Tom Watson telur að golfið eigi ekkert erindi á ÓL 5. desember 2012 23:00 Tom Watson. Nordic Photos / Getty Images Tom Watson, einn þekktasti kylfingur allra tíma, er á þeirri skoðun að golfíþróttin eigi ekki að vera hluti af ólympíuleikunum. Bandaríski kylfingurinn, sem sigrað hefur á átta risamótum á ferlinum, telur að ÓL eigi að vera vettvangur fyrir áhugamenn en ekki atvinnumenn. Keppt verður í golfi á ólympíuleikunum í Brasilíu árið 2016 og það er mat Watson að sú athygli sem golfkeppnin á ÓL muni fá verði til þess að minnka áhuga almennings á risamótunum fjórum. Masters-mótinu, opna breska meistaramótinu, opna bandaríska meistaramótinu og PGA-meistaramótinu. „Að mínu mati ætti golf ekki að vera hluti af keppnisdagskrá ÓL," sagði Watson við blaðamenn í Sydney í Ástralíu í gær en þar tekur hann þátt á opna ástralska meistaramótinu. „Í mínum huga eru ólympíuleikar frjálsíþróttakeppni en ekki keppni í golfi – ef ég á að vera hreinskilin," sagði Watson. „Við erum með fjögur risamót sem eru þau mikilvægustu. Ef við bætum við því fimmta mun það hafa slæm áhrif á hin fjögur," bætti hann við. Golf Mest lesið „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ Körfubolti Æfur yfir sniðgöngunni: „Að mínu mati er þetta skandall“ Sport Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Handbolti Lið Jóhanns Berg kært til FIFA Fótbolti Valdi Ísland ekki Danmörku: „Snerist um hvað mig langaði mest að gera“ Fótbolti Situr inni með morðingjum og misyndismönnum í fangelsi hinna frægu Fótbolti Hentu yfir hundrað þúsund böngsum inn á völlinn Sport Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Golf Breska frjálsíþróttasambandið ákært fyrir manndráp Sport Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Enski boltinn Fleiri fréttir Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Tom Watson, einn þekktasti kylfingur allra tíma, er á þeirri skoðun að golfíþróttin eigi ekki að vera hluti af ólympíuleikunum. Bandaríski kylfingurinn, sem sigrað hefur á átta risamótum á ferlinum, telur að ÓL eigi að vera vettvangur fyrir áhugamenn en ekki atvinnumenn. Keppt verður í golfi á ólympíuleikunum í Brasilíu árið 2016 og það er mat Watson að sú athygli sem golfkeppnin á ÓL muni fá verði til þess að minnka áhuga almennings á risamótunum fjórum. Masters-mótinu, opna breska meistaramótinu, opna bandaríska meistaramótinu og PGA-meistaramótinu. „Að mínu mati ætti golf ekki að vera hluti af keppnisdagskrá ÓL," sagði Watson við blaðamenn í Sydney í Ástralíu í gær en þar tekur hann þátt á opna ástralska meistaramótinu. „Í mínum huga eru ólympíuleikar frjálsíþróttakeppni en ekki keppni í golfi – ef ég á að vera hreinskilin," sagði Watson. „Við erum með fjögur risamót sem eru þau mikilvægustu. Ef við bætum við því fimmta mun það hafa slæm áhrif á hin fjögur," bætti hann við.
Golf Mest lesið „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ Körfubolti Æfur yfir sniðgöngunni: „Að mínu mati er þetta skandall“ Sport Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Handbolti Lið Jóhanns Berg kært til FIFA Fótbolti Valdi Ísland ekki Danmörku: „Snerist um hvað mig langaði mest að gera“ Fótbolti Situr inni með morðingjum og misyndismönnum í fangelsi hinna frægu Fótbolti Hentu yfir hundrað þúsund böngsum inn á völlinn Sport Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Golf Breska frjálsíþróttasambandið ákært fyrir manndráp Sport Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Enski boltinn Fleiri fréttir Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira