Sport

Apostolov tekur við karlalandsliðinu í blaki

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Mynd/BLÍ
Blaksamband Íslands hefur ráðið Apostolo Apostolov sem landsliðsþjálfara karla í blaki. Apostolov hefur þjálfað kvennalandslið Íslands undanfarin fjögur ár.

Apostol tekur við karlalandsliðinu af Zdravko Demirev. Íslenska landsliðið tekur þátt í undankeppni heimsmeistaramótsins 2014 á næsta ári auk þess sem Smáþjóðaleikarnir fara fram í Lúxemborg í lok maí.

„Það eru spennandi verkefni framundan hjá landsliðinu og reyndar hjá báðum landsliðunum. Mér líst mjög vel á að þjálfa karlaliðið en það er ný áskorun fyrir mig. Það eru margir ungir og efnilegir leikmenn og ég hlakka til að vinna með þeim," segir Apostolov.

Landsliðsnefndin tilkynnti tilkynnti í gær að Matthías Haraldsson væri tekinn við kvennalandsliði Íslands.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×