Rory McIlroy PGA kylfingur ársins í fyrsta sinn á ferlinum 5. desember 2012 09:15 Caroline Wozniacki og Rory McIlroy. Nordic Photos / Getty Images Rory McIlroy var í gær útnefndur kylfingur ársins á bandarísku PGA mótaröðinni í golfi. Þetta er í fyrsta sinn sem Norður-Írinn fær þessa viðurkenningu. Hann þakkaði unnustu sinni, tenniskonunni Caroline Wozniacki, m.a. fyrir þann árangur sem hann hefur náð á keppnistímabilinu. Wozniacki, sem er frá Danmörku, er í fremstu röð á heimsvísu í sinni íþrótt. „Ég hef séð hve hart hún leggur að sér við æfingar og hún hefur gríðarlegan metnað. Ég hef lært ýmislegt af henni," sagði hinn 23 ára gamli McIlroy en hann er í efsta sætu heimslistans í golfi. „Hún hefur haft góð áhrif á feril minn, ég hef alltaf haft það á tilfinningunni að ég hafi æft vel, og lagt hart að mér. Á undanförnum 18 mánuðum, og sérstaklega eftir sigurinn á opna bandaríska meistaramótinu, hefur mér tekist að taka eitt skref upp á við á ferlinum. Ég hef lært að verða betri atvinnumaður – en ég held ég hafi ekki breyst sem manneskja. Það eina sem ég hugsa um er að ná árangri og vinna eins mörg golfmót og hægt er," sagði McIlroy en hann á langt í land með að jafna árangur Tiger Woods á þessu sviði. Woods hefur tíu sinnum verið valinn kylfingur ársins á PGA mótaröðinni. Þeir sem oftast hafa verið valdir sem kylfingar ársins á PGA mótaröðinni eru: 10: Tiger Woods 6: Tom Watson 5: Jack Nicklaus 4: Ben Hogan 2: Julius Boros, Billy Casper, Arnold Palmer, Nick Price Golf Mest lesið Pólland valdi Ísland með sér á EM: Lægri reikningur og betri aðstaða Körfubolti Rikki G ærðist þegar Hákon skoraði Fótbolti Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu Handbolti Ringulreið eftir að keppinautur Heimis sagði upp rétt fyrir einvígið Fótbolti Gamla Liverpool stjarnan grét þegar hann rifjaði upp hræðilegan tíma Enski boltinn Sleikti hálsinn á Humphries og gæti sætt rannsókn Sport Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik Handbolti Hákon um markið: Hann sá mig ekki en heyrði í mér Fótbolti Jusu Hákon lofi: „Hann hefur bara allt sem þjálfarar leita að“ Fótbolti NBA stjarnan Dončić kemur ekki til Íslands: „Fáum hann heim seinna“ Körfubolti Fleiri fréttir Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira
Rory McIlroy var í gær útnefndur kylfingur ársins á bandarísku PGA mótaröðinni í golfi. Þetta er í fyrsta sinn sem Norður-Írinn fær þessa viðurkenningu. Hann þakkaði unnustu sinni, tenniskonunni Caroline Wozniacki, m.a. fyrir þann árangur sem hann hefur náð á keppnistímabilinu. Wozniacki, sem er frá Danmörku, er í fremstu röð á heimsvísu í sinni íþrótt. „Ég hef séð hve hart hún leggur að sér við æfingar og hún hefur gríðarlegan metnað. Ég hef lært ýmislegt af henni," sagði hinn 23 ára gamli McIlroy en hann er í efsta sætu heimslistans í golfi. „Hún hefur haft góð áhrif á feril minn, ég hef alltaf haft það á tilfinningunni að ég hafi æft vel, og lagt hart að mér. Á undanförnum 18 mánuðum, og sérstaklega eftir sigurinn á opna bandaríska meistaramótinu, hefur mér tekist að taka eitt skref upp á við á ferlinum. Ég hef lært að verða betri atvinnumaður – en ég held ég hafi ekki breyst sem manneskja. Það eina sem ég hugsa um er að ná árangri og vinna eins mörg golfmót og hægt er," sagði McIlroy en hann á langt í land með að jafna árangur Tiger Woods á þessu sviði. Woods hefur tíu sinnum verið valinn kylfingur ársins á PGA mótaröðinni. Þeir sem oftast hafa verið valdir sem kylfingar ársins á PGA mótaröðinni eru: 10: Tiger Woods 6: Tom Watson 5: Jack Nicklaus 4: Ben Hogan 2: Julius Boros, Billy Casper, Arnold Palmer, Nick Price
Golf Mest lesið Pólland valdi Ísland með sér á EM: Lægri reikningur og betri aðstaða Körfubolti Rikki G ærðist þegar Hákon skoraði Fótbolti Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu Handbolti Ringulreið eftir að keppinautur Heimis sagði upp rétt fyrir einvígið Fótbolti Gamla Liverpool stjarnan grét þegar hann rifjaði upp hræðilegan tíma Enski boltinn Sleikti hálsinn á Humphries og gæti sætt rannsókn Sport Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik Handbolti Hákon um markið: Hann sá mig ekki en heyrði í mér Fótbolti Jusu Hákon lofi: „Hann hefur bara allt sem þjálfarar leita að“ Fótbolti NBA stjarnan Dončić kemur ekki til Íslands: „Fáum hann heim seinna“ Körfubolti Fleiri fréttir Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira