Brekkurnar í Bláfjöllum mýktar með grasi úr Reykjavík 12. desember 2012 12:15 Magnús Árnason, framkvæmdastjóri Skíðasvæðanna. Skíðasvæðið í Bláfjöllum var opnað í síðustu viku og eru aðstæður góðar. Magnús Árnason framkvæmdastjóri segir forréttindi að fá að keyra upp í fjöll á hverjum degi í vinnuna. Aðstæður á skíðasvæðinu í Bláfjöllum hafa verið einstaklega góðar undanfarin ár. Ástæður þess eru ekki bara veðurfarslegar og margt sem kemur til. Mikil landgræðsla hefur átt sér stað undanfarin sumur á svæðinu sem bætir aðstæður enn frekar. „Hey sem til fellur við slátt í höfuðborginni hefur verið nýtt í brekkurnar. Þannig verður undirlagið mýkra og minna um grjót. Þá þarf minni snjó til að gera brekkurnar skíðafærar. Auk þess verður hér miklu fallegra um að litast á sumrin,“ segir Magnús Árnason, framkvæmdastjóri skíðasvæðisins. „Við höfum einnig verið að reisa svokallaðar snjógirðingar sem safna saman snjó sem annars fyki bara burt. Hann er svo notaður til að troða í brekkurnar og munar ótrúlega miklu um þetta.“ Magnús hefur starfað sem framkvæmdastjóri skíðasvæðisins síðan 2007. „Ég var nú ekki ráðinn út af skíðakunnáttunni, enda bara miðlungsskíðamaður. Ég kann hins vegar mjög vel við starfið sem er virkilega fjölbreytt og krefjandi. Suma daga er ég allan daginn á skrifstofunni en aðra er ég kominn út í kuldagalla að splæsa víra eða græja einhverja hluti. Það eru auðvitað forréttindi að fá að keyra í vinnuna upp í fjöll á hverjum degi og njóta þeirrar fegurðar sem hér er.“ Á skíðasvæðinu starfa fimm starfsmenn allt árið en á háannatímum eru þeir um 23. „Ef það er lokað þá er verið sinna viðhaldi sem ekki er hægt að sinna þegar lyftur eru í gangi og allt fullt af fólki.“Töfrateppi fyrir börnin Um þessar mundir er unnið að uppsetningu á svokölluðu töfrateppi sem er færiband sem flytur fólk upp brekkurnar og er tilvalið fyrir byrjendur og börn allt niður í tveggja ára. „Við erum að leggja lokahönd á 72 metra langt töfrateppi sem er nýjasta viðbótin í Bláfjöllum. Í kringum töfrateppið munum við svo leggja áherslu á frekari uppbyggingu sérstaks fjölskyldusvæðis. Skíðaiðkun er nefnilega mjög ódýr og fjölskylduvæn íþrótt. Hingað koma heilu fjölskyldurnar saman, þótt þær skíði ekkert endilega saman allan tímann þá hittast þær í skálanum og fá sér kakó og allir fara sælir og glaðir heim.“Allar upplýsingar um opnun, rútuferðir og aðstæður hverju sinni má fá á skidasvaedi.is, í síma 5303000 og á Facebook-síðu undir Skíðasvæðin Bláfjöll/Skálafell. Skíðasvæði Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Fleiri fréttir Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Sjá meira
Skíðasvæðið í Bláfjöllum var opnað í síðustu viku og eru aðstæður góðar. Magnús Árnason framkvæmdastjóri segir forréttindi að fá að keyra upp í fjöll á hverjum degi í vinnuna. Aðstæður á skíðasvæðinu í Bláfjöllum hafa verið einstaklega góðar undanfarin ár. Ástæður þess eru ekki bara veðurfarslegar og margt sem kemur til. Mikil landgræðsla hefur átt sér stað undanfarin sumur á svæðinu sem bætir aðstæður enn frekar. „Hey sem til fellur við slátt í höfuðborginni hefur verið nýtt í brekkurnar. Þannig verður undirlagið mýkra og minna um grjót. Þá þarf minni snjó til að gera brekkurnar skíðafærar. Auk þess verður hér miklu fallegra um að litast á sumrin,“ segir Magnús Árnason, framkvæmdastjóri skíðasvæðisins. „Við höfum einnig verið að reisa svokallaðar snjógirðingar sem safna saman snjó sem annars fyki bara burt. Hann er svo notaður til að troða í brekkurnar og munar ótrúlega miklu um þetta.“ Magnús hefur starfað sem framkvæmdastjóri skíðasvæðisins síðan 2007. „Ég var nú ekki ráðinn út af skíðakunnáttunni, enda bara miðlungsskíðamaður. Ég kann hins vegar mjög vel við starfið sem er virkilega fjölbreytt og krefjandi. Suma daga er ég allan daginn á skrifstofunni en aðra er ég kominn út í kuldagalla að splæsa víra eða græja einhverja hluti. Það eru auðvitað forréttindi að fá að keyra í vinnuna upp í fjöll á hverjum degi og njóta þeirrar fegurðar sem hér er.“ Á skíðasvæðinu starfa fimm starfsmenn allt árið en á háannatímum eru þeir um 23. „Ef það er lokað þá er verið sinna viðhaldi sem ekki er hægt að sinna þegar lyftur eru í gangi og allt fullt af fólki.“Töfrateppi fyrir börnin Um þessar mundir er unnið að uppsetningu á svokölluðu töfrateppi sem er færiband sem flytur fólk upp brekkurnar og er tilvalið fyrir byrjendur og börn allt niður í tveggja ára. „Við erum að leggja lokahönd á 72 metra langt töfrateppi sem er nýjasta viðbótin í Bláfjöllum. Í kringum töfrateppið munum við svo leggja áherslu á frekari uppbyggingu sérstaks fjölskyldusvæðis. Skíðaiðkun er nefnilega mjög ódýr og fjölskylduvæn íþrótt. Hingað koma heilu fjölskyldurnar saman, þótt þær skíði ekkert endilega saman allan tímann þá hittast þær í skálanum og fá sér kakó og allir fara sælir og glaðir heim.“Allar upplýsingar um opnun, rútuferðir og aðstæður hverju sinni má fá á skidasvaedi.is, í síma 5303000 og á Facebook-síðu undir Skíðasvæðin Bláfjöll/Skálafell.
Skíðasvæði Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Fleiri fréttir Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Sjá meira