Vel heppnaðir Reykjavíkurleikar Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 23. janúar 2012 06:30 Ungir dansarar í keppni á Reykjavíkurleikunum í gær. Fréttablaðið/Valli Reykjavíkurleikarnir fóru fram í fimmta sinn nú um helgina og tókst framkvæmdin vel. Tvö þúsund íslenskir keppendur tóku þátt og 400 erlendir keppendur frá 20 löndum. Samtals var keppt í sextán keppnisgreinum en þrjár nýjar greinar voru á leikunum í ár. „Það er búið að ganga ótrúlega vel og menn á öllum stöðum eru mjög sáttir við sitt," sagði Anna Lilja Sigurðardóttir, upplýsingafulltrúi ÍBR, við Fréttablaðið í gærkvöldi en þá var í þann mund að hefjast lokahóf leikanna í Laugardalshöllinni. „Það var metfjöldi þátttakenda í ár og þrjár nýjar greinar; þríþraut, ólympískar lyftingar og skvass. Frábær árangur náðist í öllum greinum enda sterkir keppendur sem tóku þátt." Fjöldamörg Íslandsmet voru slegin um helgina í mörgum greinum. „Það voru slegin met í öllum greinum þar sem það var hægt," sagði Anna Lilja en til að mynda voru ellefu Íslandsmet sett í ólympískum lyftingum og tólf í sundi fatlaðra. Þá voru átta mótsmet slegin í frjálsum íþróttum og tvö Íslandsmet, þar af eitt í flokki fullorðinna. Það gerði Aníta Hinriksdóttir er hún sló 35 ára gamalt met Lilju Guðmundsdóttur í 800 m hlaupi. Kom hún í mark á 2:05,96 mínútum. Aníta er aðeins fimmtán ára gömul og ljóst að hún á framtíðina fyrir sér. Anna Lilja segir að Reykjavíkurleikarnir séu löngu búnir að festa sig í sessi. „Það eru sífellt fleiri sem vilja komast að og ekki ólíklegt að greinum verði fjölgað á næstu árum. Það er greinilegt að það þykir spennandi að fá að taka þátt í svo vel heppnuðu móti." Íþróttir Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Fótbolti Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Körfubolti Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Enski boltinn Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Enski boltinn Fleiri fréttir Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia „Ég elska NFL en jóladagur er okkar“ Þúsundasta sendingin gripin og hlaupamet Michael Vick slegið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og fótbolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Viggó færir sig um set á nýju ári Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Sjá meira
Reykjavíkurleikarnir fóru fram í fimmta sinn nú um helgina og tókst framkvæmdin vel. Tvö þúsund íslenskir keppendur tóku þátt og 400 erlendir keppendur frá 20 löndum. Samtals var keppt í sextán keppnisgreinum en þrjár nýjar greinar voru á leikunum í ár. „Það er búið að ganga ótrúlega vel og menn á öllum stöðum eru mjög sáttir við sitt," sagði Anna Lilja Sigurðardóttir, upplýsingafulltrúi ÍBR, við Fréttablaðið í gærkvöldi en þá var í þann mund að hefjast lokahóf leikanna í Laugardalshöllinni. „Það var metfjöldi þátttakenda í ár og þrjár nýjar greinar; þríþraut, ólympískar lyftingar og skvass. Frábær árangur náðist í öllum greinum enda sterkir keppendur sem tóku þátt." Fjöldamörg Íslandsmet voru slegin um helgina í mörgum greinum. „Það voru slegin met í öllum greinum þar sem það var hægt," sagði Anna Lilja en til að mynda voru ellefu Íslandsmet sett í ólympískum lyftingum og tólf í sundi fatlaðra. Þá voru átta mótsmet slegin í frjálsum íþróttum og tvö Íslandsmet, þar af eitt í flokki fullorðinna. Það gerði Aníta Hinriksdóttir er hún sló 35 ára gamalt met Lilju Guðmundsdóttur í 800 m hlaupi. Kom hún í mark á 2:05,96 mínútum. Aníta er aðeins fimmtán ára gömul og ljóst að hún á framtíðina fyrir sér. Anna Lilja segir að Reykjavíkurleikarnir séu löngu búnir að festa sig í sessi. „Það eru sífellt fleiri sem vilja komast að og ekki ólíklegt að greinum verði fjölgað á næstu árum. Það er greinilegt að það þykir spennandi að fá að taka þátt í svo vel heppnuðu móti."
Íþróttir Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Fótbolti Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Körfubolti Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Enski boltinn Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Enski boltinn Fleiri fréttir Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia „Ég elska NFL en jóladagur er okkar“ Þúsundasta sendingin gripin og hlaupamet Michael Vick slegið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og fótbolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Viggó færir sig um set á nýju ári Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Sjá meira