. „Við verðum að koma okkur í sömu stöðu og við vorum í um síðustu helgi," hélt Boullier áfram. „Markmiðið er að hafa að minnsta kosti einn bíl á verðlaunapalli í Brasilíu." Formúla 1 flýgur nú til Sao Paulo þar sem keppt verður um næstu helgi á Interlagos-brautinni. Boullier telur að Lotus-bíllinn sé betur fallinn að einkennum Interlagos-brautarinnar heldur en brautarinnar í Austin í Texas. Formúla Mest lesið Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Dagný ólétt af sínu þriðja barni Fótbolti Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Enski boltinn Engin stig dregin af Chelsea Enski boltinn ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Handbolti „Ljúft að klára leikinn svona“ Íslenski boltinn „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Besta deild kvenna, Íslendingaslagur, enski og margt fleira Sport Fleiri fréttir Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira
Lotus-liðið í Formúlu 1 er staðráðið í að sækja þriðja sætið í titilbaráttu ökuþóra þrátt fyrir að Kimi Raikkönen hafi sagst ekki vilja mæta á lokahófið þar sem verðlaununum er útdeilt í lok ársins. Kimi er sem stendur í þriðja sætinu. Í hálfkæringi sagði Kimi nýlega að ef hann ynni ekki heimsmeistaratitilinn mundi hann frekar vilja enda fjórði í stigabaráttunni heldur en að sækja verðlaun fyrir þriðja sætið. Lokahófið verður haldið í Istanbúl í Tyrklandi í ár. Þar munu efstu þrír ökumennirnir í stigabaráttunni fá sín verðlaun, undir eðlilegum kringumstæðum. „Við munum gera það sem við getum til að koma Kimi til Istanbúl," sagði Eric Boullier við Autosport. Kimi hefur nú sextán stiga forystu á Lewis Hamilton í stigabaráttunni. Lewis er í feiknarformi og sigraði um síðastliðna helgi í Bandaríkjunum. „Við verðum að koma okkur í sömu stöðu og við vorum í um síðustu helgi," hélt Boullier áfram. „Markmiðið er að hafa að minnsta kosti einn bíl á verðlaunapalli í Brasilíu." Formúla 1 flýgur nú til Sao Paulo þar sem keppt verður um næstu helgi á Interlagos-brautinni. Boullier telur að Lotus-bíllinn sé betur fallinn að einkennum Interlagos-brautarinnar heldur en brautarinnar í Austin í Texas.
Formúla Mest lesið Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Dagný ólétt af sínu þriðja barni Fótbolti Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Enski boltinn Engin stig dregin af Chelsea Enski boltinn ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Handbolti „Ljúft að klára leikinn svona“ Íslenski boltinn „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Besta deild kvenna, Íslendingaslagur, enski og margt fleira Sport Fleiri fréttir Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira