Stærsta skónetverslun landsins 23. janúar 2012 11:00 Marín Manda segir viðskiptavini Skor.is njóta ýmissa kjara. mynd/gva Skor.is er ein stærsta skóverslun landsins þar sem hægt er að kaupa skófatnað á alla fjölskylduna á einu augabragði, hvar og hvenær sem er. Marín Manda Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri skor.is ,veit allt um málið. „Við erum með í kringum fjörutíu vönduð vörumerki í skóm og allt að 3.000 „stæla" og flotta fylgihluti sem taka breytingum yfir árið í takt við strauma og stefnur í tísku," útskýrir Marín Manda og segir fjölbreytt vöruúrval sótt í skóverslanir í eigu sömu aðila. „Kaupfélagið, Steinar Waage, Ecco-búðirnar og Toppskórinn og auðvitað Skor.is." Sérstaka athygli vekja þau fjölmörgu þekktu skómerki sem bjóðast á síðunni. „Já, hérna fæst raunverulega allt sem hugurinn girnist, allt frá Six Mix og Ecco upp í sportvörumerki á borð við Nike, Adidas og Puma. Við erum meira að segja með íslensk merki eins og Mörtu Johnson. Og þetta eru skór við öll tilefni hvort heldur til hversdagsnota, við hátíðleg tilefni, til íþróttaiðkunar eða annað," segir hún. Og ekki skemmir fyrir sanngjarnt verð og alls kyns krassandi tilboð sem Marín Manda segir einn af mörgum kostum þess að halda úti vefverslun á borð við skor.is. „Yfirbyggingin er minni en í venjulegum verslunarrekstri og útlagður kostnaður lægri og fyrir vikið getum við boðið skóna á betra verði," segir hún en tekur fram að þetta fyrirkomulag komi þó á engan hátt niður á þjónustunni. „Þvert á móti leggjum við okkur fram við að veita viðskiptavinum okkar persónulega þjónustu. Til marks um það svörum við e-mail á öllum tímum sólarhringsins. Enda annar plús við viðskipti á netinu sá að hægt er að gefa sér góðan tíma til að skoða úrvalið í ró og næði, eiginlega hvar og hvenær sem er, sem sparar manni líka tíma og fyrirhöfn," bendir Marín Manda á. „Þetta auðveldar manni lífið!" Þegar vörukaupin eru frágengin á heimasíðunni ganga hlutirnir fljótt fyrir sig að hennar sögn. „Yfirleitt tekur aðeins á bilinu einn til tvo daga að fá skóna senda heim. Viðkomandi gefur upp farsímanúmer þegar hann gerir kaupin og pósturinn sendir textaskilaboð þegar sendingin fer af stað. Þannig að vörurnar berast með skjótum og öruggum hætti." En hvernig snýr viðkomandi sér langi hann til að skila vörum? „Heyrðu, það er nú sáraeinfalt. Hann kíkir þá bara í eina af verslunum okkar og fær annað hvort að skipta eða inneignarnótu. Við tökum vel á móti honum," svarar hún og brosir. Þá segir Marín Manda meðlimi netklúbbs skor.is njóta sérstakra kjara. „Við dekrum alveg við þá, þeir fá reglulega póst með alls kyns spennandi tilboðum, stundum fría heimsendingu, gjafir og fleira, en skráning fer fram á heimasíðunni." Mest lesið Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Ekki flaska á að undirbúa sumarfríið þitt í vinnunni Atvinnulíf Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Fleiri fréttir F1: The Movie frumsýnd í Egilshöll – sjáðu myndirnar Djúsí maísstönglar frá BBQ kónginum BYKO PLÚS er nýr fríðindaklúbbur fyrir einstaklinga Steinkast og rispur? Ekki lengur vandamál með lakkvarnarfilmu frá Bónsvítunni Tímamótasamningar í íslensku sjónvarpi Topp fimm tólin í verkfærakistuna Yfir 20.000 viðskiptavinir og tíföldun gengis á fimm árum Topplúgan kom á óvart á annars praktískum ferðatrukk Sjá meira
Skor.is er ein stærsta skóverslun landsins þar sem hægt er að kaupa skófatnað á alla fjölskylduna á einu augabragði, hvar og hvenær sem er. Marín Manda Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri skor.is ,veit allt um málið. „Við erum með í kringum fjörutíu vönduð vörumerki í skóm og allt að 3.000 „stæla" og flotta fylgihluti sem taka breytingum yfir árið í takt við strauma og stefnur í tísku," útskýrir Marín Manda og segir fjölbreytt vöruúrval sótt í skóverslanir í eigu sömu aðila. „Kaupfélagið, Steinar Waage, Ecco-búðirnar og Toppskórinn og auðvitað Skor.is." Sérstaka athygli vekja þau fjölmörgu þekktu skómerki sem bjóðast á síðunni. „Já, hérna fæst raunverulega allt sem hugurinn girnist, allt frá Six Mix og Ecco upp í sportvörumerki á borð við Nike, Adidas og Puma. Við erum meira að segja með íslensk merki eins og Mörtu Johnson. Og þetta eru skór við öll tilefni hvort heldur til hversdagsnota, við hátíðleg tilefni, til íþróttaiðkunar eða annað," segir hún. Og ekki skemmir fyrir sanngjarnt verð og alls kyns krassandi tilboð sem Marín Manda segir einn af mörgum kostum þess að halda úti vefverslun á borð við skor.is. „Yfirbyggingin er minni en í venjulegum verslunarrekstri og útlagður kostnaður lægri og fyrir vikið getum við boðið skóna á betra verði," segir hún en tekur fram að þetta fyrirkomulag komi þó á engan hátt niður á þjónustunni. „Þvert á móti leggjum við okkur fram við að veita viðskiptavinum okkar persónulega þjónustu. Til marks um það svörum við e-mail á öllum tímum sólarhringsins. Enda annar plús við viðskipti á netinu sá að hægt er að gefa sér góðan tíma til að skoða úrvalið í ró og næði, eiginlega hvar og hvenær sem er, sem sparar manni líka tíma og fyrirhöfn," bendir Marín Manda á. „Þetta auðveldar manni lífið!" Þegar vörukaupin eru frágengin á heimasíðunni ganga hlutirnir fljótt fyrir sig að hennar sögn. „Yfirleitt tekur aðeins á bilinu einn til tvo daga að fá skóna senda heim. Viðkomandi gefur upp farsímanúmer þegar hann gerir kaupin og pósturinn sendir textaskilaboð þegar sendingin fer af stað. Þannig að vörurnar berast með skjótum og öruggum hætti." En hvernig snýr viðkomandi sér langi hann til að skila vörum? „Heyrðu, það er nú sáraeinfalt. Hann kíkir þá bara í eina af verslunum okkar og fær annað hvort að skipta eða inneignarnótu. Við tökum vel á móti honum," svarar hún og brosir. Þá segir Marín Manda meðlimi netklúbbs skor.is njóta sérstakra kjara. „Við dekrum alveg við þá, þeir fá reglulega póst með alls kyns spennandi tilboðum, stundum fría heimsendingu, gjafir og fleira, en skráning fer fram á heimasíðunni."
Mest lesið Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Ekki flaska á að undirbúa sumarfríið þitt í vinnunni Atvinnulíf Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Fleiri fréttir F1: The Movie frumsýnd í Egilshöll – sjáðu myndirnar Djúsí maísstönglar frá BBQ kónginum BYKO PLÚS er nýr fríðindaklúbbur fyrir einstaklinga Steinkast og rispur? Ekki lengur vandamál með lakkvarnarfilmu frá Bónsvítunni Tímamótasamningar í íslensku sjónvarpi Topp fimm tólin í verkfærakistuna Yfir 20.000 viðskiptavinir og tíföldun gengis á fimm árum Topplúgan kom á óvart á annars praktískum ferðatrukk Sjá meira