Eyjamenn fá nýja ferju eftir þrjú ár 26. janúar 2012 03:00 Áform um nýja ferju kynnt Fulltrúar frá Vegagerðinni, innanríkisráðuneytinu, Vestmannaeyjabæ og Siglingastofnun kynntu áform um smíði nýrrar ferju á blaðamannafundi í gær.Fréttablaðið/gva Ný ferja mun hefja siglingar milli Landeyjahafnar og Vestmannaeyja ekki síðar en árið 2015. Íslensk stjórnvöld hafa ákveðið að láta smíða skipið í ljósi þeirra vandamála sem komið hafa upp með siglingar Herjólfs til hafnarinnar síðan hún var tekin í notkun um mitt ár 2010. Talið er að ferjan kosti um fjóra milljarða króna. Ferjan mun rista grynnra en Herjólfur og auðveldara verður að sigla henni í mikilli ölduhæð. Á næstunni verða hafnar viðræður um stofnun nýs hlutafélags í kringum smíði skipsins, en mögulegir eigendur verða ríkið, Vestmannaeyjabær og lífeyrissjóðir. Þetta er meðal þess sem kom fram á fundi Ögmundar Jónassonar innanríkisráðherra og starfshóps sem stofnaður var í fyrra undir forystu bæjarstjórans í Vestmannaeyjum, Elliða Vignissonar, um málefni Herjólfs og Landeyjahafnar. Í hópnum eru einnig fulltrúar frá Siglingastofnun og Vegagerðinni. Elliði segir ófremdarástand hafa ríkt í samgöngumálum Vestmannaeyja og fagnar ákvörðun um smíði nýrrar ferju. Hann segist þó óttast tímann fram til ársins 2015. „Þetta er eins og þegar þjóðvegur fer í sundur," segir hann og nefnir til samanburðar þegar brúna yfir Múlakvísl tók af. „Ný ferja er nauðsynleg fyrir okkur og mun breyta miklu. Svo er auðvitað spurning hvort ráðherra samþykki að láta byggja tvö skip, við erum vissulega tilbúin til að skoða það líka." Ögmundur tekur undir orð Elliða og segir Vestmannaeyinga í raun hafa verið afskipta í samgöngumálum miðað við aðra landshluta. Farþegafjöldi í Herjólfi fór úr 127 þúsundum árið 2009, þegar einungis var siglt um Þorlákshöfn, í 280 þúsund árið 2011, þegar siglt var um Landeyjahöfn. Þrátt fyrir þær takmarkanir sem höfnin setur Herjólfi, mun hún áfram verða aðalhöfn og Þorlákshöfn notuð til vara. „Það munar rúmri milljón króna á hverjum degi sem siglt er til Þorlákshafnar," segir Elliði. „Það er einfaldlega dýrari og lengri leið." Í sumar lagði innanríkisráðherra fram tillögu um að hætta siglingum um Landeyjahöfn í lok janúar og sigla til Þorlákshafnar fram á sumar. „Þetta var kostur sem ég tefldi fram í viðræðunum en niðurstaða hópsins var sú að ekki væri eftirsóknarvert að fara þá leið," segir Ögmundur. „Við ættum frekar, þrátt fyrir óvissuna, að taka hinn kostinn." sunna@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Fleiri fréttir Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu Sjá meira
Ný ferja mun hefja siglingar milli Landeyjahafnar og Vestmannaeyja ekki síðar en árið 2015. Íslensk stjórnvöld hafa ákveðið að láta smíða skipið í ljósi þeirra vandamála sem komið hafa upp með siglingar Herjólfs til hafnarinnar síðan hún var tekin í notkun um mitt ár 2010. Talið er að ferjan kosti um fjóra milljarða króna. Ferjan mun rista grynnra en Herjólfur og auðveldara verður að sigla henni í mikilli ölduhæð. Á næstunni verða hafnar viðræður um stofnun nýs hlutafélags í kringum smíði skipsins, en mögulegir eigendur verða ríkið, Vestmannaeyjabær og lífeyrissjóðir. Þetta er meðal þess sem kom fram á fundi Ögmundar Jónassonar innanríkisráðherra og starfshóps sem stofnaður var í fyrra undir forystu bæjarstjórans í Vestmannaeyjum, Elliða Vignissonar, um málefni Herjólfs og Landeyjahafnar. Í hópnum eru einnig fulltrúar frá Siglingastofnun og Vegagerðinni. Elliði segir ófremdarástand hafa ríkt í samgöngumálum Vestmannaeyja og fagnar ákvörðun um smíði nýrrar ferju. Hann segist þó óttast tímann fram til ársins 2015. „Þetta er eins og þegar þjóðvegur fer í sundur," segir hann og nefnir til samanburðar þegar brúna yfir Múlakvísl tók af. „Ný ferja er nauðsynleg fyrir okkur og mun breyta miklu. Svo er auðvitað spurning hvort ráðherra samþykki að láta byggja tvö skip, við erum vissulega tilbúin til að skoða það líka." Ögmundur tekur undir orð Elliða og segir Vestmannaeyinga í raun hafa verið afskipta í samgöngumálum miðað við aðra landshluta. Farþegafjöldi í Herjólfi fór úr 127 þúsundum árið 2009, þegar einungis var siglt um Þorlákshöfn, í 280 þúsund árið 2011, þegar siglt var um Landeyjahöfn. Þrátt fyrir þær takmarkanir sem höfnin setur Herjólfi, mun hún áfram verða aðalhöfn og Þorlákshöfn notuð til vara. „Það munar rúmri milljón króna á hverjum degi sem siglt er til Þorlákshafnar," segir Elliði. „Það er einfaldlega dýrari og lengri leið." Í sumar lagði innanríkisráðherra fram tillögu um að hætta siglingum um Landeyjahöfn í lok janúar og sigla til Þorlákshafnar fram á sumar. „Þetta var kostur sem ég tefldi fram í viðræðunum en niðurstaða hópsins var sú að ekki væri eftirsóknarvert að fara þá leið," segir Ögmundur. „Við ættum frekar, þrátt fyrir óvissuna, að taka hinn kostinn." sunna@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Fleiri fréttir Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu Sjá meira