Sport

Hver verður valinn íþróttamaður ársins?

Heiðar Helguson var kjörinn íþróttamaður ársins í fyrra.
Heiðar Helguson var kjörinn íþróttamaður ársins í fyrra.
Í kvöld kemur í ljós hver hlýtur sæmdarheitið íþróttamaður ársins 2012 af Samtökum íþróttafréttamanna. Það er ljóst að nýtt nafn verður letrað á listann í ár enda hefur enginn af þeim sem eru á topp tíu listanum hlotið sæmdarheitið áður.

Á dögunum var tilkynnt hvaða tíu íþróttamenn koma til greina í kjörinu í ár. Þau eru í stafrófsröð: Alfreð Finnbogason, Aron Pálmarsson, Auðunn Jónsson, Ásdís Hjálmsdóttir, Ásgeir Sigurgeirsson, Gylfi Þór Sigurðsson, Íris Mist Magnúsdóttir, Jón Margeir Sverrisson, Kári Steinn Karlsson og Þóra Björg Helgadóttir.

Þetta er í 57. skipti sem samtök íþróttafréttamanna standa að þessu kjöri. Hófið er með óhefðbundnu sniði þetta árið vegna aldarafmælis ÍSÍ.

Við það tilefni verður brotið blað í sögu kjörs íþróttamanns ársins. Í fyrsta sinn verða lið ársins og þjálfari ársins verðlaunaðir af Samtökum íþróttafréttamanna og verður það framvegis gert árlega, samhliða kjöri íþróttamanns ársins.

Vísir mun fylgjast grannt með hófinu í kvöld og flytja fréttir af gangi mála á staðnum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×