Punktar frá fundi um skráningu Vodafone Magnús Halldórsson skrifar 30. nóvember 2012 18:00 Ég var beðinn um að taka þátt í pallborðsumræðum á vegum VÍB, eignastýringarþjónustu Íslandsbanka, um fyrirhugaða skráningu Fjarskipta hf., Vodafone, á markað, í lok fundar sem fór fram í dag í Hörpu. Nokkrir punktar, sem ég kom á framfæri eða kom inn á, sem ég setti saman fyrir fundinn, eru hér að neðan. Ómar Svavarsson, forstjóri Vodafone, fór í upphafi ítarlega yfir reksturinn og ýmislegt sem honum tengist.Svo því sé til haga haldið, þá stunda ég ekki viðskipti með verðbréf, af prinsipp-ástæðum, þar sem ég tel það ekki samræmast mínu starfi sem blaðamaður.Skráning Vodafone er í takt við nýskráningarnar eftir hrun til þessa, sem eru teljandi á fingrum annarrar handar enn sem komið er. Félagið hefur verið „lagað", rekstrarreikningurinn skýrður og betrumbættur með endurskipulagningu, og nýir eigendur (Framtakssjóðurinn 79 prósent eigandi) komið að því með það fyrir augum að skrá það á markað. Þetta ferli, hingað til, hefur heilt yfir lukkast ágætlega og virðist félagið nú vera með skýran og gagnsæjan efnahagsreikning.Nú er að verða til nýr hlutabréfamarkaður, eftir hið fordæmalausa hrun alveg frá því skömmu fyrir jól 2007, þegar botninn fór úr markaðnum, sem svo hrundi að 95 prósent leyti haustið 2008. Að þessu sinni hafa verið skráð á markað rekstrarfélög, sem ég myndi telja að væri jákvætt fyrir endurreisn markaðarins. Félögin hafa auk þess skýra tengingu við almenning í gegnum þjónustu sína, þ.e. milliliðalaust samanband.Almenningur kaupir vörur og þjónustu beint af þessum fyrirtækjum, s.s. Icelandair, Eimskip og Högum, og hefur þannig „tilfinningu" fyrir starfseminni, í það minnsta að einhverju leyti. Það hjálpar til við fyrstu skref á markaði, hefði ég haldið, og auðveldar skilning á þeim rekstri sem stundaður er hjá þessum nýskráðu félögum. Þessi þróun held ég að sé mjög til bóta frá því sem áður var, þegar deiluefnin á fundum sem þessum voru stundum þau, hvort markaðsvirði fyrirtækja væri 100 milljörðum meira eða minna, út frá reikningaskilaaðferðum. Ég held að það sé ágætt að losna við svoleiðis deiluefni, og hafa frekar skráð á markað tiltölulega einföld og skýr rekstrarfélög þar sem fjárfestar eiga auðvelt með að nálgast upplýsingar um reksturinn, og veita stjórnendum aðhald á grundvelli skýrra gagna.Vaxtamöguleikar nýskráðra félaga takmarkaður, eins og málin horfa við mér. Félög eins og Icelandair Group og Eimskipafélag Íslands eru háð hagsveiflunni og vaxa líklega lítið umfram hagvöxt milli ára, nema þá vegna breytinga á rekstri eða ytri aðstæðna. Sama má segja um Haga, og Vodafone um margt einnig, miðað við hvernig reksturinn hefur verið undanfarin ár. Það sem er líklega mest krefjandi fyrir Vodafone er að halda í við tækniþróunina í geiranum, sem er afskaplega ör, og hefur áhrif á viðskiptamódelið, og reyna að vaxa með innri vexti og meiri markaðshlutdeild. Samkeppnin er hörð, og verður eflaust áfram. Töluverð óvissa er um hvernig þessi mál þróast.Það er svolítið erfitt að meta hver raunveruleg eftirspurn er eftir hlutabréfum á markaðnum á Íslandi um þessar mundir, vegna fjármagnshafta. Lífeyrissjóðirnir eru orðnir það stórir aðilar á markaðnum, og það er spurning hversu gott það er fyrir atvinnulífið að þeir eigi jafn stóran bita af kökunni á verðbréfamörkuðum og raunin er nú. Þeir eiga stóran hluta af skulda- og hlutabréfamarkaði. Líklega bjagar þetta eignaverð, þó erfitt að segja hversu mikið.Þetta kristallast kannski ágætlega í skráningunni á Vodafone, þar sem Framtaksjóður Íslands, sem er að stærstum hluta í eigu íslenskra lífeyrissjóða, er að selja hlut sinn og setur það í hendur stjórnenda félagsins að kynna hluti í félaginu til sölu fyrir öllum helstu lífeyrissjóðum landsins, m.a. þeim sem eiga í Framtakssjóðum. Verðmiðinn á félaginu er kannski minna atriði en ef kaupendur bréfanna eru alveg óskyldir seljandanum. Samt sem áður má segja að Framtakssjóðurinn hafi gert margt vel frá því að sjóðurinn var stofnaður, í desember 2009, og gegnt mikilvægu hlutverki við að styðja við uppbyggingu hlutabréfamarkaðar og endurskipulagningu á ágætum grunnrekstrarfélögum í atvinnulífinu. Þetta hefur skipt miklu máli. Meginhlutverk sjóðsins hefur heppnast þegar kemur að því að styðja við endurreisn markaðarins og uppbyggingu efnahagslífsins í kjölfar hrunsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Magnús Halldórsson Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson Skoðun
Ég var beðinn um að taka þátt í pallborðsumræðum á vegum VÍB, eignastýringarþjónustu Íslandsbanka, um fyrirhugaða skráningu Fjarskipta hf., Vodafone, á markað, í lok fundar sem fór fram í dag í Hörpu. Nokkrir punktar, sem ég kom á framfæri eða kom inn á, sem ég setti saman fyrir fundinn, eru hér að neðan. Ómar Svavarsson, forstjóri Vodafone, fór í upphafi ítarlega yfir reksturinn og ýmislegt sem honum tengist.Svo því sé til haga haldið, þá stunda ég ekki viðskipti með verðbréf, af prinsipp-ástæðum, þar sem ég tel það ekki samræmast mínu starfi sem blaðamaður.Skráning Vodafone er í takt við nýskráningarnar eftir hrun til þessa, sem eru teljandi á fingrum annarrar handar enn sem komið er. Félagið hefur verið „lagað", rekstrarreikningurinn skýrður og betrumbættur með endurskipulagningu, og nýir eigendur (Framtakssjóðurinn 79 prósent eigandi) komið að því með það fyrir augum að skrá það á markað. Þetta ferli, hingað til, hefur heilt yfir lukkast ágætlega og virðist félagið nú vera með skýran og gagnsæjan efnahagsreikning.Nú er að verða til nýr hlutabréfamarkaður, eftir hið fordæmalausa hrun alveg frá því skömmu fyrir jól 2007, þegar botninn fór úr markaðnum, sem svo hrundi að 95 prósent leyti haustið 2008. Að þessu sinni hafa verið skráð á markað rekstrarfélög, sem ég myndi telja að væri jákvætt fyrir endurreisn markaðarins. Félögin hafa auk þess skýra tengingu við almenning í gegnum þjónustu sína, þ.e. milliliðalaust samanband.Almenningur kaupir vörur og þjónustu beint af þessum fyrirtækjum, s.s. Icelandair, Eimskip og Högum, og hefur þannig „tilfinningu" fyrir starfseminni, í það minnsta að einhverju leyti. Það hjálpar til við fyrstu skref á markaði, hefði ég haldið, og auðveldar skilning á þeim rekstri sem stundaður er hjá þessum nýskráðu félögum. Þessi þróun held ég að sé mjög til bóta frá því sem áður var, þegar deiluefnin á fundum sem þessum voru stundum þau, hvort markaðsvirði fyrirtækja væri 100 milljörðum meira eða minna, út frá reikningaskilaaðferðum. Ég held að það sé ágætt að losna við svoleiðis deiluefni, og hafa frekar skráð á markað tiltölulega einföld og skýr rekstrarfélög þar sem fjárfestar eiga auðvelt með að nálgast upplýsingar um reksturinn, og veita stjórnendum aðhald á grundvelli skýrra gagna.Vaxtamöguleikar nýskráðra félaga takmarkaður, eins og málin horfa við mér. Félög eins og Icelandair Group og Eimskipafélag Íslands eru háð hagsveiflunni og vaxa líklega lítið umfram hagvöxt milli ára, nema þá vegna breytinga á rekstri eða ytri aðstæðna. Sama má segja um Haga, og Vodafone um margt einnig, miðað við hvernig reksturinn hefur verið undanfarin ár. Það sem er líklega mest krefjandi fyrir Vodafone er að halda í við tækniþróunina í geiranum, sem er afskaplega ör, og hefur áhrif á viðskiptamódelið, og reyna að vaxa með innri vexti og meiri markaðshlutdeild. Samkeppnin er hörð, og verður eflaust áfram. Töluverð óvissa er um hvernig þessi mál þróast.Það er svolítið erfitt að meta hver raunveruleg eftirspurn er eftir hlutabréfum á markaðnum á Íslandi um þessar mundir, vegna fjármagnshafta. Lífeyrissjóðirnir eru orðnir það stórir aðilar á markaðnum, og það er spurning hversu gott það er fyrir atvinnulífið að þeir eigi jafn stóran bita af kökunni á verðbréfamörkuðum og raunin er nú. Þeir eiga stóran hluta af skulda- og hlutabréfamarkaði. Líklega bjagar þetta eignaverð, þó erfitt að segja hversu mikið.Þetta kristallast kannski ágætlega í skráningunni á Vodafone, þar sem Framtaksjóður Íslands, sem er að stærstum hluta í eigu íslenskra lífeyrissjóða, er að selja hlut sinn og setur það í hendur stjórnenda félagsins að kynna hluti í félaginu til sölu fyrir öllum helstu lífeyrissjóðum landsins, m.a. þeim sem eiga í Framtakssjóðum. Verðmiðinn á félaginu er kannski minna atriði en ef kaupendur bréfanna eru alveg óskyldir seljandanum. Samt sem áður má segja að Framtakssjóðurinn hafi gert margt vel frá því að sjóðurinn var stofnaður, í desember 2009, og gegnt mikilvægu hlutverki við að styðja við uppbyggingu hlutabréfamarkaðar og endurskipulagningu á ágætum grunnrekstrarfélögum í atvinnulífinu. Þetta hefur skipt miklu máli. Meginhlutverk sjóðsins hefur heppnast þegar kemur að því að styðja við endurreisn markaðarins og uppbyggingu efnahagslífsins í kjölfar hrunsins.
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun