Hrekkjalómur gerði á sig af hræðslu 22. febrúar 2012 05:00 Fjölskyldufaðir var í gær fundinn sekur um frelsissviptingu í Héraðsdómi Reykjavíkur og gert að greiða ellefu ára dreng hundrað þúsund krónur í bætur fyrir að valda honum miklu andlegu áfalli í janúar 2010. Drengurinn, þá níu ára, gerði dyraat heima hjá manninum að kvöldi til ásamt vini sínum. Maðurinn bar við yfirheyrslu hjá lögreglu að hann hafi verið orðinn langþreyttur á reglubundnu dyraati heima hjá sér undanfarna þrjá mánuði. Hann hafi því hlaupið út á sokkaleistunum, staðráðinn í að hafa hendur í hári pörupiltanna. Hann náði öðrum þeirra, og var ákærður fyrir að hafa tekið helst til harkalega á honum, gripið í háls hans, hrist hann svo hann féll, hótað að flengja hann og svo farið með hann í íbúð sína og haldið honum þar nauðugum þar til föður drengsins bar að garði. Ríkissaksóknari taldi að maðurinn hefði gerst sekur um líkamsárás, hótun og brot gegn frjálsræði og barnaverndarlögum. Drengnum varð svo mikið um aðfarirnar að hann missti bæði þvag og hægðir og hefur átt mjög erfitt með að jafna sig. Dómurinn segir að manninum „hafi verið rétt, eins og á stóð og lýst hefur verið, að reyna að hafa hendur í hári þess eða þeirra sem höfðu valdið honum og fjölskyldu hans ónæði". Við það hafi hann ekki farið yfir strikið og hvorki beitt ofbeldi né hótunum. Hins vegar hafi hann átt að fara með drenginn rakleiðis heim til hans, en ekki heim til sín. Það sé frelsissvipting. Ákvörðun refsingar er frestað í tvö ár. - sh Fréttir Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúra barma Erlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Fleiri fréttir Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Sjá meira
Fjölskyldufaðir var í gær fundinn sekur um frelsissviptingu í Héraðsdómi Reykjavíkur og gert að greiða ellefu ára dreng hundrað þúsund krónur í bætur fyrir að valda honum miklu andlegu áfalli í janúar 2010. Drengurinn, þá níu ára, gerði dyraat heima hjá manninum að kvöldi til ásamt vini sínum. Maðurinn bar við yfirheyrslu hjá lögreglu að hann hafi verið orðinn langþreyttur á reglubundnu dyraati heima hjá sér undanfarna þrjá mánuði. Hann hafi því hlaupið út á sokkaleistunum, staðráðinn í að hafa hendur í hári pörupiltanna. Hann náði öðrum þeirra, og var ákærður fyrir að hafa tekið helst til harkalega á honum, gripið í háls hans, hrist hann svo hann féll, hótað að flengja hann og svo farið með hann í íbúð sína og haldið honum þar nauðugum þar til föður drengsins bar að garði. Ríkissaksóknari taldi að maðurinn hefði gerst sekur um líkamsárás, hótun og brot gegn frjálsræði og barnaverndarlögum. Drengnum varð svo mikið um aðfarirnar að hann missti bæði þvag og hægðir og hefur átt mjög erfitt með að jafna sig. Dómurinn segir að manninum „hafi verið rétt, eins og á stóð og lýst hefur verið, að reyna að hafa hendur í hári þess eða þeirra sem höfðu valdið honum og fjölskyldu hans ónæði". Við það hafi hann ekki farið yfir strikið og hvorki beitt ofbeldi né hótunum. Hins vegar hafi hann átt að fara með drenginn rakleiðis heim til hans, en ekki heim til sín. Það sé frelsissvipting. Ákvörðun refsingar er frestað í tvö ár. - sh
Fréttir Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúra barma Erlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Fleiri fréttir Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Sjá meira