Tapað af fagmennsku Guðmundur Andri Thorsson skrifar 6. febrúar 2012 08:00 Ný skýrsla um lífeyrissjóðina hefur leitt í ljós að á tveimur árum kringum bankahrunið tókst þeim að tapa 480 milljörðum króna. Þegar maður les viðbrögð forsvarsmanna sjóðanna mætti ætla allt hafi það tap verið innt af hendi af frábærri fagmennsku og trúmennsku. Nánast eins og allt hafi verið samkvæmt þrauthugsaðri áætlun. Þeir segja líka að þeir hafi vitað allt sem í skýrslunni stendur, ekkert komi þar á óvart – með öðrum orðum: hér er allt undir kontról. Fariði bara að rífast aftur um símaskrána. "Viðskiptavild“En svo muna þeir eftir því hvað það er mikilvægt að vera auðmjúkur og segja: En að sjálfsögðu munum við læra af þessu. Og ekki að efa að einhver þeirra hefur í viðtali farið með eftirlætissetningu hrunmanna: það er auðvelt að vera vitur eftir á. (Er það ekki annars bjálfalegasta setning gjörvallrar íslenskrar tungu? Menn sem kjörnir eru til trúnaðarstarfa og þiggja fyrir það há laun eiga að vera vitrir fyrirfram en ekki eftir á.) Megnið af þessari tapupphæð tengist útrásarfyrirtækjunum alræmdu og fjáraustri lífeyrissjóðanna í dauðadæmd bólufyrirtæki á borð við FL-group og Exista (sem ennþá á fyrirtækið já.is sem gerði sig að fífli í vikunni með plástrinum á símaskrána). Þar vakna eðlilega spurningar um tengsl stjórnarmanna þessara almannasjóða við slíkt aflendingafyrirtæki og afskriftameistara íslensku bankanna – ferðalög og gýligjafir og aðra „viðskiptavild"; þau óformlegu samskipti sem íslenskir viðskiptamenn tömdu sér á hrunárunum og verða kannski illrekjanleg. Um þetta er því miður ekkert fjallað í téðri skýrslu. En getum við ekki bókað það að töluvert af lífeyri landsmanna hafi ratað í aflöndin á reikningana hjá öðrum ránsfeng? Lífeyrissjóðirnir geyma peninga íslensks launafólks. Þetta eru peningar sem sóttir eru til íslenskra launamanna – og oft af miklu harðfylgi. Þetta er skattheimta, sem við höfum ekkert um að segja hvernig ráðstafað er, nema við erum fullvissuð um að sú ráðstöfun miðist við bestu hugsanlega ávöxtun. Við erum fullvissuð um að fagleg sjónarmið ráði för þegar lífeyrissjóðirnir neita að taka þátt í skuldaleiðréttingum. Fagleg já. Miklum fjárhæðum var hent í Glitni eftir að fyrir lá hvert stefndi – en það var að sjálfsögðu eingöngu til að fá bestu hugsanlegu ávöxtun. Við eigum að trúa því að viturlegt hafi verið að taka þátt í ævintýrum Hannesar Smárasonar og Bakkabræðra. Við eigum að trúa og treysta. Hver kaus hann?Með vissu millibili fáum við að sjá Arnar Sigurmundsson, sem virðist einhvers konar keisari í þessu kerfi, koma í sjónvarpið til þess að tilkynna okkur um ákvarðanir sínar og sinna manna um það hvað beri nú að gera í landinu; hvaða vegi skuli leggja og hvaða göng skuli sprengja – og hver ekki – og maður hugsar: Hver kaus hann? Er þetta ekki formaður samtaka fiskvinnslustöðva? Af hverju ræður hann yfir lífeyrissjóðunum? Helgi Magnússon stjórnarformaður í Lífeyrissjóði verslunarmanna er annað gott dæmi um þá menn sem þarna hafa komist til valda og áhrifa; sú glögga og stálminnuga Lára Hanna Einarsdóttir rifjaði upp á dögunum á bloggsíðu sinni grein sem hann skrifaði seint á síðasta ári þar sem hann rómaði mjög skattastefnuna í Rússlandi og þær jafnaðarhugmyndir sem liggja til grundvallar þjóðfélagsuppbyggingunni þar og en taldi skattheimtu að hætti norrænna landa vera argasta sósíalisma. Þetta var eins og skrifað af frambjóðanda Repúblíkanaflokksins í forsetakosningunum í Bandaríkjunum. Auðvitað er fínt að umsvifamikill fjárfestir á borð við Helga Magnússon deili með okkur sýn sinni á samfélagið – sem er sú að auðmenn eigi að græða og gera það sem þeim sýnist við sína nokkurn veginn skattfrjálsu tekjur – en maður spyr sig óneitanlega þeirrar spurningar hvort ráðlegt sé að maður með slík viðhorf og slíkan samfélagsþroska hafi svo mikið að segja yfir þeim peningum sem teknir eru af okkur launafólki. Það má vera rétt sem þeir láta á sér skilja helstu talsmenn þessa kerfis, að þessum fimmhundruð milljörðum hafi verið tapað af geysilegri þekkingu og fagmennsku. Jafnvel að allt hafi þetta verið með ráðum gert. Sjálfur verð ég þó að segja, að ég væri til í að fá sjálfur til umráða það fé sem þessir sjóðir taka af mér og setja það í Lottóið – kæmi það ekki betur út? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Andri Thorsson Mest lesið Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun Óframseljanlegt DAGA-kerfi Kári Jónsson Skoðun Halldór 23.11.2024 Halldór Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Eru aðventan og jólin kvíða- eða tilhlökkunarefni? Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun
Ný skýrsla um lífeyrissjóðina hefur leitt í ljós að á tveimur árum kringum bankahrunið tókst þeim að tapa 480 milljörðum króna. Þegar maður les viðbrögð forsvarsmanna sjóðanna mætti ætla allt hafi það tap verið innt af hendi af frábærri fagmennsku og trúmennsku. Nánast eins og allt hafi verið samkvæmt þrauthugsaðri áætlun. Þeir segja líka að þeir hafi vitað allt sem í skýrslunni stendur, ekkert komi þar á óvart – með öðrum orðum: hér er allt undir kontról. Fariði bara að rífast aftur um símaskrána. "Viðskiptavild“En svo muna þeir eftir því hvað það er mikilvægt að vera auðmjúkur og segja: En að sjálfsögðu munum við læra af þessu. Og ekki að efa að einhver þeirra hefur í viðtali farið með eftirlætissetningu hrunmanna: það er auðvelt að vera vitur eftir á. (Er það ekki annars bjálfalegasta setning gjörvallrar íslenskrar tungu? Menn sem kjörnir eru til trúnaðarstarfa og þiggja fyrir það há laun eiga að vera vitrir fyrirfram en ekki eftir á.) Megnið af þessari tapupphæð tengist útrásarfyrirtækjunum alræmdu og fjáraustri lífeyrissjóðanna í dauðadæmd bólufyrirtæki á borð við FL-group og Exista (sem ennþá á fyrirtækið já.is sem gerði sig að fífli í vikunni með plástrinum á símaskrána). Þar vakna eðlilega spurningar um tengsl stjórnarmanna þessara almannasjóða við slíkt aflendingafyrirtæki og afskriftameistara íslensku bankanna – ferðalög og gýligjafir og aðra „viðskiptavild"; þau óformlegu samskipti sem íslenskir viðskiptamenn tömdu sér á hrunárunum og verða kannski illrekjanleg. Um þetta er því miður ekkert fjallað í téðri skýrslu. En getum við ekki bókað það að töluvert af lífeyri landsmanna hafi ratað í aflöndin á reikningana hjá öðrum ránsfeng? Lífeyrissjóðirnir geyma peninga íslensks launafólks. Þetta eru peningar sem sóttir eru til íslenskra launamanna – og oft af miklu harðfylgi. Þetta er skattheimta, sem við höfum ekkert um að segja hvernig ráðstafað er, nema við erum fullvissuð um að sú ráðstöfun miðist við bestu hugsanlega ávöxtun. Við erum fullvissuð um að fagleg sjónarmið ráði för þegar lífeyrissjóðirnir neita að taka þátt í skuldaleiðréttingum. Fagleg já. Miklum fjárhæðum var hent í Glitni eftir að fyrir lá hvert stefndi – en það var að sjálfsögðu eingöngu til að fá bestu hugsanlegu ávöxtun. Við eigum að trúa því að viturlegt hafi verið að taka þátt í ævintýrum Hannesar Smárasonar og Bakkabræðra. Við eigum að trúa og treysta. Hver kaus hann?Með vissu millibili fáum við að sjá Arnar Sigurmundsson, sem virðist einhvers konar keisari í þessu kerfi, koma í sjónvarpið til þess að tilkynna okkur um ákvarðanir sínar og sinna manna um það hvað beri nú að gera í landinu; hvaða vegi skuli leggja og hvaða göng skuli sprengja – og hver ekki – og maður hugsar: Hver kaus hann? Er þetta ekki formaður samtaka fiskvinnslustöðva? Af hverju ræður hann yfir lífeyrissjóðunum? Helgi Magnússon stjórnarformaður í Lífeyrissjóði verslunarmanna er annað gott dæmi um þá menn sem þarna hafa komist til valda og áhrifa; sú glögga og stálminnuga Lára Hanna Einarsdóttir rifjaði upp á dögunum á bloggsíðu sinni grein sem hann skrifaði seint á síðasta ári þar sem hann rómaði mjög skattastefnuna í Rússlandi og þær jafnaðarhugmyndir sem liggja til grundvallar þjóðfélagsuppbyggingunni þar og en taldi skattheimtu að hætti norrænna landa vera argasta sósíalisma. Þetta var eins og skrifað af frambjóðanda Repúblíkanaflokksins í forsetakosningunum í Bandaríkjunum. Auðvitað er fínt að umsvifamikill fjárfestir á borð við Helga Magnússon deili með okkur sýn sinni á samfélagið – sem er sú að auðmenn eigi að græða og gera það sem þeim sýnist við sína nokkurn veginn skattfrjálsu tekjur – en maður spyr sig óneitanlega þeirrar spurningar hvort ráðlegt sé að maður með slík viðhorf og slíkan samfélagsþroska hafi svo mikið að segja yfir þeim peningum sem teknir eru af okkur launafólki. Það má vera rétt sem þeir láta á sér skilja helstu talsmenn þessa kerfis, að þessum fimmhundruð milljörðum hafi verið tapað af geysilegri þekkingu og fagmennsku. Jafnvel að allt hafi þetta verið með ráðum gert. Sjálfur verð ég þó að segja, að ég væri til í að fá sjálfur til umráða það fé sem þessir sjóðir taka af mér og setja það í Lottóið – kæmi það ekki betur út?
Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun
Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun
Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun