Enn má tilnefna til Samfélagsverðlauna 26. janúar 2012 05:00 Handhafar Samfélagsverðlauna árið 2011 Verðlaunin voru veitt við hátíðlega athöfn í Þjóðmenningarhúsinu og afhenti forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, verðlaunahöfum viðurkenningar. Frestur lesenda til að tilnefna til Samfélagsverðlauna Fréttablaðsins rennur út í næstu viku, miðvikudaginn 1. febrúar. Markmiðið með Samfélagsverðlaununum er að beina sjónum að góðum verkum sem unnin eru í samfélaginu af ósérhlífnu fólki og oft og tíðum án þess að mikið fari fyrir þeim. Tilnefna má til verðlaunanna í fjórum flokkum en einnig eru veitt heiðursverðlaun fyrir ævistarf einstaklings. Í fyrra bárust nærri fjögurhundruð tilnefningar til Samfélagsverðlaunanna en að loknum tilnefningarfresti tekur dómnefnd við og útnefnir þrjá í hverjum flokki, þar af einn sem sjálf verðlaunin hlýtur. Sjálf Samfélagsverðlaunin nema einni milljón króna en í fyrra komu þau í hlut Reykjadals í Mosfellsbæ. Í sumarbúðunum þar dveljast árlega á milli tvö og þrjú hundruð fötluð börn af öllu landinu en um skeið var tvísýnt um hvort leggja þyrfti starfsemi sumarbúðanna niður vegna fjárskorts. Til Samfélagsverðlaunanna má tilnefna félagasamtök sem hafa unnið framúrskarandi mannúðar- eða náttúruverndarstarf. Í þeim flokki nema verðlaunin einni milljón króna. Hvunndagshetjan í fyrra var Ásmundur Þór Kristmundsson björgunarsveitarmaður sem vann björgunarafrek í Þórsmörk í ágúst 2010. Til hvunndagshetju má tilnefna einstaklinga sem hafa sýnt einstaka óeigingirni eða hugrekki, við einn atburð eða með vinnu að ákveðnum málaflokki í lengri tíma. Í flokknum Frá kynslóð til kynslóðar hlaut Jón Stefánsson kórstjóri verðlaunin í fyrra. Þar koma til greina kennarar, leiðbeinendur, þjálfarar eða aðrir uppfræðarar sem skarað hafa fram úr á einhvern hátt, einnig félagasamtök sem sinna börnum af sérstökum metnaði og alúð. Í flokknum Til atlögu gegn fordómum má tilnefna einstaklinga eða félagasamtök sem hafa unnið ötullega að því að eyða fordómum. Verðlaun í þessum flokki komu í fyrra í hlut Listasmiðjunnar Litrófs en í henni er unnið að vináttu milli barna af erlendum uppruna og íslenskra barna. Heiðursverðlaun Samfélagsverðlauna Fréttablaðsins komu í fyrra í hlut Jennu Jensdóttur, kennara og rithöfundar, en þau eru veitt einstaklingi sem hefur helgað líf sitt baráttu fyrir betra samfélagi. Tilnefna má til Samfélagsverðlauna á visir.is/samfelagsverðlaun. steinunn@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Fleiri fréttir Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Sjá meira
Frestur lesenda til að tilnefna til Samfélagsverðlauna Fréttablaðsins rennur út í næstu viku, miðvikudaginn 1. febrúar. Markmiðið með Samfélagsverðlaununum er að beina sjónum að góðum verkum sem unnin eru í samfélaginu af ósérhlífnu fólki og oft og tíðum án þess að mikið fari fyrir þeim. Tilnefna má til verðlaunanna í fjórum flokkum en einnig eru veitt heiðursverðlaun fyrir ævistarf einstaklings. Í fyrra bárust nærri fjögurhundruð tilnefningar til Samfélagsverðlaunanna en að loknum tilnefningarfresti tekur dómnefnd við og útnefnir þrjá í hverjum flokki, þar af einn sem sjálf verðlaunin hlýtur. Sjálf Samfélagsverðlaunin nema einni milljón króna en í fyrra komu þau í hlut Reykjadals í Mosfellsbæ. Í sumarbúðunum þar dveljast árlega á milli tvö og þrjú hundruð fötluð börn af öllu landinu en um skeið var tvísýnt um hvort leggja þyrfti starfsemi sumarbúðanna niður vegna fjárskorts. Til Samfélagsverðlaunanna má tilnefna félagasamtök sem hafa unnið framúrskarandi mannúðar- eða náttúruverndarstarf. Í þeim flokki nema verðlaunin einni milljón króna. Hvunndagshetjan í fyrra var Ásmundur Þór Kristmundsson björgunarsveitarmaður sem vann björgunarafrek í Þórsmörk í ágúst 2010. Til hvunndagshetju má tilnefna einstaklinga sem hafa sýnt einstaka óeigingirni eða hugrekki, við einn atburð eða með vinnu að ákveðnum málaflokki í lengri tíma. Í flokknum Frá kynslóð til kynslóðar hlaut Jón Stefánsson kórstjóri verðlaunin í fyrra. Þar koma til greina kennarar, leiðbeinendur, þjálfarar eða aðrir uppfræðarar sem skarað hafa fram úr á einhvern hátt, einnig félagasamtök sem sinna börnum af sérstökum metnaði og alúð. Í flokknum Til atlögu gegn fordómum má tilnefna einstaklinga eða félagasamtök sem hafa unnið ötullega að því að eyða fordómum. Verðlaun í þessum flokki komu í fyrra í hlut Listasmiðjunnar Litrófs en í henni er unnið að vináttu milli barna af erlendum uppruna og íslenskra barna. Heiðursverðlaun Samfélagsverðlauna Fréttablaðsins komu í fyrra í hlut Jennu Jensdóttur, kennara og rithöfundar, en þau eru veitt einstaklingi sem hefur helgað líf sitt baráttu fyrir betra samfélagi. Tilnefna má til Samfélagsverðlauna á visir.is/samfelagsverðlaun. steinunn@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Fleiri fréttir Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Sjá meira