Það sem ekki má Friðrika Benónýsdóttir skrifar 9. febrúar 2012 06:00 Karl Lagerfeld segir að Adele sé feit. Sem hún er. Netbyggðin fyllist heilagri vandlætingu. Svívirðingunum rignir yfir Karl: Hann er gamall ljótur hommi sem vill að konur séu í vextinum eins og ungir strákar. Hvað segir það um hann, ha? Á sama tíma birtast á öllum helstu vefmiðlum myndaraðir af Demi Moore. Sem er mjó. Fyrirsagnirnar eru einróma: Hún er alltof mjó. Ógeðslega horuð. Með æskublæti. Slæm fyrirmynd fyrir ungar stúlkur. Netbyggðin breytist í halelújakór: Þetta er sko alveg rétt. Það ætti að taka svona konur og neyða ofan í þær mat. Verndið unglingana okkar fyrir þessum skaðvænlegu áhrifum. Það má sem sagt óskapast yfir holdafari kvenna ef þær eru grannar en vei þeim sem minnist á að þær séu feitar. Samt er offita mun meira vandamál í vestrænum samfélögum en anorexía. Og sama fólk og óskapast yfir ummælum Karls lækar hverja „lífsstílssíðuna“ á fætur annarri þar sem allt gengur út á það að verða grannur. Ekki það að blessað fólkið hafi áhuga á útliti sínu, sussunei. Heilbrigði heitir það á pólitískt kórréttu máli. Þessi tvískinnungur litar alla umræðu á netinu. Það má til dæmis segja að nafngreindir karlar séu hórkarlar sem dreymi um að nauðga öllum konum, en það má alls ekki segja að nafngreindir femínistar séu ómálefnalegir og hörundsárir. Einn helsti rithöfundur þjóðarinnar, Hallgrímur Helgason, gengur svo langt að segja í Facebook-svari að konum leyfist að taka dýpra í árinni þar sem þær standi höllum fæti í samfélaginu. Samkvæmt því er það orðin afsökun fyrir rógsherferðum að sá sem fyrir þeim stendur sé í minnihluta. Allt í nafni jafnréttis. Er ekki pólitísk rétthugsun farin að snúast upp í andhverfu sína í svona málflutningi? Rétthugsun er hættulegt hugtak. Rétt hugsun er ekki til. Sjálfstæð hugsun var einu sinni í hávegum höfð en virðist nú fullkomlega gamaldags og úr sér gengið hugtak í álíka mikilli útrýmingarhættu og hugtakið ábyrgð. Og orðtakið gamla um að betra sé að veifa röngu tré en öngvu er algjörlega úr gildi fallið. Ef þú veifar ekki hinu rétta tré áttu ekki að veifa neinu. Ekki einu sinni blaka hendi. Það versta er að þessi hugsanakúgun virkar. Fjöldi fólks óttast að viðra „rangar“ skoðanir. Þorir ekki fyrir sitt litla líf að stynja því upp að keisaraynjan sé kviknakin. Má ennþá segja að fólk sé fífl? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Friðrika Benónýsdóttir Mest lesið Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson Skoðun 50 þúsund nýir íbúar – Hvernig tryggjum við samheldni? Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Sveinn Ólafsson Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir Skoðun Að setjast í fyrsta sinn á skólabekk Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Framtíð nemenda í fyrsta sæti í Kópavogi Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Íslenzkir sambandsríkissinnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun Garðurinn okkar fyllist af illgresi Davíð Bergmann Skoðun
Karl Lagerfeld segir að Adele sé feit. Sem hún er. Netbyggðin fyllist heilagri vandlætingu. Svívirðingunum rignir yfir Karl: Hann er gamall ljótur hommi sem vill að konur séu í vextinum eins og ungir strákar. Hvað segir það um hann, ha? Á sama tíma birtast á öllum helstu vefmiðlum myndaraðir af Demi Moore. Sem er mjó. Fyrirsagnirnar eru einróma: Hún er alltof mjó. Ógeðslega horuð. Með æskublæti. Slæm fyrirmynd fyrir ungar stúlkur. Netbyggðin breytist í halelújakór: Þetta er sko alveg rétt. Það ætti að taka svona konur og neyða ofan í þær mat. Verndið unglingana okkar fyrir þessum skaðvænlegu áhrifum. Það má sem sagt óskapast yfir holdafari kvenna ef þær eru grannar en vei þeim sem minnist á að þær séu feitar. Samt er offita mun meira vandamál í vestrænum samfélögum en anorexía. Og sama fólk og óskapast yfir ummælum Karls lækar hverja „lífsstílssíðuna“ á fætur annarri þar sem allt gengur út á það að verða grannur. Ekki það að blessað fólkið hafi áhuga á útliti sínu, sussunei. Heilbrigði heitir það á pólitískt kórréttu máli. Þessi tvískinnungur litar alla umræðu á netinu. Það má til dæmis segja að nafngreindir karlar séu hórkarlar sem dreymi um að nauðga öllum konum, en það má alls ekki segja að nafngreindir femínistar séu ómálefnalegir og hörundsárir. Einn helsti rithöfundur þjóðarinnar, Hallgrímur Helgason, gengur svo langt að segja í Facebook-svari að konum leyfist að taka dýpra í árinni þar sem þær standi höllum fæti í samfélaginu. Samkvæmt því er það orðin afsökun fyrir rógsherferðum að sá sem fyrir þeim stendur sé í minnihluta. Allt í nafni jafnréttis. Er ekki pólitísk rétthugsun farin að snúast upp í andhverfu sína í svona málflutningi? Rétthugsun er hættulegt hugtak. Rétt hugsun er ekki til. Sjálfstæð hugsun var einu sinni í hávegum höfð en virðist nú fullkomlega gamaldags og úr sér gengið hugtak í álíka mikilli útrýmingarhættu og hugtakið ábyrgð. Og orðtakið gamla um að betra sé að veifa röngu tré en öngvu er algjörlega úr gildi fallið. Ef þú veifar ekki hinu rétta tré áttu ekki að veifa neinu. Ekki einu sinni blaka hendi. Það versta er að þessi hugsanakúgun virkar. Fjöldi fólks óttast að viðra „rangar“ skoðanir. Þorir ekki fyrir sitt litla líf að stynja því upp að keisaraynjan sé kviknakin. Má ennþá segja að fólk sé fífl?
Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun
Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun