Hjartalæknir með reggíplötu 24. janúar 2012 13:15 Tónlistarmaðurinn og hjartalæknirinn Helgi Júlíus Óskarsson hefur gefið út reggíplötuna Kominn heim, sem er hans önnur á tveimur mánuðum. Hin nefnist Haustlauf og hafði að geyma þjóðlagaskotna popptónlist þar sem Svavar Knútur kom við sögu. „Ég samdi mest af þessum lögum fyrir rúmlega ári síðan. Þá kom einhver reggíalda yfir mig," segir Helgi um nýju plötuna. Hann ætlaði upphaflega að fá Hjálma til að aðstoða sig við plötuna en fékk á endanum Kristinn Snæ Agnarsson, fyrrum liðsmann Hjálma, sér til aðstoðar. Í gegnum hann fékk hann til liðs við sig góðan hóp hljóðfæraleikara og Valdimar Guðmundsson úr hljómsveitinni Valdimar. „Hann ætlaði að syngja eitt eða tvö lög en svo komst hann í svo mikið stuð að hann söng hálfa plötuna. Maður stoppar hann ekki þegar hann er í stuði," segir Helgi. Eitt lag af plötunni, Stöndum saman, hefur verið spilaði í útvarpinu en texti Helga fjallar um eftirköst bankahrunsins. Hlusta má á lagið hér fyrir ofan. Helgi starfaði sem hjartalæknir í 25 ár í Bandaríkjunum en er núna fluttur heim. „Ég ákvað að taka mér gott frí og gera það sem ég hef gaman af. Tónlistin hefur hjálpað mér að slaka á á kvöldin," segir hann. Eftir að hafa fengið sér upptökutæki fyrir nokkrum árum hefur hann staðið í ströngu við lagasmíðar og er einmitt með þriðju plötuna í undirbúningi þar sem blúsinn verður í fyrirrúmi. -fb Lífið Tónlist Mest lesið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Lífið 50+: Hræðslan við að eldast útlitslega og góð ráð Áskorun Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Lífið Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Lífið Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Lífið Fleiri fréttir Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
Tónlistarmaðurinn og hjartalæknirinn Helgi Júlíus Óskarsson hefur gefið út reggíplötuna Kominn heim, sem er hans önnur á tveimur mánuðum. Hin nefnist Haustlauf og hafði að geyma þjóðlagaskotna popptónlist þar sem Svavar Knútur kom við sögu. „Ég samdi mest af þessum lögum fyrir rúmlega ári síðan. Þá kom einhver reggíalda yfir mig," segir Helgi um nýju plötuna. Hann ætlaði upphaflega að fá Hjálma til að aðstoða sig við plötuna en fékk á endanum Kristinn Snæ Agnarsson, fyrrum liðsmann Hjálma, sér til aðstoðar. Í gegnum hann fékk hann til liðs við sig góðan hóp hljóðfæraleikara og Valdimar Guðmundsson úr hljómsveitinni Valdimar. „Hann ætlaði að syngja eitt eða tvö lög en svo komst hann í svo mikið stuð að hann söng hálfa plötuna. Maður stoppar hann ekki þegar hann er í stuði," segir Helgi. Eitt lag af plötunni, Stöndum saman, hefur verið spilaði í útvarpinu en texti Helga fjallar um eftirköst bankahrunsins. Hlusta má á lagið hér fyrir ofan. Helgi starfaði sem hjartalæknir í 25 ár í Bandaríkjunum en er núna fluttur heim. „Ég ákvað að taka mér gott frí og gera það sem ég hef gaman af. Tónlistin hefur hjálpað mér að slaka á á kvöldin," segir hann. Eftir að hafa fengið sér upptökutæki fyrir nokkrum árum hefur hann staðið í ströngu við lagasmíðar og er einmitt með þriðju plötuna í undirbúningi þar sem blúsinn verður í fyrirrúmi. -fb
Lífið Tónlist Mest lesið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Lífið 50+: Hræðslan við að eldast útlitslega og góð ráð Áskorun Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Lífið Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Lífið Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Lífið Fleiri fréttir Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira