Vilja rannsaka sölu þriggja banka 30. janúar 2012 11:00 Mynd/Egill Hópur þingmanna úr að minnsta kosti þremur flokkum, auk óháðra, mun í vikunni leggja fram á Alþingi tillögu um rannsókn á einkavæðingu bankanna frá árinu 1998 til 2003. Í tillögunni er gert ráð fyrir að skipuð verði þriggja manna nefnd sem rannsaki söluna á Fjárfestingarbanka atvinnulífsins, Landsbankanum og Búnaðarbankanum. Nefndin skuli skila forseta Alþingis skýrslu eigi síðar en 1. janúar 2013. Í drögum að tillögunni er lagt upp með fjölda ítarlegra rannsóknarspurninga. Í inngangi segir að nefndin skuli taka til umfjöllunar þá stefnu og viðmið sem lágu til grundvallar einkavæðingunni og að hve miklu leyti þeim var fylgt í framkvæmdinni. Lagt verði mat á ferlið, sem og ábyrgð og aðkomu einstakra ráðherra og embættismanna, samningar við nýja eigendur skoðaðir, efndir þeirra og undanþágur. Þá er gert ráð fyrir því að nefndin vísi grun um refsiverða háttsemi eða brot á starfsskyldum til yfirvalda. Samfylkingarmaðurinn Skúli Helgason er fyrsti flutningsmaður tillögunnar. Hann segir að þegar hafi fjórtán þingmenn úr Samfylkingu, Vinstri grænum og Hreyfingu, auk þingmanna utan flokka, samþykkt að vera meðflutningsmenn. Skúli segir þingflokk Framsóknar munu ræða málið á morgun en hann býst ekki við stuðningi við málið úr röðum Sjálfstæðisflokks. Tillaga um rannsókn á einkavæðingu Landsbanka og Búnaðarbanka var flutt af þingmönnum Samfylkingarinnar haustið 2010 en hún fékkst aldrei afgreidd úr allsherjarnefnd. „Við leggjum áherslu á að þessi tillaga nái fram að ganga núna og að rannsóknin fari fram á þessu ári," segir Skúli. - sh Salan á Búnaðarbankanum Mest lesið Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Þungt hugsi og í áfalli Innlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Innlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent Fleiri fréttir „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Sjá meira
Hópur þingmanna úr að minnsta kosti þremur flokkum, auk óháðra, mun í vikunni leggja fram á Alþingi tillögu um rannsókn á einkavæðingu bankanna frá árinu 1998 til 2003. Í tillögunni er gert ráð fyrir að skipuð verði þriggja manna nefnd sem rannsaki söluna á Fjárfestingarbanka atvinnulífsins, Landsbankanum og Búnaðarbankanum. Nefndin skuli skila forseta Alþingis skýrslu eigi síðar en 1. janúar 2013. Í drögum að tillögunni er lagt upp með fjölda ítarlegra rannsóknarspurninga. Í inngangi segir að nefndin skuli taka til umfjöllunar þá stefnu og viðmið sem lágu til grundvallar einkavæðingunni og að hve miklu leyti þeim var fylgt í framkvæmdinni. Lagt verði mat á ferlið, sem og ábyrgð og aðkomu einstakra ráðherra og embættismanna, samningar við nýja eigendur skoðaðir, efndir þeirra og undanþágur. Þá er gert ráð fyrir því að nefndin vísi grun um refsiverða háttsemi eða brot á starfsskyldum til yfirvalda. Samfylkingarmaðurinn Skúli Helgason er fyrsti flutningsmaður tillögunnar. Hann segir að þegar hafi fjórtán þingmenn úr Samfylkingu, Vinstri grænum og Hreyfingu, auk þingmanna utan flokka, samþykkt að vera meðflutningsmenn. Skúli segir þingflokk Framsóknar munu ræða málið á morgun en hann býst ekki við stuðningi við málið úr röðum Sjálfstæðisflokks. Tillaga um rannsókn á einkavæðingu Landsbanka og Búnaðarbanka var flutt af þingmönnum Samfylkingarinnar haustið 2010 en hún fékkst aldrei afgreidd úr allsherjarnefnd. „Við leggjum áherslu á að þessi tillaga nái fram að ganga núna og að rannsóknin fari fram á þessu ári," segir Skúli. - sh
Salan á Búnaðarbankanum Mest lesið Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Þungt hugsi og í áfalli Innlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Innlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent Fleiri fréttir „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Sjá meira