Aldrei í leikjum Þorbjörn Þórðarson skrifar 18. desember 2012 12:30 Íslenskir stjórnmálamenn mættu taka Angelu Merkel kanslara Þýskalands sér til fyrirmyndar, en þeir eru flestir miklu uppteknari af ásýnd en langtímalausnum. Financial Times, sem að mínu mati hefur yfirburði yfir aðra vestræna fjölmiðla, birti um síðustu helgi stórmerkilega fréttaskýringu um Angelu Merkel eða „Machtfrau" eins og hún er gjarnan nefnd í þýskum fjölmiðlum. Mér finnst Merkel hafa staðið sig ótrúlega vel í að meðhöndla evrukrísuna, eitt skref í einu. Á sama tíma og allir fjölmiðlar, sérstaklega þeir engilsaxnesku, spá snemmbúnum dauða gjaldmiðilsins vinnur hún að raunhæfum lausnum í rólegheitunum, því ef evran riðar til falls, gildir hið sama um samstarf í Evrópu í óbreyttri mynd (e. „If the euro fails, then Europe will fail"). Evruvandinn er risavaxið vandamál sem þegar hefur verið kyrfilega meitlað á spjöld sögunnar, en Merkel, sem er eðlisfræðingur að mennt, nálgast lausn þess með vísindalegum hætti. Ég hef áður fjallað um mýtur í tengslum við evruna á þessum vettvangi, en Stein Ringen, professor í félagsfræði við Oxford-háskóla, lýsti þessu enn betur í frábærri grein sem lesa má hér. Angela Merkel er af þeirri tegund stjórnmálamanna sem veitir manni raunverulegan innblástur og ég ber ómælda virðingu fyrir henni. Hún hefur ástríðu fyrir starfinu en er gríðarlega einbeitt, hugsar mál til enda frá öllum hliðum og lætur ekki dægurþrasið trufla sig. Hún er aldrei í „leikjum" heldur vill skilja vandamál, brjóta þau til mergjar og leysa þau. Hugsar um stóru myndina. Hún er í raun frábær fyrirmynd fyrir alla og sérstaklega fólk sem starfar í stjórnmálum.Frændhygli og kjördæmapot Ég man ekki í fljótu bragði eftir neinum íslenskum stjórnmálamanni sem býr yfir þessum mannkostum, því íslensk stjórnmál eru oft á tíðum ekkert annað en barnaleg leiksýning með kjördæmapots-ívafi. „Political chronyism" eða svona flokks- og frændhygli er sjálfstætt vandamál í stjórnmálum og eru íslensk stjórnmál sérstaklega menguð af þessum hugsunarhætti að mínu mati. Flokkarnir vilja „sína menn" til að leysa málin og því er pólitísk stefnumótun í raun lituð af barnalegri grunnhyggni. Hvenær sáum við síðast stjórnmálamenn skipa fólk úr röðum stjórnarandstæðinga í ábyrgðarstöður? Ég rifja hér upp að Barack Obama skipaði Robert Gates áfram í embætti varnarmálaráðherra Bandaríkjanna eftir að Obama tók við lyklavöldum í Hvíta húsinu. Robert Gates er repúblikani. Og hvers vegna gerist það, nánast án undantekninga, að þegar skipa þarf kjörstjórnir eða yfirkjörstjórnir eru það lögfræðingar úr þeim flokkum sem eru í ríkisstjórn á þeim tíma sem eru skipaðir til verksins? Oft einstaklingar sem hafa kannski litla reynslu af starfinu af því þeirra flokkur hefur ekki verið í ríkisstjórn lengi. Eitt nýlegt mál yfirstandandi kjörtímabils sem hefði átt að nálgast með lausnum þvert á flokka strax í upphafi var Icesave-málið. Hvers vegna var það ekki gert? Það var ekki fyrr en málið var allt komið í öngstræti sem menn voru tilbúnir að setjast niður og ræða þvert á flokka um lausnir. Niðurstaðan var ráðning bandaríska lögmannsins Lee Buchheit. Ef menn hefðu strax verið tilbúnir að ræða lausnir þvert á flokka hefði málið kannski ekki orðið að fleyg sem klauf þjóðina í herðar niður. Icesave-málið, sem er enn óleyst, var ömurlegur tími í líf þjóðar. Icesave-málið sýndi að stór hluti þjóðarinnar á erfitt með að ræða mál af slíku tagi af yfirvegun. Við erum of fá og nálægðin er of mikil. Dellan, lýðskrumið og lygarnar gengu á báða bóga og því ekki skrýtið þegar almenningur vissi ekki sitt rjúkandi ráð. Tenging Icesave-málsins við aðild að Evrópusambandinu var eitt dæmi um barnalega nálgun í málflutningnum. Það var ekkert samasemmerki þarna á milli, enda sést það á því að þjóðin felldi Icesave-samningana tvisvar og íslenska ríkið er enn í aðildarviðræðum við sambandið. Að tengja þessi mál saman var aum tilraun andstæðinga ríkisstjórnarinnar að slá tvær flugur í einu höggi, en það var líka óheiðarlegt og aumt af ríkisstjórninni að gera meira úr Icesave-ógninni en tilefni var til og mála skrattann á vegginn. Síðan lukum við samstarfi við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn og erum enn í óformlegu samstarfi við sjóðinn þótt málið sé óleyst. Það voru ekki tveir hópar í Icesave-málinu, þvert á það sem margir halda, það voru kannski fimm hópar, sem nálguðust málið á ólíkum forsendum. Það voru ekki allir sem tóku lögfræðilega og hagfræðilega nálgun og það var dálítið sérstakt að eiga skoðanabræður meðal þeirra sem nýttu Icesave-málið sem tæki í pólitískum skotgrafarhernaði þegar maður vissi, eða vonaði að minnsta kosti, að gott eitt vakti fyrir stjórnvöldum við lausn málsins. Kjörnir fulltrúar, sérstaklega þeir sem fara með stjórnartaumana, eiga hins vegar að hafa þann manndóm í sér að gera ekki meira úr vá en tilefni er til í pólitískum tilgangi. Og þeir eiga að segja þjóð sinni satt. Kjörnir fulltrúar eiga líka að setja pólitískan ágreining til hliðar og starfa þvert á flokka þegar um stór mál er að ræða. Þetta var ekki gert í Icesave-málinu fyrr en það var orðið um seinan. Ekki hafa fengist fullnægjandi skýringar á þessu að mínu mati.Sýndarmennska í íslenskum stjórnmálum Of oft er lögð áhersla á það hvernig hlutirnir „virðast" í íslenskum stjórnmálum, en ekki hvernig þeir „eru" í raun. Íslenskir stjórnmálamenn eru upp til hópa uppteknir af ásýnd, en ekki lausnum eða stefnu. Þetta er ekki algilt og það eru vissulega til undantekningar. En aftur til Berlínar að hinni hæfileikaríku Machtfrau. Angela Merkel er gífurlega vinsæl heimafyrir (á síðasta landsfundi CDU var hún endurkjörin með 98% atkvæða) en traust til hennar meðal almennings mælist 60%, sem verður að teljast gríðarlega gott í ljósi þeirra áskorana sem hún hefur staðið frammi fyrir. Og þetta er ekki bara reynsla. „Það hjálpar ef þú ert lang gáfaðasta manneskjan við borðið og sú sem er best undirbúin," segir fyrrverandi sendiherra sem þekkir Merkel vel í samtali við FT. Merkel er sterk kona, en afstaða hennar til kynjakvóta mun örugglega koma einhverjum á óvart. Hún er þeirrar skoðunar að þrýstingur ríkisvaldsins til að jafna kynjahlutföll í stjórnunarstöðum á vinnumarkaði og í stjórnum fyrirtækja eigi að vera lausn til þrautavara. Þróunin eigi að eiga sér stað í atvinnulífinu án þvingunar og fólk eigi að vera metið fyrst og fremst af hæfileikum, ekki kyni. Merkel, sem er fædd í Vestur-Þýskalandi, en flutti austur aðeins sex ára gömul, hafði ekki háleita drauma um frama í stjórnmálum þegar hún var ung að árum, en hún vildi taka þátt í þjóðþingi sameinaðs Þýskalands á umbrotatímum í lífi þýsku þjóðarinnar eftir fall Berlínarmúrsins 1989. Vegna hæfileika sinna var hún valin til að gegna ábyrgðarstöðu. Fólkið valdi hana, hún hafði ekki sterkar rætur í grasrót stjórnmálaflokks og fór ekki hefðbundna leið að völdum. Í raun má segja að hún eigi þetta sammerkt með mörgum öðrum farsælum leiðtogum í atvinnulífi og stjórnmálum.Þurfum íslenska Merkel Ég missi oft þolinmæðina þegar ég fylgist með umræðum á Alþingi, sem ég geri eðlilega mjög oft, starfs míns vegna. Orðræðan er léleg og einkennist oft á tíðum af pólitískri leikjafræði fremur en málefnalegri umræðu. Þá er leiðinlegt að sjá og heyra hvað þingmenn eru oft illa upplýstir um mál sem þeir hafa mjög sterkar skoðanir á. Þingið virðist aðallega vera vettvangur til að slá pólitískar keilur fremur en að ræða málin málefnalega og af yfirvegun. Stjórnarandstaðan gagnrýnir stjórnina fyrir eitthvað sem stjórnarandstaðan sjálf var fylgjandi, eða öfugt. Ég verð oft gáttaður þegar ég heyri ummæli ákveðinna stjórnarandstöðuþingmanna í þinginu og fletti síðan upp í skrá þingsins hvernig þessir sömu þingmenn hafa ráðstafað atkvæðum sínum í fortíð. Við þurfum líka heiðarlega stjórnmálamenn, sem viðurkenna að þeir hafi ekki svör á reiðum höndum. „Ég veit það ekki, en ég vil kynna mér málið betur" er svar sem ég vil oftar heyra. Mér fannst alltaf gaman þegar prófessorar upp í háskóla veittu þetta svar og svo í næsta tíma kom efnislegt svar við spurningunni. Vinnubrögðin voru drifin áfram af fræðimennsku, hlutlægni og sannleiksást. Í íslensku samfélagi er hafsjór af hæfileikaríku fólki. Fólki sem við þurfum á að halda inni á Alþingi. Þetta fólk er í atvinnulífinu og í háskólasamfélaginu og á fleiri stöðum. Nýleg prófkjör flokkanna benda ekki til þess að þetta fólk hafi mikinn áhuga á því að starfa í íslenskum stjórnmálum, enda er mjög takmörkuð endurnýjun. Í þessu samhengi er ágætt að rifja upp að mjög ferskir vindar fylgdu tveimur af öflugustu ráðherrunum á yfirstandandi kjörtímabili, en hvorugt þeirra hafði pólitískan bakgrunn. Við þurfum íslenska Angelu Merkel. Við þurfum stjórnmálamenn sem eru tilbúnir að taka áhættu í þágu málstaðar en eru líka tilbúnir að vinna þvert á flokka. Við þurfum langtímalausnir í stað lýðskrums. Við þurfum málefnalega greiningu á vandamálum en ekki pólitískar skylmingar. Við þurfum vísindaleg vinnubrögð og sannleika. Fyrsta skrefið til að gera Alþingi að eftirsóknarverðum vinnustað er myndarleg hækkun launa svo þangað veljist hæft fólk. Síðan þarf að bæta starfsaðstöðu þingmanna, þ.e fjölga rannsakendum sem vinna fyrir þingmenn til að gera þeim betur kleift að mynda sér þekkingu á málum sem þeir fjalla um, auka sérhæfingu þingmanna. Síðan þarf að bæta umræðuhefð í þinginu, en það er langtímaverkefni sem allir kjörnir fulltrúar þurfa að setja á dagskrá. Það er enn mikið af hæfileikaríku fólki á Alþingi sem getur tekið að sér þetta verkefni, sem ekki er vonlaust. Síðan þurfa flokkarnir að starfa saman við lausnir á stórum og mikilvægum málum. Næg eru verkefnin. Þeir geta byrjað á Íbúðalánasjóði. thorbjorn@stod2.is Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorbjörn Þórðarson Mest lesið Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Heimskasta þjóð í heimi? Sverrir Björnsson Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Viðreisn er Samfylkingin Júlíus Viggó Ólafsson Skoðun Hugsjónir ójafnaðarmanns - svar við bréfi Kára Snorri Másson Skoðun „Ég hefði nú ekkert á móti því að taka aðeins í tæjuna“ Eva Pandora Baldursdóttir Skoðun Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun
Íslenskir stjórnmálamenn mættu taka Angelu Merkel kanslara Þýskalands sér til fyrirmyndar, en þeir eru flestir miklu uppteknari af ásýnd en langtímalausnum. Financial Times, sem að mínu mati hefur yfirburði yfir aðra vestræna fjölmiðla, birti um síðustu helgi stórmerkilega fréttaskýringu um Angelu Merkel eða „Machtfrau" eins og hún er gjarnan nefnd í þýskum fjölmiðlum. Mér finnst Merkel hafa staðið sig ótrúlega vel í að meðhöndla evrukrísuna, eitt skref í einu. Á sama tíma og allir fjölmiðlar, sérstaklega þeir engilsaxnesku, spá snemmbúnum dauða gjaldmiðilsins vinnur hún að raunhæfum lausnum í rólegheitunum, því ef evran riðar til falls, gildir hið sama um samstarf í Evrópu í óbreyttri mynd (e. „If the euro fails, then Europe will fail"). Evruvandinn er risavaxið vandamál sem þegar hefur verið kyrfilega meitlað á spjöld sögunnar, en Merkel, sem er eðlisfræðingur að mennt, nálgast lausn þess með vísindalegum hætti. Ég hef áður fjallað um mýtur í tengslum við evruna á þessum vettvangi, en Stein Ringen, professor í félagsfræði við Oxford-háskóla, lýsti þessu enn betur í frábærri grein sem lesa má hér. Angela Merkel er af þeirri tegund stjórnmálamanna sem veitir manni raunverulegan innblástur og ég ber ómælda virðingu fyrir henni. Hún hefur ástríðu fyrir starfinu en er gríðarlega einbeitt, hugsar mál til enda frá öllum hliðum og lætur ekki dægurþrasið trufla sig. Hún er aldrei í „leikjum" heldur vill skilja vandamál, brjóta þau til mergjar og leysa þau. Hugsar um stóru myndina. Hún er í raun frábær fyrirmynd fyrir alla og sérstaklega fólk sem starfar í stjórnmálum.Frændhygli og kjördæmapot Ég man ekki í fljótu bragði eftir neinum íslenskum stjórnmálamanni sem býr yfir þessum mannkostum, því íslensk stjórnmál eru oft á tíðum ekkert annað en barnaleg leiksýning með kjördæmapots-ívafi. „Political chronyism" eða svona flokks- og frændhygli er sjálfstætt vandamál í stjórnmálum og eru íslensk stjórnmál sérstaklega menguð af þessum hugsunarhætti að mínu mati. Flokkarnir vilja „sína menn" til að leysa málin og því er pólitísk stefnumótun í raun lituð af barnalegri grunnhyggni. Hvenær sáum við síðast stjórnmálamenn skipa fólk úr röðum stjórnarandstæðinga í ábyrgðarstöður? Ég rifja hér upp að Barack Obama skipaði Robert Gates áfram í embætti varnarmálaráðherra Bandaríkjanna eftir að Obama tók við lyklavöldum í Hvíta húsinu. Robert Gates er repúblikani. Og hvers vegna gerist það, nánast án undantekninga, að þegar skipa þarf kjörstjórnir eða yfirkjörstjórnir eru það lögfræðingar úr þeim flokkum sem eru í ríkisstjórn á þeim tíma sem eru skipaðir til verksins? Oft einstaklingar sem hafa kannski litla reynslu af starfinu af því þeirra flokkur hefur ekki verið í ríkisstjórn lengi. Eitt nýlegt mál yfirstandandi kjörtímabils sem hefði átt að nálgast með lausnum þvert á flokka strax í upphafi var Icesave-málið. Hvers vegna var það ekki gert? Það var ekki fyrr en málið var allt komið í öngstræti sem menn voru tilbúnir að setjast niður og ræða þvert á flokka um lausnir. Niðurstaðan var ráðning bandaríska lögmannsins Lee Buchheit. Ef menn hefðu strax verið tilbúnir að ræða lausnir þvert á flokka hefði málið kannski ekki orðið að fleyg sem klauf þjóðina í herðar niður. Icesave-málið, sem er enn óleyst, var ömurlegur tími í líf þjóðar. Icesave-málið sýndi að stór hluti þjóðarinnar á erfitt með að ræða mál af slíku tagi af yfirvegun. Við erum of fá og nálægðin er of mikil. Dellan, lýðskrumið og lygarnar gengu á báða bóga og því ekki skrýtið þegar almenningur vissi ekki sitt rjúkandi ráð. Tenging Icesave-málsins við aðild að Evrópusambandinu var eitt dæmi um barnalega nálgun í málflutningnum. Það var ekkert samasemmerki þarna á milli, enda sést það á því að þjóðin felldi Icesave-samningana tvisvar og íslenska ríkið er enn í aðildarviðræðum við sambandið. Að tengja þessi mál saman var aum tilraun andstæðinga ríkisstjórnarinnar að slá tvær flugur í einu höggi, en það var líka óheiðarlegt og aumt af ríkisstjórninni að gera meira úr Icesave-ógninni en tilefni var til og mála skrattann á vegginn. Síðan lukum við samstarfi við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn og erum enn í óformlegu samstarfi við sjóðinn þótt málið sé óleyst. Það voru ekki tveir hópar í Icesave-málinu, þvert á það sem margir halda, það voru kannski fimm hópar, sem nálguðust málið á ólíkum forsendum. Það voru ekki allir sem tóku lögfræðilega og hagfræðilega nálgun og það var dálítið sérstakt að eiga skoðanabræður meðal þeirra sem nýttu Icesave-málið sem tæki í pólitískum skotgrafarhernaði þegar maður vissi, eða vonaði að minnsta kosti, að gott eitt vakti fyrir stjórnvöldum við lausn málsins. Kjörnir fulltrúar, sérstaklega þeir sem fara með stjórnartaumana, eiga hins vegar að hafa þann manndóm í sér að gera ekki meira úr vá en tilefni er til í pólitískum tilgangi. Og þeir eiga að segja þjóð sinni satt. Kjörnir fulltrúar eiga líka að setja pólitískan ágreining til hliðar og starfa þvert á flokka þegar um stór mál er að ræða. Þetta var ekki gert í Icesave-málinu fyrr en það var orðið um seinan. Ekki hafa fengist fullnægjandi skýringar á þessu að mínu mati.Sýndarmennska í íslenskum stjórnmálum Of oft er lögð áhersla á það hvernig hlutirnir „virðast" í íslenskum stjórnmálum, en ekki hvernig þeir „eru" í raun. Íslenskir stjórnmálamenn eru upp til hópa uppteknir af ásýnd, en ekki lausnum eða stefnu. Þetta er ekki algilt og það eru vissulega til undantekningar. En aftur til Berlínar að hinni hæfileikaríku Machtfrau. Angela Merkel er gífurlega vinsæl heimafyrir (á síðasta landsfundi CDU var hún endurkjörin með 98% atkvæða) en traust til hennar meðal almennings mælist 60%, sem verður að teljast gríðarlega gott í ljósi þeirra áskorana sem hún hefur staðið frammi fyrir. Og þetta er ekki bara reynsla. „Það hjálpar ef þú ert lang gáfaðasta manneskjan við borðið og sú sem er best undirbúin," segir fyrrverandi sendiherra sem þekkir Merkel vel í samtali við FT. Merkel er sterk kona, en afstaða hennar til kynjakvóta mun örugglega koma einhverjum á óvart. Hún er þeirrar skoðunar að þrýstingur ríkisvaldsins til að jafna kynjahlutföll í stjórnunarstöðum á vinnumarkaði og í stjórnum fyrirtækja eigi að vera lausn til þrautavara. Þróunin eigi að eiga sér stað í atvinnulífinu án þvingunar og fólk eigi að vera metið fyrst og fremst af hæfileikum, ekki kyni. Merkel, sem er fædd í Vestur-Þýskalandi, en flutti austur aðeins sex ára gömul, hafði ekki háleita drauma um frama í stjórnmálum þegar hún var ung að árum, en hún vildi taka þátt í þjóðþingi sameinaðs Þýskalands á umbrotatímum í lífi þýsku þjóðarinnar eftir fall Berlínarmúrsins 1989. Vegna hæfileika sinna var hún valin til að gegna ábyrgðarstöðu. Fólkið valdi hana, hún hafði ekki sterkar rætur í grasrót stjórnmálaflokks og fór ekki hefðbundna leið að völdum. Í raun má segja að hún eigi þetta sammerkt með mörgum öðrum farsælum leiðtogum í atvinnulífi og stjórnmálum.Þurfum íslenska Merkel Ég missi oft þolinmæðina þegar ég fylgist með umræðum á Alþingi, sem ég geri eðlilega mjög oft, starfs míns vegna. Orðræðan er léleg og einkennist oft á tíðum af pólitískri leikjafræði fremur en málefnalegri umræðu. Þá er leiðinlegt að sjá og heyra hvað þingmenn eru oft illa upplýstir um mál sem þeir hafa mjög sterkar skoðanir á. Þingið virðist aðallega vera vettvangur til að slá pólitískar keilur fremur en að ræða málin málefnalega og af yfirvegun. Stjórnarandstaðan gagnrýnir stjórnina fyrir eitthvað sem stjórnarandstaðan sjálf var fylgjandi, eða öfugt. Ég verð oft gáttaður þegar ég heyri ummæli ákveðinna stjórnarandstöðuþingmanna í þinginu og fletti síðan upp í skrá þingsins hvernig þessir sömu þingmenn hafa ráðstafað atkvæðum sínum í fortíð. Við þurfum líka heiðarlega stjórnmálamenn, sem viðurkenna að þeir hafi ekki svör á reiðum höndum. „Ég veit það ekki, en ég vil kynna mér málið betur" er svar sem ég vil oftar heyra. Mér fannst alltaf gaman þegar prófessorar upp í háskóla veittu þetta svar og svo í næsta tíma kom efnislegt svar við spurningunni. Vinnubrögðin voru drifin áfram af fræðimennsku, hlutlægni og sannleiksást. Í íslensku samfélagi er hafsjór af hæfileikaríku fólki. Fólki sem við þurfum á að halda inni á Alþingi. Þetta fólk er í atvinnulífinu og í háskólasamfélaginu og á fleiri stöðum. Nýleg prófkjör flokkanna benda ekki til þess að þetta fólk hafi mikinn áhuga á því að starfa í íslenskum stjórnmálum, enda er mjög takmörkuð endurnýjun. Í þessu samhengi er ágætt að rifja upp að mjög ferskir vindar fylgdu tveimur af öflugustu ráðherrunum á yfirstandandi kjörtímabili, en hvorugt þeirra hafði pólitískan bakgrunn. Við þurfum íslenska Angelu Merkel. Við þurfum stjórnmálamenn sem eru tilbúnir að taka áhættu í þágu málstaðar en eru líka tilbúnir að vinna þvert á flokka. Við þurfum langtímalausnir í stað lýðskrums. Við þurfum málefnalega greiningu á vandamálum en ekki pólitískar skylmingar. Við þurfum vísindaleg vinnubrögð og sannleika. Fyrsta skrefið til að gera Alþingi að eftirsóknarverðum vinnustað er myndarleg hækkun launa svo þangað veljist hæft fólk. Síðan þarf að bæta starfsaðstöðu þingmanna, þ.e fjölga rannsakendum sem vinna fyrir þingmenn til að gera þeim betur kleift að mynda sér þekkingu á málum sem þeir fjalla um, auka sérhæfingu þingmanna. Síðan þarf að bæta umræðuhefð í þinginu, en það er langtímaverkefni sem allir kjörnir fulltrúar þurfa að setja á dagskrá. Það er enn mikið af hæfileikaríku fólki á Alþingi sem getur tekið að sér þetta verkefni, sem ekki er vonlaust. Síðan þurfa flokkarnir að starfa saman við lausnir á stórum og mikilvægum málum. Næg eru verkefnin. Þeir geta byrjað á Íbúðalánasjóði. thorbjorn@stod2.is
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun