Karlmennskan í fyrirrúmi Jón Sigurður Eyjólfsson skrifar 16. janúar 2012 07:00 Ég komst aldeilis í hann krappan nýverið þegar ég gekk örna minna í háskólanum í Kordóba. Mér var ekkert voðalega mikið mál en þar sem ég átti langa ökuferð fyrir höndum taldi ég betra að tæma blöðruna. Þegar ég kem svo á þetta íturvaxna salerni er þar heilt hreingerningarlið að störfum. Þrjár konur með spreibrúsa, tuskur, moppu og mikinn hreingerningarvagn. „Nú, já," segi ég og set upp köttur í bóli Bjarna svipinn. „Svona góurinn, gakktu bara til verks, við skulum fara út á meðan," svarar ein þeirra. Mér fannst það of mikið tilstand enda hafði ég komið þarna af eintómri fyrirhyggju en það var engu tauti við þær komið. Þær hættu gerlastríðinu, lögðu vopn sín á hreingerningarvagninn, fóru út og stóðu svo við dyragættina. Það var því ekkert annað að gera en að ljúka sér af í snatri. En þá kom babb í bát. Blaðran virtist hafa hrokkið í lás við þessa uppákomu. Ég stóð stjarfur við hlandskálina með þjáningarbróðurinn í lúkunni og hugsaði með skelfingu til þess hvað hljómburðurinn var góður. Það kæmist því upp um mig ef ég myndi svíkjast um að létta af mér. Þær gætu líka haldið að erindi mitt væri eitthvað annað og annarlegra. Þvílíkur skandall. Ég var orðinn órólegur en minntist þess þá að þessar aðstæður krefjast mikillar yfirvegunar og rósemi. Ég fór því að raula innra með mér lagið Út í veður og vind. Þegar ég var kominn að Kristínu sem spælir okkur egg gerðist svo kraftaverkið. Lífsins lækjarspræna small í skálinni og glumdi svo um allt salernið að sál mín tókst á loft af fögnuði. Ég þvoði mér svo um hendurnar eins og skurðlæknir eftir vel heppnaða aðgerð. Gekk svo beinn í baki og spengilegur að hreingerningarliðinu og sagði með eins djúpri röddu og ég gat: „Jæja elskurnar, ég þakka ykkur kærlega fyrir tillitssemina." Svei mér þá ef ég hljómaði ekki eins og Leonard Cohen að þylja ljóð eða jafnvel Gunnar Birgisson að tala um óperuhús í Kópavogi. Ég geri mér samt engar grillur um að hafa gabbað þessar hreingerningarkonur því flestar konur vita það mæta vel að þeir menn sem standa frammi fyrir þeim eins og stórkarlalegir heimsborgarar eru oft lítilla sanda þegar þeir eru einir með sjálfum sér. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Sigurður Eyjólfsson Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson Skoðun
Ég komst aldeilis í hann krappan nýverið þegar ég gekk örna minna í háskólanum í Kordóba. Mér var ekkert voðalega mikið mál en þar sem ég átti langa ökuferð fyrir höndum taldi ég betra að tæma blöðruna. Þegar ég kem svo á þetta íturvaxna salerni er þar heilt hreingerningarlið að störfum. Þrjár konur með spreibrúsa, tuskur, moppu og mikinn hreingerningarvagn. „Nú, já," segi ég og set upp köttur í bóli Bjarna svipinn. „Svona góurinn, gakktu bara til verks, við skulum fara út á meðan," svarar ein þeirra. Mér fannst það of mikið tilstand enda hafði ég komið þarna af eintómri fyrirhyggju en það var engu tauti við þær komið. Þær hættu gerlastríðinu, lögðu vopn sín á hreingerningarvagninn, fóru út og stóðu svo við dyragættina. Það var því ekkert annað að gera en að ljúka sér af í snatri. En þá kom babb í bát. Blaðran virtist hafa hrokkið í lás við þessa uppákomu. Ég stóð stjarfur við hlandskálina með þjáningarbróðurinn í lúkunni og hugsaði með skelfingu til þess hvað hljómburðurinn var góður. Það kæmist því upp um mig ef ég myndi svíkjast um að létta af mér. Þær gætu líka haldið að erindi mitt væri eitthvað annað og annarlegra. Þvílíkur skandall. Ég var orðinn órólegur en minntist þess þá að þessar aðstæður krefjast mikillar yfirvegunar og rósemi. Ég fór því að raula innra með mér lagið Út í veður og vind. Þegar ég var kominn að Kristínu sem spælir okkur egg gerðist svo kraftaverkið. Lífsins lækjarspræna small í skálinni og glumdi svo um allt salernið að sál mín tókst á loft af fögnuði. Ég þvoði mér svo um hendurnar eins og skurðlæknir eftir vel heppnaða aðgerð. Gekk svo beinn í baki og spengilegur að hreingerningarliðinu og sagði með eins djúpri röddu og ég gat: „Jæja elskurnar, ég þakka ykkur kærlega fyrir tillitssemina." Svei mér þá ef ég hljómaði ekki eins og Leonard Cohen að þylja ljóð eða jafnvel Gunnar Birgisson að tala um óperuhús í Kópavogi. Ég geri mér samt engar grillur um að hafa gabbað þessar hreingerningarkonur því flestar konur vita það mæta vel að þeir menn sem standa frammi fyrir þeim eins og stórkarlalegir heimsborgarar eru oft lítilla sanda þegar þeir eru einir með sjálfum sér.
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun