Amstrið tekur yfir Ragnheiður Tryggvadóttir skrifar 4. janúar 2012 06:00 Sviptingar urðu í Stjórnarráðinu um áramótin og stokkað var upp í skipan ráðuneyta. Sjálfsagt eru þetta heilmikil tíðindi en einhvern veginn kippti ég mér ekkert upp við þetta. Forsetinn tilkynnti að hann ætlaði ekki að bjóða sig fram aftur, en ég kippti mér ekki heldur upp við það. Nennti ekki að taka þátt í vangaveltum um hver yrði næsti forseti né hvort von væri á „ferskari" vindum í stjórnmálunum með nýjum framboðum. Hef hálfpartinn litla trú á stjórnmálaafli sem hefur hvorki stefnuskrá né nafn þegar það stígur fram. Sá reyndar í fréttum í gær að nýtt „þverpólitískt afl" væri í smíðum. En þá fór ég bara að velta fyrir mér í hverra umboði þingmaður starfar á þingi ef hann segir sig úr flokknum sem fólkið kaus. Og hvernig það snúi að kjósendum ef hann stofnar svo nýtt stjórnmálaafl í framhaldinu, meðan hann situr á þingi! Annars grunar mig hverjir munu taka við stjórnartaumunum þegar kosið verður á ný og að þar muni gamalkunnug andlit fara á stjá. Ég las það einmitt fyrir stuttu hér í blaðinu að samkvæmt skoðanakönnunum treysti meirihluti þjóðarinnar Sjálfstæðisflokknum best til að fara með völdin, eins öfugsnúið og það nú er. Sennilega hittu höfundar áramótaskaupsins naglann á höfuðið, þetta hljóta að vera „djöfulsins snillingar". Áhugi minn á því hverjir stýra þjóðarskútunni hefur minnkað, ég viðurkenni það bara. Ég veit svo sem ekki hverju ég bjóst við af stjórninni sem tók við rústunum en ýmiss konar skattar, álögur og gjöld hafa orðið til þess að það hefur dregið niður í mér. Það er varla að ég geti æst mig yfir Landsdómsmálinu, hvað þá annað, enda tilgangurinn enginn að sækja aðeins einn mann til saka. Ég held að ég hafi bara ekki trú á nokkrum stjórnmálamanni lengur, sama úr hvaða röðum hann kemur. Hversdagslegt amstur hefur tekið yfir og hver hugsar um sitt. Muna eftir ullarnærskyrtunum á krakkana svo þau kvefist ekki í þessum kulda, muna eftir lýsinu til að hrista úr mér flensuna og muna eftir að setja snjóblautu vettlingana á ofninn að kveldi svo allir eigi þurrt daginn eftir. Muna eftir að henda í vél, hendast í búð, henda ruslinu. Meðan ég baksa þetta hugsa ég ekkert um það hver verður næsti bóndi á Bessastöðum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ragnheiður Tryggvadóttir Mest lesið Halldór 23.11.2024 Halldór Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun Óframseljanlegt DAGA-kerfi Kári Jónsson Skoðun Teppuleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Kosningaloforðið sem gleymdist? Þorsteinn Siglaugsson Skoðun Eru aðventan og jólin kvíða- eða tilhlökkunarefni? Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir Skoðun Kjósum á næsta kjörtímabili Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun
Sviptingar urðu í Stjórnarráðinu um áramótin og stokkað var upp í skipan ráðuneyta. Sjálfsagt eru þetta heilmikil tíðindi en einhvern veginn kippti ég mér ekkert upp við þetta. Forsetinn tilkynnti að hann ætlaði ekki að bjóða sig fram aftur, en ég kippti mér ekki heldur upp við það. Nennti ekki að taka þátt í vangaveltum um hver yrði næsti forseti né hvort von væri á „ferskari" vindum í stjórnmálunum með nýjum framboðum. Hef hálfpartinn litla trú á stjórnmálaafli sem hefur hvorki stefnuskrá né nafn þegar það stígur fram. Sá reyndar í fréttum í gær að nýtt „þverpólitískt afl" væri í smíðum. En þá fór ég bara að velta fyrir mér í hverra umboði þingmaður starfar á þingi ef hann segir sig úr flokknum sem fólkið kaus. Og hvernig það snúi að kjósendum ef hann stofnar svo nýtt stjórnmálaafl í framhaldinu, meðan hann situr á þingi! Annars grunar mig hverjir munu taka við stjórnartaumunum þegar kosið verður á ný og að þar muni gamalkunnug andlit fara á stjá. Ég las það einmitt fyrir stuttu hér í blaðinu að samkvæmt skoðanakönnunum treysti meirihluti þjóðarinnar Sjálfstæðisflokknum best til að fara með völdin, eins öfugsnúið og það nú er. Sennilega hittu höfundar áramótaskaupsins naglann á höfuðið, þetta hljóta að vera „djöfulsins snillingar". Áhugi minn á því hverjir stýra þjóðarskútunni hefur minnkað, ég viðurkenni það bara. Ég veit svo sem ekki hverju ég bjóst við af stjórninni sem tók við rústunum en ýmiss konar skattar, álögur og gjöld hafa orðið til þess að það hefur dregið niður í mér. Það er varla að ég geti æst mig yfir Landsdómsmálinu, hvað þá annað, enda tilgangurinn enginn að sækja aðeins einn mann til saka. Ég held að ég hafi bara ekki trú á nokkrum stjórnmálamanni lengur, sama úr hvaða röðum hann kemur. Hversdagslegt amstur hefur tekið yfir og hver hugsar um sitt. Muna eftir ullarnærskyrtunum á krakkana svo þau kvefist ekki í þessum kulda, muna eftir lýsinu til að hrista úr mér flensuna og muna eftir að setja snjóblautu vettlingana á ofninn að kveldi svo allir eigi þurrt daginn eftir. Muna eftir að henda í vél, hendast í búð, henda ruslinu. Meðan ég baksa þetta hugsa ég ekkert um það hver verður næsti bóndi á Bessastöðum.
Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun
Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun
Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun