Geri ekki upp á milli íþróttanna Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 30. janúar 2012 07:00 Marín Laufey hefur æft körfubolta í 6 ár og glímu í fjögur ár. Marín Laufey Davíðsdóttir úr Héraðssambandinu Skarphéðni sigraði í opnum flokki á Bikarmóti Íslands í glímu á laugardaginn. Hún hafði ekki langan tíma til að fagna sigrinum því síðar um daginn var hún í eldlínunni með Hamri sem sigraði Fjölni í Iceland Express-deild kvenna í körfubolta. Dagurinn byrjaði reyndar ekkert sérstaklega fyrir Marín sem varð að sætta sig við 4. sætið í sínum þyngdarflokki, 65+ kg flokki. Hún sagðist ekki hafa mætt nógu ákveðin til leiks en það átti eftir að breytast þegar kom að opna flokknum síðar um daginn. Þar lagði hún alla andstæðinga sína að velli og sigraði Guðbjörtu Lóu Þorgrímsdóttur úr Glímufélagi Dalamanna í úrslitum með klofbragði. „Vegna hæðarinnar á ég auðveldara með hábrögðin og klofbragðið hefur verið að nýtast mér mjög vel," sagði Marín sem er hávaxnari en stöllur hennar í glímunni. Í klofbragðinu er önnur löppin á milli fóta andstæðingsins, honum lyft upp og komið úr jafnvægi áður en hann lendir á gólfinu. Að úrslitaglímunni lokinni var brunað í Grafarvoginn þangað sem Hamarskonur sóttu Fjölni heim. „Það kom mér á óvart hvað ég var lítið þreytt eftir glímuna. En um kvöldið var ég svo örmagna," sagði Marín sem skoraði 12 stig og tók 11 fráköst í 81-76 útisigri Hvergerðinga. Marín, sem verður 17 ára í maí, segir íþróttirnar eiga ýmislegt sameiginlegt. Þannig nýtist sprengikrafturinn og snerpan í báðum íþróttum. „Í glímunni skiptir maður allt í einu úr stíganda yfir í bragð þar sem þarf mikinn kraft. Hið sama er uppi á teningnum í körfunni þegar maður þarf að spretta upp völlinn eftir að hafa staðið vaktina í vörninni," segir Marín. Sunnlendingurinn hefur í nógu að snúast. Auk þess að sinna glímunni og körfuboltanum er hún í hestamennsku á sumrin. Hún segist reyna að sinna öllu sem hún geri vel en körfuboltinn fái þó heilt á litið mesta athygli. „Eftir því sem maður verður eldri eykst pressan að velja þá íþrótt sem maður vill einblína á. Ég er samt ekki komin á þann stað ennþá," segir Marín sem á greinilega framtíðina fyrir sér á fleiri sviðum en einu. Pétur Eyþórsson úr Glímufélaginu Ármanni vann sigur í opnum flokki karla eftir úrslitaglímur við frænda sinn og Mývetninginn Bjarna Þór Gunnarsson. Innlendar Mest lesið Brjálaðist og gaf vellinum fokkmerki Golf Fulltrúar UEFA gengu út eftir að Infantino mætti seint Fótbolti Erfitt að sofa eftir tvo sólarhringa á hlaupum Sport Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Enski boltinn Óðs manns æði Arnars: „Ég ætla samt að gera þetta“ Fótbolti Real staðfestir kaupin á Huijsen fyrir 8,7 milljarða Fótbolti Dagskráin í dag: Úrslitaleikur FA Cup, risamót í golfi og sjóðheit lið í Bestu Sport Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Íslenski boltinn Stjörnurnar fögnuðu og hátíð á götum New York eftir sigur á meisturunum Körfubolti Stálheppinn þegar hann sló í hrífu og hélt toppsætinu Golf Fleiri fréttir „Verður stærsti dagur ævi minnar“ „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ „Talar ekki um eggið fyrr en hænan er búin að verpa“ Real staðfestir kaupin á Huijsen fyrir 8,7 milljarða Stálheppinn þegar hann sló í hrífu og hélt toppsætinu Stjörnurnar fögnuðu og hátíð á götum New York eftir sigur á meisturunum Erfitt að sofa eftir tvo sólarhringa á hlaupum Dagskráin í dag: Úrslitaleikur FA Cup, risamót í golfi og sjóðheit lið í Bestu Fulltrúar UEFA gengu út eftir að Infantino mætti seint Brjálaðist og gaf vellinum fokkmerki Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Villa ekki í vandræðum með Spurs og stefnir aftur í Meistaradeildina Elvar í aðalhlutverki þegar Melsungen tók stórt skref í titilslagnum „Ég get ekki beðið“ Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Íslenskt mark, sjálfsmark og rautt spjald Gunnar mætir þrautreyndum kappa í sumar Óðs manns æði Arnars: „Ég ætla samt að gera þetta“ Hamilton: „Dæmið okkur eftir nokkur ár“ Stærsti íþróttaviðburður sem fram hafi farið hér á landi Aron á að hjálpa leikmönnum að hugsa ekki um ströndina Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Svona var blaðamannafundur Arnars Aron Einar með en enginn Gylfi Þróttur mætir bikarmeisturunum Áhorfandi hljóp inn á og réðist á fyrrverandi leikmann Vals Sjá meira
Marín Laufey Davíðsdóttir úr Héraðssambandinu Skarphéðni sigraði í opnum flokki á Bikarmóti Íslands í glímu á laugardaginn. Hún hafði ekki langan tíma til að fagna sigrinum því síðar um daginn var hún í eldlínunni með Hamri sem sigraði Fjölni í Iceland Express-deild kvenna í körfubolta. Dagurinn byrjaði reyndar ekkert sérstaklega fyrir Marín sem varð að sætta sig við 4. sætið í sínum þyngdarflokki, 65+ kg flokki. Hún sagðist ekki hafa mætt nógu ákveðin til leiks en það átti eftir að breytast þegar kom að opna flokknum síðar um daginn. Þar lagði hún alla andstæðinga sína að velli og sigraði Guðbjörtu Lóu Þorgrímsdóttur úr Glímufélagi Dalamanna í úrslitum með klofbragði. „Vegna hæðarinnar á ég auðveldara með hábrögðin og klofbragðið hefur verið að nýtast mér mjög vel," sagði Marín sem er hávaxnari en stöllur hennar í glímunni. Í klofbragðinu er önnur löppin á milli fóta andstæðingsins, honum lyft upp og komið úr jafnvægi áður en hann lendir á gólfinu. Að úrslitaglímunni lokinni var brunað í Grafarvoginn þangað sem Hamarskonur sóttu Fjölni heim. „Það kom mér á óvart hvað ég var lítið þreytt eftir glímuna. En um kvöldið var ég svo örmagna," sagði Marín sem skoraði 12 stig og tók 11 fráköst í 81-76 útisigri Hvergerðinga. Marín, sem verður 17 ára í maí, segir íþróttirnar eiga ýmislegt sameiginlegt. Þannig nýtist sprengikrafturinn og snerpan í báðum íþróttum. „Í glímunni skiptir maður allt í einu úr stíganda yfir í bragð þar sem þarf mikinn kraft. Hið sama er uppi á teningnum í körfunni þegar maður þarf að spretta upp völlinn eftir að hafa staðið vaktina í vörninni," segir Marín. Sunnlendingurinn hefur í nógu að snúast. Auk þess að sinna glímunni og körfuboltanum er hún í hestamennsku á sumrin. Hún segist reyna að sinna öllu sem hún geri vel en körfuboltinn fái þó heilt á litið mesta athygli. „Eftir því sem maður verður eldri eykst pressan að velja þá íþrótt sem maður vill einblína á. Ég er samt ekki komin á þann stað ennþá," segir Marín sem á greinilega framtíðina fyrir sér á fleiri sviðum en einu. Pétur Eyþórsson úr Glímufélaginu Ármanni vann sigur í opnum flokki karla eftir úrslitaglímur við frænda sinn og Mývetninginn Bjarna Þór Gunnarsson.
Innlendar Mest lesið Brjálaðist og gaf vellinum fokkmerki Golf Fulltrúar UEFA gengu út eftir að Infantino mætti seint Fótbolti Erfitt að sofa eftir tvo sólarhringa á hlaupum Sport Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Enski boltinn Óðs manns æði Arnars: „Ég ætla samt að gera þetta“ Fótbolti Real staðfestir kaupin á Huijsen fyrir 8,7 milljarða Fótbolti Dagskráin í dag: Úrslitaleikur FA Cup, risamót í golfi og sjóðheit lið í Bestu Sport Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Íslenski boltinn Stjörnurnar fögnuðu og hátíð á götum New York eftir sigur á meisturunum Körfubolti Stálheppinn þegar hann sló í hrífu og hélt toppsætinu Golf Fleiri fréttir „Verður stærsti dagur ævi minnar“ „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ „Talar ekki um eggið fyrr en hænan er búin að verpa“ Real staðfestir kaupin á Huijsen fyrir 8,7 milljarða Stálheppinn þegar hann sló í hrífu og hélt toppsætinu Stjörnurnar fögnuðu og hátíð á götum New York eftir sigur á meisturunum Erfitt að sofa eftir tvo sólarhringa á hlaupum Dagskráin í dag: Úrslitaleikur FA Cup, risamót í golfi og sjóðheit lið í Bestu Fulltrúar UEFA gengu út eftir að Infantino mætti seint Brjálaðist og gaf vellinum fokkmerki Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Villa ekki í vandræðum með Spurs og stefnir aftur í Meistaradeildina Elvar í aðalhlutverki þegar Melsungen tók stórt skref í titilslagnum „Ég get ekki beðið“ Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Íslenskt mark, sjálfsmark og rautt spjald Gunnar mætir þrautreyndum kappa í sumar Óðs manns æði Arnars: „Ég ætla samt að gera þetta“ Hamilton: „Dæmið okkur eftir nokkur ár“ Stærsti íþróttaviðburður sem fram hafi farið hér á landi Aron á að hjálpa leikmönnum að hugsa ekki um ströndina Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Svona var blaðamannafundur Arnars Aron Einar með en enginn Gylfi Þróttur mætir bikarmeisturunum Áhorfandi hljóp inn á og réðist á fyrrverandi leikmann Vals Sjá meira