Snyrti skeggið í fyrsta sinn í átta mánuði fyrir Eurovision 17. janúar 2012 20:00 Pétur Örn byrjaði að safna skeggi fyrir söngleikinn hárið síðasta sumar. Mynd/Stefán „Þetta er eins og að vera með tvö höfuð," segir tónlistarmaðurinn Pétur Örn Guðmundsson, sem skartar síðu og miklu skeggi um þessar mundir. Þeir sem sáu flutninginn á Eurovision-laginu Mundu eftir mér í Sjónvarpinu áttu vafalítið erfitt með að leiða skegg bakraddasöngvarans Péturs Arnar hjá sér. Mikill skeggvöxtur hefur verið í tísku að undanförnu og tónlistarmenn á borð við Mugison, Snorra Helgason og Högna Egilsson hafa látið skegg sitt vaxa duglega. Aðspurður segist Pétur hafa byrjað að safna síðasta sumar fyrir söngleikinn Hárið. Þegar tveggja vikna hlé var gert á sýningunum ákvað hann að halda áfram að safna og enn hélt skeggvöxturinn áfram þegar hann fékk lítið hlutverk í bandarísku sjónvarpsþáttunum Game Of Thrones sem voru teknir upp hér á landi. „Ég mátti ekki raka mig eða klippa í nokkra mánuði og það óx og óx á meðan. Svo kláraði ég það og nú er skeggið bara komið með persónuleika og kennitölu," segir Pétur Örn léttur. „Ég hef ekki tímt að láta það fara. Það er eins og hluti af fjölskyldunni," segir hann. Tryggð hans við skeggið er skiljanleg því það hefur bæði tryggt honum hlutverk í söngleik og sjónvarpsþætti. „Kannski ég geti fengið mér að minnsta kosti eitt djobb í viðbót, látið það aðeins vinna fyrir kaupinu sínu." Inntur eftir því hvernig hann haldi skegginu við segir Pétur Örn að það fái sömu ást og alúð og hárið á sér. „Það var reyndar snyrt örlítið í hliðunum fyrir Eurovision, sem var fyrsta snyrtingin í átta mánuði. Það var kominn tími á það." Hann bætir við að skeggið hafi nýst honum vel sem hlýr og ódýr trefill í frosthörkunum, þar á meðal við tökurnar á Game Of Thrones, en býst alveg eins við því að það verði klippt þegar nær dregur sumri. „Ég er á leiðinni vestur um haf í heimsókn til vinar míns í Kanada. Ég ætla svo að fara á vesturströnd Bandaríkjanna. Það er hlýtt þar og ég er svo heitfengur, þannig að ég veit ekki hvort ég þoli það." Hvað segja stelpurnar um þessi ósköp? „Ein ástæðan fyrir því að ég veigra mér við því að láta þetta fara er að ég er búinn að fá hrós frá kvenþjóðinni; að þetta fari mér vel og sé flott. Maður verður að hlusta á það sem stelpurnar segja manni að gera." freyr@frettabladid.is Game of Thrones Mest lesið Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Lífið Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Lífið Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Lífið Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Lífið Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Lífið Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Lífið „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ Lífið Tímalausar og fallegar brúðargjafir Lífið Risastór menningarhátíð á Flateyri Menning Skákborðsréttir nýjasta matartískan Lífið Fleiri fréttir Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Julian McMahon látinn Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Sjá meira
„Þetta er eins og að vera með tvö höfuð," segir tónlistarmaðurinn Pétur Örn Guðmundsson, sem skartar síðu og miklu skeggi um þessar mundir. Þeir sem sáu flutninginn á Eurovision-laginu Mundu eftir mér í Sjónvarpinu áttu vafalítið erfitt með að leiða skegg bakraddasöngvarans Péturs Arnar hjá sér. Mikill skeggvöxtur hefur verið í tísku að undanförnu og tónlistarmenn á borð við Mugison, Snorra Helgason og Högna Egilsson hafa látið skegg sitt vaxa duglega. Aðspurður segist Pétur hafa byrjað að safna síðasta sumar fyrir söngleikinn Hárið. Þegar tveggja vikna hlé var gert á sýningunum ákvað hann að halda áfram að safna og enn hélt skeggvöxturinn áfram þegar hann fékk lítið hlutverk í bandarísku sjónvarpsþáttunum Game Of Thrones sem voru teknir upp hér á landi. „Ég mátti ekki raka mig eða klippa í nokkra mánuði og það óx og óx á meðan. Svo kláraði ég það og nú er skeggið bara komið með persónuleika og kennitölu," segir Pétur Örn léttur. „Ég hef ekki tímt að láta það fara. Það er eins og hluti af fjölskyldunni," segir hann. Tryggð hans við skeggið er skiljanleg því það hefur bæði tryggt honum hlutverk í söngleik og sjónvarpsþætti. „Kannski ég geti fengið mér að minnsta kosti eitt djobb í viðbót, látið það aðeins vinna fyrir kaupinu sínu." Inntur eftir því hvernig hann haldi skegginu við segir Pétur Örn að það fái sömu ást og alúð og hárið á sér. „Það var reyndar snyrt örlítið í hliðunum fyrir Eurovision, sem var fyrsta snyrtingin í átta mánuði. Það var kominn tími á það." Hann bætir við að skeggið hafi nýst honum vel sem hlýr og ódýr trefill í frosthörkunum, þar á meðal við tökurnar á Game Of Thrones, en býst alveg eins við því að það verði klippt þegar nær dregur sumri. „Ég er á leiðinni vestur um haf í heimsókn til vinar míns í Kanada. Ég ætla svo að fara á vesturströnd Bandaríkjanna. Það er hlýtt þar og ég er svo heitfengur, þannig að ég veit ekki hvort ég þoli það." Hvað segja stelpurnar um þessi ósköp? „Ein ástæðan fyrir því að ég veigra mér við því að láta þetta fara er að ég er búinn að fá hrós frá kvenþjóðinni; að þetta fari mér vel og sé flott. Maður verður að hlusta á það sem stelpurnar segja manni að gera." freyr@frettabladid.is
Game of Thrones Mest lesið Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Lífið Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Lífið Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Lífið Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Lífið Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Lífið Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Lífið „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ Lífið Tímalausar og fallegar brúðargjafir Lífið Risastór menningarhátíð á Flateyri Menning Skákborðsréttir nýjasta matartískan Lífið Fleiri fréttir Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Julian McMahon látinn Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Sjá meira