Helmingur erlendra fanga búsettur hér 24. janúar 2012 06:30 Margrét Frímannsdóttir Hlutfall erlendra fanga sem búsettir eru hér á landi hefur aukist mikið síðan árið 2000. Í dag býr um helmingur fanga hér, en árið 2000 sátu sjö erlendir einstaklingar í fangelsi á Íslandi og af þeim var einungis einn búsettur hér. Margrét Frímannsdóttir, forstöðumaður á Litla-Hrauni, segir meginmuninn á þeim erlendu föngum sem búa hér og erlendis vera heimsóknir fjölskyldu og vina. Þeir sem ekki búi hér fái engar heimsóknir. „Þeir sem eru búsettir á landinu reyna að gera sig skiljanlega. Ef þeir tala ekki íslensku þá reyna þeir við enskuna. Þeir sem búa í útlöndum eru ekki mikið að reyna það," segir Margrét og bætir við að þó fangarnir tali hvorki íslensku né ensku, einangrist þeir þó ekki félagslega. Mennirnir haldi mikið hópinn eftir þjóðernum og sækist eðlilega í það að hittast úti við. Þá ganga samskiptin yfirleitt vel við íslensku fangana inni á deildunum. Flestir erlendir ríkisborgarar sem sitja hér í fangelsum gera það vegna auðgunarbrota. Næstalgengustu brotin eru tengd fíkniefnum. Í október á þessu ári voru um 20 erlendir fangar í íslenskum fangelsum, sem gerir um 15 prósent fangafjöldans. Helgi Gunnlaugsson, afbrotafræðingur við Háskóla Íslands, segir málið snúa að því hvernig einstaklingar tengist samfélaginu og nærhópum sínum. „Ef tengslin eru traust eru minni líkur á afbrotum, en ef þau eru lausbeisluð og veik aukast líkurnar," segir hann. Vegna tilfinningalegra tengsla við aðra vilji fólk ekki valda öðrum vonbrigðum með afbrotum og ekki gera öðrum þann óleik að valda því tjóni. Því megi líta á mikinn félagsauð í samfélaginu sem nokkurs konar tryggingafélag samfélagsins gegn afbrotum. „Með því er einnig hægt að sýna fram á að við ættum að efla félagsauð fólks og styrkja tengslin hvert við annað, ekki síst þá sem eru af erlendum uppruna," segir Helgi. „Það er besta forvörnin gegn afbrotum." RÚV greindi frá því í desember að utanríkisráðuneytinu sé kunnugt um sextán Íslendinga sem sitja nú í fangelsum erlendis. Dómarnir sem þeir eru með á bakinu eru allt að 20 ára langir. sunna@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Erlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Erlent Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Innlent Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð Innlent Fleiri fréttir „Mig langar til að tala eins og Íslendingur - nákvæmlega - eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Sjá meira
Hlutfall erlendra fanga sem búsettir eru hér á landi hefur aukist mikið síðan árið 2000. Í dag býr um helmingur fanga hér, en árið 2000 sátu sjö erlendir einstaklingar í fangelsi á Íslandi og af þeim var einungis einn búsettur hér. Margrét Frímannsdóttir, forstöðumaður á Litla-Hrauni, segir meginmuninn á þeim erlendu föngum sem búa hér og erlendis vera heimsóknir fjölskyldu og vina. Þeir sem ekki búi hér fái engar heimsóknir. „Þeir sem eru búsettir á landinu reyna að gera sig skiljanlega. Ef þeir tala ekki íslensku þá reyna þeir við enskuna. Þeir sem búa í útlöndum eru ekki mikið að reyna það," segir Margrét og bætir við að þó fangarnir tali hvorki íslensku né ensku, einangrist þeir þó ekki félagslega. Mennirnir haldi mikið hópinn eftir þjóðernum og sækist eðlilega í það að hittast úti við. Þá ganga samskiptin yfirleitt vel við íslensku fangana inni á deildunum. Flestir erlendir ríkisborgarar sem sitja hér í fangelsum gera það vegna auðgunarbrota. Næstalgengustu brotin eru tengd fíkniefnum. Í október á þessu ári voru um 20 erlendir fangar í íslenskum fangelsum, sem gerir um 15 prósent fangafjöldans. Helgi Gunnlaugsson, afbrotafræðingur við Háskóla Íslands, segir málið snúa að því hvernig einstaklingar tengist samfélaginu og nærhópum sínum. „Ef tengslin eru traust eru minni líkur á afbrotum, en ef þau eru lausbeisluð og veik aukast líkurnar," segir hann. Vegna tilfinningalegra tengsla við aðra vilji fólk ekki valda öðrum vonbrigðum með afbrotum og ekki gera öðrum þann óleik að valda því tjóni. Því megi líta á mikinn félagsauð í samfélaginu sem nokkurs konar tryggingafélag samfélagsins gegn afbrotum. „Með því er einnig hægt að sýna fram á að við ættum að efla félagsauð fólks og styrkja tengslin hvert við annað, ekki síst þá sem eru af erlendum uppruna," segir Helgi. „Það er besta forvörnin gegn afbrotum." RÚV greindi frá því í desember að utanríkisráðuneytinu sé kunnugt um sextán Íslendinga sem sitja nú í fangelsum erlendis. Dómarnir sem þeir eru með á bakinu eru allt að 20 ára langir. sunna@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Erlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Erlent Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Innlent Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð Innlent Fleiri fréttir „Mig langar til að tala eins og Íslendingur - nákvæmlega - eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Sjá meira