Körfubolti

Ingi Þór: Langaði að mæta Þór í báðum flokkum

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Ingi Þór Steinþórsson
Ingi Þór Steinþórsson Mynd/Stefán
Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari karla- og kvennaliðs Snæfells, var að sjálfsögðu mættur í Laugardalinn í gær þegar dregið var í átta liða úrslit Powerade-bikarsins.

Kvennalið félagsins mætir Þór Akureyri sem leikur í næstefstu deild.

„Maður vildi fá annaðhvort leik gegn 1. deildarliði eða heimaleik gegn úrvalsdeildarliði. Ég get ekki verið annað en sáttur," segir Ingi Þór en bætir við að leikurinn fyrir norðan fáist ekki gefins.

„Nei, ekki gefins. Við þurfum að hafa fyrir því. Það verður gaman. Mig langaði að mæta Þór Akureyri í 1. umferð bæði karla- og kvennamegin og gera svolítið úr því. Það eru auðvitað tveir Þórsarar í karlaliðinu. Það verður gaman að fara á Akureyri enda fallegur staður," segir Ingi Þór sem einnig stýrir karlaliði félagsins sem sækir Val heim.

„Samkvæmt öllu eigum við að vinna. Þeir hafa spilað mjög vel og ég hlakka til að spila við þá," segir Ingi Þór en Valur hefur unnið alla leiki sína í 1. deildinni.

Karlalið Snæfells varð bikarmeistari árið 2008 og 2010.


Tengdar fréttir

Teitur Örlygsson: Bölvun fylgdi þessum KR leik

Stjarnan tekur á móti ÍR í átta liða úrslitum Powerade-bikars karla en dregið var í gær. Teitur Örlygsson, þjálfari Stjörnunnar, var ánægður með dráttinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×