Ég þekki ekki stjórnarskrána 22. febrúar 2012 06:00 Bessaleyfi skal tekið hér í upphafi pistilsins og það fullyrt að fyrir fimm árum hafi varla nokkur einasti ólöglærður Íslendingur þekkt innihald stjórnarskrár íslenska lýðveldisins. Jú mann rámar í að Ísland sé lýðveldi með þingbundinni stjórn en ekki meira en það. Og hvað þýðir þingbundin stjórn? Og hvar kemur forsetinn inn í þetta? Hvar er hann í þingbundnu stjórninni sem á að ráða? Sjálfur þjóðkjörinn höfðinginn? Nei, íslenska stjórnarskráin er illskiljanlegt torf, en það er að sumu leyti bara fínt. Annaðhvort eiga stjórnarskrár að vera örfáar greinar með grunnréttindum þegnanna – og frekari útlistunum í sérlögum – eða ítarlegri plögg sem girða fyrir ýmislegt. Og þá verða þau illskiljanleg. Þegar hrunið varð leitaði íslenska þjóðin logandi ljósi að orsökum. Skiljanlega. Og þá var stjórnarskráin tínd til sögunnar. Það virtist á einhvern hátt skýra ofvöxt bankanna, aðgerðaleysi og illar aðgerðir stjórnvalda, daufdumbar eftirlitsstofnanir, samvitund íslensku þjóðarinnar að stjórnarskráin væri ekki nógu skýr. Þess vegna var hafist handa við að skrifa nýja stjórnarskrá. Nú mun ég fá yfir mig holskeflu gagnrýnisradda. Stjórnlagaráðsmenn og málsvarar þjóðarinnar munu hrópa að nú eigi að kæfa hið góða starf sem þegar hefur verið unnið. Endurreisnina. Nýja Ísland. Það verður þá bara að hafa það. Ég ætla samt að spyrja. Hvað liggur á? Af hverju verður að keyra í gegn nýja stjórnarskrá, nýjan grunn að samfélagi okkar, í sumar? Þessarar spurningar hafa sumir spurt, jafnvel hafa fræðimenn leyft sér það. Þeir hafa umsvifalaust verið snupraðir og skoðun þeirra tengd þeirra hagsmunum. Það er lenskan í dag. En ég spyr aftur, hvað liggur á? Kannski er eitthvert svar við því, annað en að annar stjórnarflokkanna hefur lagt mikla áherslu á þetta mál. Og þá er það bara þannig. Þá verðum við að kyngja því að nauðsynlegt sé að kjósa um nýja stjórnarskrá í júní 2012, annað sé ófært. Sú verður líklega reyndin þegar Alþingi tekur málið fyrir. En þá skulu stjórnvöld vessgú standa sína plikt og kynna það almennilega fyrir þjóðinni um hvað á að kjósa; hver verður samfélagssáttmálinn fram að næstu endurskoðun stjórnarskrár. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bakþankar Kolbeinn Óttarsson Proppé Skoðanir Mest lesið Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson Skoðun
Bessaleyfi skal tekið hér í upphafi pistilsins og það fullyrt að fyrir fimm árum hafi varla nokkur einasti ólöglærður Íslendingur þekkt innihald stjórnarskrár íslenska lýðveldisins. Jú mann rámar í að Ísland sé lýðveldi með þingbundinni stjórn en ekki meira en það. Og hvað þýðir þingbundin stjórn? Og hvar kemur forsetinn inn í þetta? Hvar er hann í þingbundnu stjórninni sem á að ráða? Sjálfur þjóðkjörinn höfðinginn? Nei, íslenska stjórnarskráin er illskiljanlegt torf, en það er að sumu leyti bara fínt. Annaðhvort eiga stjórnarskrár að vera örfáar greinar með grunnréttindum þegnanna – og frekari útlistunum í sérlögum – eða ítarlegri plögg sem girða fyrir ýmislegt. Og þá verða þau illskiljanleg. Þegar hrunið varð leitaði íslenska þjóðin logandi ljósi að orsökum. Skiljanlega. Og þá var stjórnarskráin tínd til sögunnar. Það virtist á einhvern hátt skýra ofvöxt bankanna, aðgerðaleysi og illar aðgerðir stjórnvalda, daufdumbar eftirlitsstofnanir, samvitund íslensku þjóðarinnar að stjórnarskráin væri ekki nógu skýr. Þess vegna var hafist handa við að skrifa nýja stjórnarskrá. Nú mun ég fá yfir mig holskeflu gagnrýnisradda. Stjórnlagaráðsmenn og málsvarar þjóðarinnar munu hrópa að nú eigi að kæfa hið góða starf sem þegar hefur verið unnið. Endurreisnina. Nýja Ísland. Það verður þá bara að hafa það. Ég ætla samt að spyrja. Hvað liggur á? Af hverju verður að keyra í gegn nýja stjórnarskrá, nýjan grunn að samfélagi okkar, í sumar? Þessarar spurningar hafa sumir spurt, jafnvel hafa fræðimenn leyft sér það. Þeir hafa umsvifalaust verið snupraðir og skoðun þeirra tengd þeirra hagsmunum. Það er lenskan í dag. En ég spyr aftur, hvað liggur á? Kannski er eitthvert svar við því, annað en að annar stjórnarflokkanna hefur lagt mikla áherslu á þetta mál. Og þá er það bara þannig. Þá verðum við að kyngja því að nauðsynlegt sé að kjósa um nýja stjórnarskrá í júní 2012, annað sé ófært. Sú verður líklega reyndin þegar Alþingi tekur málið fyrir. En þá skulu stjórnvöld vessgú standa sína plikt og kynna það almennilega fyrir þjóðinni um hvað á að kjósa; hver verður samfélagssáttmálinn fram að næstu endurskoðun stjórnarskrár.
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun