Til hamingju, Ísland! Gerður Kristný skrifar 6. febrúar 2012 06:00 Við höfum eignast Barnabókasetur– rannsóknasetur um barnabókmenntir og lestur barna. Vafalítið á margt gott eftir að koma út úr því sem þar spáð verður og spekúlerað. Það er líka vel hægt að gera barnabókum hærra undir höfði í samfélaginu en þegar er gert. Mikið væri til dæmis gaman ef gerður yrði um þær íslenskur sjónvarpsþáttur. Börn vilja vita hvernig sögur eru samdar, myndirnar teiknaðar og sum vilja líka vita hvernig bókin er loks prentuð. Ekki síst vilja þau semja sjálf sögur og þátturinn myndi ýta undir þann áhuga. Hann ætti að geta vakið athygli bæði barna og fullorðinna, enda finnst þeim síðastnefndu endalaust gaman að rifja upp hvað þeir lásu í bernsku og bera það saman við bækurnar sem nú er í boði. Svo maður dempi nú aðeins væntingarnar þá mættu bæklingar um nýjustu barnabækurnar detta jafnoft hér inn á dyramottuna og bæklingarnir frá Tiger og Tossarassi – eða hvað svo sem sú ágæta dótabúð heitir nú aftur. Ekki má gleyma því að börn sem hafa á annað borð ánægju af bókum lesa oft reiðinnar býsn og gæta þarf þess að áhuginn dali ekki eftir því sem þau eldast. Skólabókasöfnin verða því að geta séð þeim fyrir nýjustu bókunum. Með öðrum orðum þá verða íslensk börn að hafa aðgang að bókunum sem þau langar mest til að lesa óháð fjárhag foreldra þeirra. Og talandi um bókaáhuga, ég veit um 7 ára barn sem er með Kaftein Ofurbrók og árás kokhraustu klósettanna efir Dav Pilkey sem valbók í skólanum og hlustar á kennarann sinn lesa Emil og Skunda eftir Guðmund Ólafsson í nestistímanum. Fyrir skólann les barnið síðan sjálft Orminn í Lagarfljóti eftir Iðunni Steinsdóttur sem og Á spani eftir Kristínu systur hennar. Þegar barnið er komið upp í á kvöldin les það Andrésarandarsyrpu en þegar mamma hans gefur sér tíma þýðir hún fyrir hann teiknimyndasögur eftir Jacques Tardi um Birnu sem glímir við ófreskjur í París. Þegar pabbinn sest á rúmstokkinn verður nýjasta Andrésarblaðið oftast fyrir valinu. Þegar ég var stelpa þótti reyndar ómerkilegt að liggja í teiknimyndasögum. Þetta var á sama tíma og fullorðnir reyktu hikstalaust ofan í börn og leyfðu þeim að standa upp á endann á milli framsætanna þegar ferðast var í bíl. Tinni notaði svo sem heldur ekki bílbelti og vissulega hefði hann átt að draga eilítið úr meðvirkninni gagnvart drykkju Kolbeins. Honum tókst nú samt að vekja áhuga manns á framandi slóðum og skemmta manni líka svo dæmalaust vel að enn sér ekki fyrir endann á því. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gerður Kristný Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Hvernig reiddi kosningakerfinu af í nýliðnum alþingiskosningum?" Þorkell Helgason,Kristján Jónasson Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Biðin eftir leigubíl Elín Anna Gísladóttir Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Við höfum eignast Barnabókasetur– rannsóknasetur um barnabókmenntir og lestur barna. Vafalítið á margt gott eftir að koma út úr því sem þar spáð verður og spekúlerað. Það er líka vel hægt að gera barnabókum hærra undir höfði í samfélaginu en þegar er gert. Mikið væri til dæmis gaman ef gerður yrði um þær íslenskur sjónvarpsþáttur. Börn vilja vita hvernig sögur eru samdar, myndirnar teiknaðar og sum vilja líka vita hvernig bókin er loks prentuð. Ekki síst vilja þau semja sjálf sögur og þátturinn myndi ýta undir þann áhuga. Hann ætti að geta vakið athygli bæði barna og fullorðinna, enda finnst þeim síðastnefndu endalaust gaman að rifja upp hvað þeir lásu í bernsku og bera það saman við bækurnar sem nú er í boði. Svo maður dempi nú aðeins væntingarnar þá mættu bæklingar um nýjustu barnabækurnar detta jafnoft hér inn á dyramottuna og bæklingarnir frá Tiger og Tossarassi – eða hvað svo sem sú ágæta dótabúð heitir nú aftur. Ekki má gleyma því að börn sem hafa á annað borð ánægju af bókum lesa oft reiðinnar býsn og gæta þarf þess að áhuginn dali ekki eftir því sem þau eldast. Skólabókasöfnin verða því að geta séð þeim fyrir nýjustu bókunum. Með öðrum orðum þá verða íslensk börn að hafa aðgang að bókunum sem þau langar mest til að lesa óháð fjárhag foreldra þeirra. Og talandi um bókaáhuga, ég veit um 7 ára barn sem er með Kaftein Ofurbrók og árás kokhraustu klósettanna efir Dav Pilkey sem valbók í skólanum og hlustar á kennarann sinn lesa Emil og Skunda eftir Guðmund Ólafsson í nestistímanum. Fyrir skólann les barnið síðan sjálft Orminn í Lagarfljóti eftir Iðunni Steinsdóttur sem og Á spani eftir Kristínu systur hennar. Þegar barnið er komið upp í á kvöldin les það Andrésarandarsyrpu en þegar mamma hans gefur sér tíma þýðir hún fyrir hann teiknimyndasögur eftir Jacques Tardi um Birnu sem glímir við ófreskjur í París. Þegar pabbinn sest á rúmstokkinn verður nýjasta Andrésarblaðið oftast fyrir valinu. Þegar ég var stelpa þótti reyndar ómerkilegt að liggja í teiknimyndasögum. Þetta var á sama tíma og fullorðnir reyktu hikstalaust ofan í börn og leyfðu þeim að standa upp á endann á milli framsætanna þegar ferðast var í bíl. Tinni notaði svo sem heldur ekki bílbelti og vissulega hefði hann átt að draga eilítið úr meðvirkninni gagnvart drykkju Kolbeins. Honum tókst nú samt að vekja áhuga manns á framandi slóðum og skemmta manni líka svo dæmalaust vel að enn sér ekki fyrir endann á því.
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Hvernig reiddi kosningakerfinu af í nýliðnum alþingiskosningum?" Þorkell Helgason,Kristján Jónasson Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Hvernig reiddi kosningakerfinu af í nýliðnum alþingiskosningum?" Þorkell Helgason,Kristján Jónasson Skoðun