Gætu þurft að borga yfirvöldum 26. janúar 2012 05:30 Keflavíkurflugvöllur Atvinnurekendur á Keflavíkurflugvelli gætu þurft að greiða gjald til yfirvalda til að fá aðgangspassa fyrir starfsmenn. Fyrirtæki á Leifsstöð og íslensk flugfélög gætu þurft að greiða gjald til lögregluyfirvalda fyrir afgreiðslu á starfsmannaumsóknum. Starfsfólk þarf viðurkenndan aðgangspassa frá yfirvöldum til að komast leiðar sinnar á flugvellinum. Innanríkisráðuneytið skoðar nú lausnir við þeim vanda sem blasir við fyrirtækjum á Keflavíkurflugvelli og lögreglunni á Suðurnesjum eftir að breytt reglugerð tók gildi á síðasta ári um samþykkt lögreglunnar á umsóknum starfsmanna vallarins. Breytingin gerir það að verkum að yfirferð lögreglunnar er mun umfangsmeiri en áður og tekur því lengri tíma. Áður var sakaferill viðkomandi starfsmanns skoðaður en nú þarf meðal annars að skoða gögn frá tollinum, Þjóðskrá, Interpol og fleiri aðilum. Nú bíða um 160 starfsmenn Leifsstöðvar eftir endurnýjuðum aðgangspössum. Ragnhildur Hjaltadóttir, skrifstofustjóri innanríkisráðuneytisins, segir að bæði sé verið að leita lausna í málinu til skamms tíma og upp á framtíðina. „Það er verið að skoða hvernig við fáum fjármagn inn," segir hún. „Hvort eitthvað sé hægt að losa um til að leysa málin til skamms tíma og fá fjármögnun inn til lengri tíma." Hún bendir á að á Norðurlöndunum borgi fyrirtæki fyrir að láta yfirfara umsóknir sem þessar, svo slíkt komi vissulega til greina. Hin leiðin sé að fá framlag úr ríkissjóði. Friðþór Eydal, upplýsingafulltrúi Isavia, segir það áhyggjuefni að ekki hafi fylgt fjármagn til að hægt sé að anna þeim auknu kröfum sem reglugerðin leiði af sér. Hann segir það í sjálfu sér ekki óeðlilegt að til þess komi að rukka fyrirtæki fyrir vinnuna sem lögreglan sinni, líkt og tíðkast í nágrannalöndunum. - sv Fréttir Mest lesið Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Innlent Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Erlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Fleiri fréttir Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Sjá meira
Fyrirtæki á Leifsstöð og íslensk flugfélög gætu þurft að greiða gjald til lögregluyfirvalda fyrir afgreiðslu á starfsmannaumsóknum. Starfsfólk þarf viðurkenndan aðgangspassa frá yfirvöldum til að komast leiðar sinnar á flugvellinum. Innanríkisráðuneytið skoðar nú lausnir við þeim vanda sem blasir við fyrirtækjum á Keflavíkurflugvelli og lögreglunni á Suðurnesjum eftir að breytt reglugerð tók gildi á síðasta ári um samþykkt lögreglunnar á umsóknum starfsmanna vallarins. Breytingin gerir það að verkum að yfirferð lögreglunnar er mun umfangsmeiri en áður og tekur því lengri tíma. Áður var sakaferill viðkomandi starfsmanns skoðaður en nú þarf meðal annars að skoða gögn frá tollinum, Þjóðskrá, Interpol og fleiri aðilum. Nú bíða um 160 starfsmenn Leifsstöðvar eftir endurnýjuðum aðgangspössum. Ragnhildur Hjaltadóttir, skrifstofustjóri innanríkisráðuneytisins, segir að bæði sé verið að leita lausna í málinu til skamms tíma og upp á framtíðina. „Það er verið að skoða hvernig við fáum fjármagn inn," segir hún. „Hvort eitthvað sé hægt að losa um til að leysa málin til skamms tíma og fá fjármögnun inn til lengri tíma." Hún bendir á að á Norðurlöndunum borgi fyrirtæki fyrir að láta yfirfara umsóknir sem þessar, svo slíkt komi vissulega til greina. Hin leiðin sé að fá framlag úr ríkissjóði. Friðþór Eydal, upplýsingafulltrúi Isavia, segir það áhyggjuefni að ekki hafi fylgt fjármagn til að hægt sé að anna þeim auknu kröfum sem reglugerðin leiði af sér. Hann segir það í sjálfu sér ekki óeðlilegt að til þess komi að rukka fyrirtæki fyrir vinnuna sem lögreglan sinni, líkt og tíðkast í nágrannalöndunum. - sv
Fréttir Mest lesið Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Innlent Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Erlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Fleiri fréttir Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Sjá meira