„Leiðinleg“ staða á Íslandi - danskir bankar voru á barmi hruns Magnús Halldórsson skrifar 5. desember 2012 20:50 „Ég myndi segja að það væri frekar leiðinleg staða á Íslandi núna, þ.e. að efnahagslífið einkennist af ákveðnum stöðugleika, en um leið óvissu. Þetta svona á vissan hátt frekar líflítil og leiðinleg staða," segir Lars Christensen, aðalhagfræðingur Danske bank, stærsta banka Danmerkur. Hann er gestur nýjasta þáttar Klinksins, spjallþáttar um viðskipti og efnahagsmál, sem aðgengilegur er hér á Vísi. Lars er hér á landi til þess að kynna nýjustu greiningu Danske Bank á stöðu efnahagsmála hér á landi, og tók hann meðal annars þátt í opnum fundi á vegum Íslandsbanka í dag, þar sem hann fór yfir forsendur greiningar sinnar og niðurstöður. Samkvæmt henni verður 2,2 til 2,9 prósent hagvöxtur hér á landi næstu þrjú árin, verðbólga muni lækka en þó vera fyrir ofan 2,5 prósent verðbólgumarkmið Seðlabanka Íslands. Atvinnuleysi verður um 5 prósent árið 2014 samkvæmt spánni. Lars birti greiningu um stöðu Íslands árið 2006, þar sem hann sagði mikið ójafnvægi einkenna íslenskan þjóðarbúskap, og að það væru fyrir hendi merki um ofhitnun. Greiningin féll í grýttan jarðveg hjá íslenskum stjórnmálamönnum, eftirlitsstofnunum og bönkum, sem mótmæltu mati Lars, en fjallað er um viðbrögð við greiningu Lars í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis um bankahrunið. „Það hefur margt verið vel gert, og erfiðar ákvarðanir verið teknar sem hafa styrkt stöðu Íslands eftir að bankakerfið hrundi haustið 2008," segir Lars. Í viðtalinu tjáir hann sig meðal annars um stöðu efnahagsmála í Evrópu, það sem honum finnst hafa verið alvarlegastu afleiðingar hrunsins á Íslandi og ekki síst stöðu mála í Danmörku.Sp. blm. Það hafa birst fréttir og ítarlegar frásagnir í dönskum fjölmiðlum af því, að danska bankakerfið hafi verið á allt á barmi hruns haustið 2008, og stoðir þess séu enn mjög veikburða. Var bankakerfinu ekki bara bjargað af skattgreiðendum, og má búast við því að bankar fari þrot í Danmörkum á næstunni? „Björgunaráætlun stjórnvalda í Danmörku miðaðist við að lána bönkunum fé, á tiltölulega háum vöxtum. Þetta fé hefur danska ríkið fengið til baka með vöxtum, og hefur því í reynd hagnast á þessum lánum. En á haustmánuðum 2008 var alþjóðlegur fjármálamarkaður í heild sinni á barmi hruns, og víða mikil ringulreið."Sp. blm. Björgunin og lánin til danskra banka voru veitt á grundvelli allsherjar ríkisábyrgðar á öllu danska bankakerfinu, sem á þessum tíma hefur væntanlega skipt miklu máli. „Það hefur verið pólitísk umræða um þetta í Danmörku að undanförnu, þ.e. hvort ríkið hefði átt að taka yfir hlutafé í bönkunum þegar þetta var gert, og hvort vextirnir á lánunum til bankanna hefðu átt að vera enn hærri, sem er fullkomlega eðlilegt að sé rætt um þegar kemur að málum sem þessum," segir Lars meðal annars, um þessi mál. Þá segir hann að það hafi verið „sláandi" að upplifa það vantraust sem einkenndi íslenskt samfélag eftir hrunið. „Mér fannst óhuggulegt að upplifa það, að fólk treysti ekki hvort öðru, rökræður gátu illa átt sér stað, og fólk vantreysti ýmsum stofnunum hér á landi. Ég fann sterkt fyrir þessu, og ég held að þetta hafi haft víðtækari afleiðingar en margir halda við fyrstu sýn," segir Lars. Ítarlegt viðtal við Lars í Klinkinu, má sjá hér. Viðtalið er á ensku, og er ótextað. Klinkið Mest lesið „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Karen inn fyrir Þórarin Viðskipti innlent Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Viðskipti innlent Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Viðskipti innlent Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Sjá meira
„Ég myndi segja að það væri frekar leiðinleg staða á Íslandi núna, þ.e. að efnahagslífið einkennist af ákveðnum stöðugleika, en um leið óvissu. Þetta svona á vissan hátt frekar líflítil og leiðinleg staða," segir Lars Christensen, aðalhagfræðingur Danske bank, stærsta banka Danmerkur. Hann er gestur nýjasta þáttar Klinksins, spjallþáttar um viðskipti og efnahagsmál, sem aðgengilegur er hér á Vísi. Lars er hér á landi til þess að kynna nýjustu greiningu Danske Bank á stöðu efnahagsmála hér á landi, og tók hann meðal annars þátt í opnum fundi á vegum Íslandsbanka í dag, þar sem hann fór yfir forsendur greiningar sinnar og niðurstöður. Samkvæmt henni verður 2,2 til 2,9 prósent hagvöxtur hér á landi næstu þrjú árin, verðbólga muni lækka en þó vera fyrir ofan 2,5 prósent verðbólgumarkmið Seðlabanka Íslands. Atvinnuleysi verður um 5 prósent árið 2014 samkvæmt spánni. Lars birti greiningu um stöðu Íslands árið 2006, þar sem hann sagði mikið ójafnvægi einkenna íslenskan þjóðarbúskap, og að það væru fyrir hendi merki um ofhitnun. Greiningin féll í grýttan jarðveg hjá íslenskum stjórnmálamönnum, eftirlitsstofnunum og bönkum, sem mótmæltu mati Lars, en fjallað er um viðbrögð við greiningu Lars í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis um bankahrunið. „Það hefur margt verið vel gert, og erfiðar ákvarðanir verið teknar sem hafa styrkt stöðu Íslands eftir að bankakerfið hrundi haustið 2008," segir Lars. Í viðtalinu tjáir hann sig meðal annars um stöðu efnahagsmála í Evrópu, það sem honum finnst hafa verið alvarlegastu afleiðingar hrunsins á Íslandi og ekki síst stöðu mála í Danmörku.Sp. blm. Það hafa birst fréttir og ítarlegar frásagnir í dönskum fjölmiðlum af því, að danska bankakerfið hafi verið á allt á barmi hruns haustið 2008, og stoðir þess séu enn mjög veikburða. Var bankakerfinu ekki bara bjargað af skattgreiðendum, og má búast við því að bankar fari þrot í Danmörkum á næstunni? „Björgunaráætlun stjórnvalda í Danmörku miðaðist við að lána bönkunum fé, á tiltölulega háum vöxtum. Þetta fé hefur danska ríkið fengið til baka með vöxtum, og hefur því í reynd hagnast á þessum lánum. En á haustmánuðum 2008 var alþjóðlegur fjármálamarkaður í heild sinni á barmi hruns, og víða mikil ringulreið."Sp. blm. Björgunin og lánin til danskra banka voru veitt á grundvelli allsherjar ríkisábyrgðar á öllu danska bankakerfinu, sem á þessum tíma hefur væntanlega skipt miklu máli. „Það hefur verið pólitísk umræða um þetta í Danmörku að undanförnu, þ.e. hvort ríkið hefði átt að taka yfir hlutafé í bönkunum þegar þetta var gert, og hvort vextirnir á lánunum til bankanna hefðu átt að vera enn hærri, sem er fullkomlega eðlilegt að sé rætt um þegar kemur að málum sem þessum," segir Lars meðal annars, um þessi mál. Þá segir hann að það hafi verið „sláandi" að upplifa það vantraust sem einkenndi íslenskt samfélag eftir hrunið. „Mér fannst óhuggulegt að upplifa það, að fólk treysti ekki hvort öðru, rökræður gátu illa átt sér stað, og fólk vantreysti ýmsum stofnunum hér á landi. Ég fann sterkt fyrir þessu, og ég held að þetta hafi haft víðtækari afleiðingar en margir halda við fyrstu sýn," segir Lars. Ítarlegt viðtal við Lars í Klinkinu, má sjá hér. Viðtalið er á ensku, og er ótextað.
Klinkið Mest lesið „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Karen inn fyrir Þórarin Viðskipti innlent Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Viðskipti innlent Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Viðskipti innlent Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Sjá meira