Stærsta einkavæðing Íslands 22. febrúar 2012 06:00 Horn fjárfestingafélag hf. verður skráð á hlutabréfamarkað í Kauphöll Íslands í lok mars eða byrjun apríl næstkomandi, samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins. Auk Horns er gert ráð fyrir að sex önnur félög muni óska eftir skráningu á markað á síðari hluta þessa árs eða á fyrri hluta þess næsta. Þau eru öll, beint eða óbeint, að hluta til eða öllu leyti í eigu Landsbankans. Landsbankinn er í 81 prósents eigu íslenska ríkisins. Virði eigna þessara félaga hleypur á hundruðum milljarða króna. Ljóst er að gangi öll söluáformin eftir mun verða um að ræða stærstu sölu eigna í eigu ríkisins sem farið hefur fram í Íslandssögunni. Horn er að fullu í eigu Landsbankans. Félagið á meðal annars um helmingshlut í Promens, sem er leiðandi á heimsvísu í framleiðslu plastafurða, og 12,5 prósenta hlut í Eyri Invest, stærsta einstaka eiganda Marels. Búist er við því að næsta félag á eftir Horni til að skrá sig á markað verði Eimskip og að það muni gerast í lok september eða byrjun október. Horn á 3,95 prósenta hlut í Eimskipi. Á meðal annarra fyrirtækja sem hafa tilkynnt um skráningaráform eru Reginn, fasteignafélag í 100 prósenta eigu Landsbankans, og Reitir, fasteignafélag sem Landsbankinn á 29,6 prósenta hlut í. Þá hefur verið greint frá því opinberlega að eigendur Advania og olíurisans N1 hafi hug á því að skrá þau félög á markað. Búist er við því að það geti gerst seint í haust eða á fyrri hluta ársins 2013. Framtakssjóður Íslands (FSÍ) á 79 prósenta hlut í Advania og um 55 prósenta hlut í N1. Stærsti einstaki eigandi FSÍ er Landsbankinn. Þá lýstu bæði Steinþór Pálsson, bankastjóri Landsbankans, og Steingrímur J. Sigfússon, þáverandi fjármálaráðherra, því opinberlega yfir í lok síðasta árs að vilji væri til þess að skrá bankann á markað. Steinþór sagði í viðtali við Klinkið á Vísi.is í desember síðastliðnum að hann teldi það geta gerst á árinu 2012. - þsj Fréttir Klinkið Mest lesið Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Viðskipti innlent Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Viðskipti innlent Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Viðskipti innlent Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Viðskipti innlent Hótar Evrópusambandinu og Apple háum tollum Viðskipti erlent Landsbankinn og Arion lækka vexti Neytendur Láttu rétta fólkið taka eftir þér í vinnunni Atvinnulíf Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Viðskipti innlent Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Niðurstöður álagningar birtar á fimmtudag Sjá meira
Horn fjárfestingafélag hf. verður skráð á hlutabréfamarkað í Kauphöll Íslands í lok mars eða byrjun apríl næstkomandi, samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins. Auk Horns er gert ráð fyrir að sex önnur félög muni óska eftir skráningu á markað á síðari hluta þessa árs eða á fyrri hluta þess næsta. Þau eru öll, beint eða óbeint, að hluta til eða öllu leyti í eigu Landsbankans. Landsbankinn er í 81 prósents eigu íslenska ríkisins. Virði eigna þessara félaga hleypur á hundruðum milljarða króna. Ljóst er að gangi öll söluáformin eftir mun verða um að ræða stærstu sölu eigna í eigu ríkisins sem farið hefur fram í Íslandssögunni. Horn er að fullu í eigu Landsbankans. Félagið á meðal annars um helmingshlut í Promens, sem er leiðandi á heimsvísu í framleiðslu plastafurða, og 12,5 prósenta hlut í Eyri Invest, stærsta einstaka eiganda Marels. Búist er við því að næsta félag á eftir Horni til að skrá sig á markað verði Eimskip og að það muni gerast í lok september eða byrjun október. Horn á 3,95 prósenta hlut í Eimskipi. Á meðal annarra fyrirtækja sem hafa tilkynnt um skráningaráform eru Reginn, fasteignafélag í 100 prósenta eigu Landsbankans, og Reitir, fasteignafélag sem Landsbankinn á 29,6 prósenta hlut í. Þá hefur verið greint frá því opinberlega að eigendur Advania og olíurisans N1 hafi hug á því að skrá þau félög á markað. Búist er við því að það geti gerst seint í haust eða á fyrri hluta ársins 2013. Framtakssjóður Íslands (FSÍ) á 79 prósenta hlut í Advania og um 55 prósenta hlut í N1. Stærsti einstaki eigandi FSÍ er Landsbankinn. Þá lýstu bæði Steinþór Pálsson, bankastjóri Landsbankans, og Steingrímur J. Sigfússon, þáverandi fjármálaráðherra, því opinberlega yfir í lok síðasta árs að vilji væri til þess að skrá bankann á markað. Steinþór sagði í viðtali við Klinkið á Vísi.is í desember síðastliðnum að hann teldi það geta gerst á árinu 2012. - þsj
Fréttir Klinkið Mest lesið Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Viðskipti innlent Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Viðskipti innlent Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Viðskipti innlent Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Viðskipti innlent Hótar Evrópusambandinu og Apple háum tollum Viðskipti erlent Landsbankinn og Arion lækka vexti Neytendur Láttu rétta fólkið taka eftir þér í vinnunni Atvinnulíf Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Viðskipti innlent Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Niðurstöður álagningar birtar á fimmtudag Sjá meira