Hótar að fara fram á gjaldþrot Framsóknar 22. febrúar 2012 07:00 Skulda Kosningabarátta Framsóknarflokksins fyrir alþingiskosningarnar 2009 hefur getið af sér tvö dómsmál.Fréttablaðið/valli Sýslumaðurinn í Reykjavík gerði árangurslaust fjárnám hjá Framsóknarflokknum í Reykjavík á mánudaginn fyrir viku að kröfu JCDecaux á Íslandi, sem á og rekur velflest strætóskýli í Reykjavík. Flokkurinn birti auglýsingar í strætóskýlunum fyrir alþingiskosningarnar 2009 og skuldaði fyrirtækinu vegna þess 2,3 milljónir króna. Sú skuld stendur nú í 3,6 milljónum. Eftir fjárnámið árangurslausa hefur JCDecaux þrjár vikur til að fara fram á að flokksfélagið verði tekið til gjaldþrotaskipta. Framkvæmdastjórinn, Einar Hermannsson, segist ekki vera búinn að ákveða hvort hann grípi til þess úrræðis. „Ég er nú talsmaður samninga en það er náttúrulega ekki hægt að láta þá komast upp með þetta," segir Einar. Flokkurinn hefur gert ágreining um skuldina og málið fór alla leið fyrir héraðsdóm sem dæmdi JCDecaux í vil. Framsóknarflokkurinn boðaði að málinu yrði vísað til Hæstaréttar en í millitíðinni ákvað fyrirtækið að verða sér úti um tryggingu fyrir greiðslunni með fjárnámi. Þegar til kastanna kom mætti enginn frá Framsóknarflokknum til að vera viðstaddur fjárnámsgerðina hjá sýslumanni og því var það lýst árangurslaust. „Þeir eru búnir að tapa málinu í héraði og ber að greiða þessa skuld," segir Einar, sem furðar sig á vinnubrögðum stjórnmálaflokksins. „Ég er mjög hissa á að flokkurinn skuli láta þetta fara þessa leið," segir hann. Deilan er við flokksfélagið í Reykjavík en Einar útilokar ekki að reyna að sækja að æðri stofnunum. „Ég veit ekki hvernig regnhlífin virkar – hvort Framsóknarflokkurinn ber ábyrgð á þeim – en það er klárlega eitthvað sem við munum kanna." Þetta er í annað sinn á þessu ári – hið minnsta – sem gert er árangurslaust fjárnám hjá Framsóknarflokknum. Í janúar gerði Sýslumaðurinn í Reykjavík fjárnám sem reyndist árangurslaust hjá flokknum sjálfum, en ekki Reykjavíkurfélaginu eins og í tilfelli JCDecaux, að kröfu þrotabús auglýsingastofunnar Góðs fólks. Þar var einnig um að ræða vinnu við kosningaherferðina árið 2009 og sú tveggja milljóna króna krafa fór líka fyrir dóm þar sem flokkurinn taldi að stofan hefði verðlagt vinnu sína of hátt. Skuldin fékkst ekki greidd fyrr en eftir fjárnámið árangurslausa. stigur@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Innlent Stöðugt gos og engir skjálftar Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Fleiri fréttir Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Sjá meira
Sýslumaðurinn í Reykjavík gerði árangurslaust fjárnám hjá Framsóknarflokknum í Reykjavík á mánudaginn fyrir viku að kröfu JCDecaux á Íslandi, sem á og rekur velflest strætóskýli í Reykjavík. Flokkurinn birti auglýsingar í strætóskýlunum fyrir alþingiskosningarnar 2009 og skuldaði fyrirtækinu vegna þess 2,3 milljónir króna. Sú skuld stendur nú í 3,6 milljónum. Eftir fjárnámið árangurslausa hefur JCDecaux þrjár vikur til að fara fram á að flokksfélagið verði tekið til gjaldþrotaskipta. Framkvæmdastjórinn, Einar Hermannsson, segist ekki vera búinn að ákveða hvort hann grípi til þess úrræðis. „Ég er nú talsmaður samninga en það er náttúrulega ekki hægt að láta þá komast upp með þetta," segir Einar. Flokkurinn hefur gert ágreining um skuldina og málið fór alla leið fyrir héraðsdóm sem dæmdi JCDecaux í vil. Framsóknarflokkurinn boðaði að málinu yrði vísað til Hæstaréttar en í millitíðinni ákvað fyrirtækið að verða sér úti um tryggingu fyrir greiðslunni með fjárnámi. Þegar til kastanna kom mætti enginn frá Framsóknarflokknum til að vera viðstaddur fjárnámsgerðina hjá sýslumanni og því var það lýst árangurslaust. „Þeir eru búnir að tapa málinu í héraði og ber að greiða þessa skuld," segir Einar, sem furðar sig á vinnubrögðum stjórnmálaflokksins. „Ég er mjög hissa á að flokkurinn skuli láta þetta fara þessa leið," segir hann. Deilan er við flokksfélagið í Reykjavík en Einar útilokar ekki að reyna að sækja að æðri stofnunum. „Ég veit ekki hvernig regnhlífin virkar – hvort Framsóknarflokkurinn ber ábyrgð á þeim – en það er klárlega eitthvað sem við munum kanna." Þetta er í annað sinn á þessu ári – hið minnsta – sem gert er árangurslaust fjárnám hjá Framsóknarflokknum. Í janúar gerði Sýslumaðurinn í Reykjavík fjárnám sem reyndist árangurslaust hjá flokknum sjálfum, en ekki Reykjavíkurfélaginu eins og í tilfelli JCDecaux, að kröfu þrotabús auglýsingastofunnar Góðs fólks. Þar var einnig um að ræða vinnu við kosningaherferðina árið 2009 og sú tveggja milljóna króna krafa fór líka fyrir dóm þar sem flokkurinn taldi að stofan hefði verðlagt vinnu sína of hátt. Skuldin fékkst ekki greidd fyrr en eftir fjárnámið árangurslausa. stigur@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Innlent Stöðugt gos og engir skjálftar Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Fleiri fréttir Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Sjá meira