Vakinn af kærustunni til að stunda kynlíf Sigga Dögg skrifar 11. febrúar 2012 11:00 Spurning: Kærastan mín vill alltaf vakna á næturnar til að stunda kynlíf – hún er aldrei til í tuskið ÁÐUR en við förum að sofa. Er asnalegt að ég vilji frekar gera það á kvöldin? Eru konur kannski þannig gerðar að þær njóta kynlífs betur um miðja nótt? SVAR: Konur eru ekki sér þjóðflokkur sem stundar bara kynlíf á ákveðnum tímum dags. Engir tveir einstaklingar eru eins og á það einnig við um konur. Þín kona nýtur kannski kynlífs betur eftir að hafa sofið í sig smá orku. Þá hafa mörg „kvennablöð" oft ráðlagt konum að karlar elski að láta vekja sig um miðja nótt í villtum kynlífsleik. Kannski finnst konunni þinni þessi tími einfaldlega hentugastur eða kannski er hún að fara eftir afleitum ráðum tímarits. Hvort heldur, ef þessi tími hentar þér ekki þá verður þú að segja það við hana og þið að sammælast um tíma sem hentar ykkur báðum. Það gengur ekki að annað hvort ykkar sé hálfsofandi á meðan á samförum stendur.Fólk er misjafnt. Sumir vilja stunda kynlíf á næturna aðrir á kvöldin og enn aðrir um hábjartan dag.Kannski þarf konan þín að fara fyrr upp í rúm, ná að sofa smá áður en þú kemur upp í og þá eru þið bæði til í tuskið á sama tíma. Eða þið gætu prufað kynlíf um miðjan dag. Ef þú vilt að þetta breytist þá verður þú að tala við hana. En svo velti ég því fyrir mér, vill hún kannski hafa þig sofandi á meðan á samförum stendur? Ef svo er þá erum við komin út í allt aðra sálma. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigga Dögg Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Nýr kafli í sögu ESB Michael Mann Skoðun Framúrskarandi þjónusta byggir upp traust á fyrirtækjum Ingibjörg Valdimarsdóttir Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Í aðdraganda jóla – hugleiðing Unnur Hrefna Jóhannsdóttir Skoðun Athugasemdir við eignaumsýslu Landsbanka Íslands Þorsteinn Sæmundsson Skoðun
Spurning: Kærastan mín vill alltaf vakna á næturnar til að stunda kynlíf – hún er aldrei til í tuskið ÁÐUR en við förum að sofa. Er asnalegt að ég vilji frekar gera það á kvöldin? Eru konur kannski þannig gerðar að þær njóta kynlífs betur um miðja nótt? SVAR: Konur eru ekki sér þjóðflokkur sem stundar bara kynlíf á ákveðnum tímum dags. Engir tveir einstaklingar eru eins og á það einnig við um konur. Þín kona nýtur kannski kynlífs betur eftir að hafa sofið í sig smá orku. Þá hafa mörg „kvennablöð" oft ráðlagt konum að karlar elski að láta vekja sig um miðja nótt í villtum kynlífsleik. Kannski finnst konunni þinni þessi tími einfaldlega hentugastur eða kannski er hún að fara eftir afleitum ráðum tímarits. Hvort heldur, ef þessi tími hentar þér ekki þá verður þú að segja það við hana og þið að sammælast um tíma sem hentar ykkur báðum. Það gengur ekki að annað hvort ykkar sé hálfsofandi á meðan á samförum stendur.Fólk er misjafnt. Sumir vilja stunda kynlíf á næturna aðrir á kvöldin og enn aðrir um hábjartan dag.Kannski þarf konan þín að fara fyrr upp í rúm, ná að sofa smá áður en þú kemur upp í og þá eru þið bæði til í tuskið á sama tíma. Eða þið gætu prufað kynlíf um miðjan dag. Ef þú vilt að þetta breytist þá verður þú að tala við hana. En svo velti ég því fyrir mér, vill hún kannski hafa þig sofandi á meðan á samförum stendur? Ef svo er þá erum við komin út í allt aðra sálma.