Samanlagður brotaferill Annþórs og Barkar 36 ár 20. desember 2012 12:07 Annþór og Börkur við aðalmeðferð. MYND/HALLDÓR BALDURSSON Fjölskipaður Héraðsdómur Reykjaness dæmdi í dag þá Annþór Kristján Karlsson, 36 ára, og Börk Birgisson, 33 ára, til sjö og sex ára fangelsisvistar fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás, ólögmæta nauðung, frelsissviptingu og tilraunir til fjárkúgunar. Við ákvörðun refsingar var litið til brotaferils Annþórs sem nær yfir 20 ár. Samkvæmt sakarvottorði hans hefur honum 11 sinnum verið gerð refsing frá árinu 1993. Þá var hann dæmdur í átta mánaða fangelsi fyrir skjalafals og þjófnað. Annþór var þá 17 ára gamall. Sama ár var hann dæmdur í 12 mánaða fangelsi fyrir þjófnað. Á næstu árum braut Annþór ítrekað af sér. Það var síðan í apríl árið 2005 sem Hæstiréttur dæmdi Annþór til þriggja ára fangelsisvistar fyrir líkamsárás. Fjórum árum síðar var hann á ný dæmdur í fangelsi í fjögur ár fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot. Þá hefur Annþór þrisvar rofið skilorðsdóma og þrisvar sinnum rofið reynslulausn.Annþór og Börkur.Þau brot sem Annþór var ákærður fyrir nú áttu sér stað er hann var á reynslulausn, fyrst í október 2011, aftur í desember og síðast í janúar 2012. „Virðast varnaðaráhrif skilorðsdóma eða reynslulausnar engin áhrif hafa á ásetning ákærða til afbrota," segir í dómi héraðsdóms. „Ákærði á sér engar málsbætur."Börkur við aðalmeðferð.MYND/HALLDÓR BALDURSSONBörkur hefur hlotið sjö refsidóma frá árinu 1997 en þá var hann dæmdur í 18 mánaða fangelsi fyrir hótun og líkamsárás. Ári seinna hlaut hann samskonar dóm fyrir líkamsárás og gripdeild. Börkur rauf ítrekað skilorð þessara dóma. Í júní árið 2005 var Börkur dæmdur til sjö og hálfs árs fangelsisvistar fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás, tilraun til manndráps og umferðarlagabrot. Árásin átti sér stað á veitingastaðnum A. Hansen í Hafnarfirði. Þar sló Börkur annan manna ítrekað í höfuðið með öxi. „Ákærði hefur nú verið sakfelldur fyrir tvær sérstaklega hættulegar líkamsárásir, frelsissviptingu, nauðung og tilraun til fjárkúgunar, unnar í samverknaði við aðra meðákærðu. Ákærði á sér engar málsbætur," segir í dómi. Mest lesið Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Innlent Vaktin: Halla kjörin formaður VR Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Innlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Erlent Fleiri fréttir „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Halla kjörin formaður VR Kallar eftir kjarkmiklum og óttalausum forystumanni Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Jón Gnarr vill skikkjur og hárkollur á þingmenn Maðurinn sem lýst var eftir kominn í leitirnar Pallborðið: Umferðaröryggi og 200 milljarða viðhaldsskuld Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Sjá meira
Fjölskipaður Héraðsdómur Reykjaness dæmdi í dag þá Annþór Kristján Karlsson, 36 ára, og Börk Birgisson, 33 ára, til sjö og sex ára fangelsisvistar fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás, ólögmæta nauðung, frelsissviptingu og tilraunir til fjárkúgunar. Við ákvörðun refsingar var litið til brotaferils Annþórs sem nær yfir 20 ár. Samkvæmt sakarvottorði hans hefur honum 11 sinnum verið gerð refsing frá árinu 1993. Þá var hann dæmdur í átta mánaða fangelsi fyrir skjalafals og þjófnað. Annþór var þá 17 ára gamall. Sama ár var hann dæmdur í 12 mánaða fangelsi fyrir þjófnað. Á næstu árum braut Annþór ítrekað af sér. Það var síðan í apríl árið 2005 sem Hæstiréttur dæmdi Annþór til þriggja ára fangelsisvistar fyrir líkamsárás. Fjórum árum síðar var hann á ný dæmdur í fangelsi í fjögur ár fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot. Þá hefur Annþór þrisvar rofið skilorðsdóma og þrisvar sinnum rofið reynslulausn.Annþór og Börkur.Þau brot sem Annþór var ákærður fyrir nú áttu sér stað er hann var á reynslulausn, fyrst í október 2011, aftur í desember og síðast í janúar 2012. „Virðast varnaðaráhrif skilorðsdóma eða reynslulausnar engin áhrif hafa á ásetning ákærða til afbrota," segir í dómi héraðsdóms. „Ákærði á sér engar málsbætur."Börkur við aðalmeðferð.MYND/HALLDÓR BALDURSSONBörkur hefur hlotið sjö refsidóma frá árinu 1997 en þá var hann dæmdur í 18 mánaða fangelsi fyrir hótun og líkamsárás. Ári seinna hlaut hann samskonar dóm fyrir líkamsárás og gripdeild. Börkur rauf ítrekað skilorð þessara dóma. Í júní árið 2005 var Börkur dæmdur til sjö og hálfs árs fangelsisvistar fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás, tilraun til manndráps og umferðarlagabrot. Árásin átti sér stað á veitingastaðnum A. Hansen í Hafnarfirði. Þar sló Börkur annan manna ítrekað í höfuðið með öxi. „Ákærði hefur nú verið sakfelldur fyrir tvær sérstaklega hættulegar líkamsárásir, frelsissviptingu, nauðung og tilraun til fjárkúgunar, unnar í samverknaði við aðra meðákærðu. Ákærði á sér engar málsbætur," segir í dómi.
Mest lesið Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Innlent Vaktin: Halla kjörin formaður VR Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Innlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Erlent Fleiri fréttir „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Halla kjörin formaður VR Kallar eftir kjarkmiklum og óttalausum forystumanni Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Jón Gnarr vill skikkjur og hárkollur á þingmenn Maðurinn sem lýst var eftir kominn í leitirnar Pallborðið: Umferðaröryggi og 200 milljarða viðhaldsskuld Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Sjá meira