Formaður gagnrýnir vinnubrögð Alþingis 24. febrúar 2012 07:30 Salvör Nordal. Salvör Nordal, formaður stjórnlagaráðs, gagnrýnir málatilbúnað Alþingis við að kalla ráðið saman í mars til að bregðast við tillögum þingsins varðandi frumvarp til stjórnskipunarlaga sem lá fyrir í ágúst. Skammur fyrirvari og óskýrt hlutverk vinnufundarins er hluti þeirrar gagnrýni. Salvör setur þessa gagnrýni fram í bréfi til forsætisnefndar Alþingis. Hún getur ekki mætt til fundarins og það hyggst annar stjórnlagaráðsfulltrúi, Pawel Bartoszek, ekki heldur gera. Fleiri stjórnlagaþingsfulltrúar hafa sínar efasemdir. Samkvæmt þingsályktun sem Alþingi samþykkti á miðvikudag er stjórnlagaráð kallað saman til fjögurra daga vinnufundar í byrjun mars. Þar á að gefa ráðinu kost á því að fjalla um spurningar og tillögur stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar þingsins um nokkur atriði í frumvarpi ráðsins til stjórnarskipunarlaga. Salvör fagnar því að Alþingi gefi stjórnlagaráði tækifæri til að fjalla um tillögur nefndarinnar, enda hafi ráðið lýst sig reiðubúið til að koma aftur að málinu. „Ég geri þó alvarlegar athugasemdir við það hversu fyrirvarinn er skammur og hversu óskýrt hlutverk fundarins er, bæði um hvað hann eigi að fjalla og hverju hann eigi að skila. Vert er að geta þess að ekkert samstarf var haft við stjórn stjórnlagaráðs við mótun þingstillögunnar," segir Salvör í bréfinu. Valgerður Bjarnadóttir, formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, segir boðað til vinnufundarins af virðingu við störf ráðsins, og stjórnlagaráðsfulltrúarnir hefðu mikið um það að segja hvernig vinnufundurinn færi fram. Hún segir að fimm fulltrúar ráðsins hafi fyrir hálfum mánuði sagt á fundi með nefndarmönnum að þeir teldu sig ekki hafa umboð til að fjalla um spurningar og tillögur þingnefndarinnar. „Þess vegna var það niðurstaða meirihluta nefndarinnar að nauðsynlegt væri að ná fulltrúunum saman á einn stað." Pawel Bartoszek gagnrýnir málatilbúnað Alþingis harðlega í grein í blaðinu í dag og þá staðreynd að tillögur ráðsins hafi ekki fengið efnislega meðferð í þinginu. Hann vill að fallið verði frá ráðgefandi þjóðaratkvæði í sumar og hvetur þingheim til að móta sér afstöðu til tillagnanna fyrst. Hart var tekist á um málið á Alþingi í gær. Stjórnarandstöðuþingmenn lýstu furðu sinni á fundarboði þegar ekki lægi fyrir hvort fulltrúarnir gætu yfirleitt mætt. Á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar í gær gáfu fulltrúar minnihlutans, Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks, lítið fyrir að fá að vísa spurningum til stjórnlagaráðs. - shá Fréttir Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Salvör Nordal, formaður stjórnlagaráðs, gagnrýnir málatilbúnað Alþingis við að kalla ráðið saman í mars til að bregðast við tillögum þingsins varðandi frumvarp til stjórnskipunarlaga sem lá fyrir í ágúst. Skammur fyrirvari og óskýrt hlutverk vinnufundarins er hluti þeirrar gagnrýni. Salvör setur þessa gagnrýni fram í bréfi til forsætisnefndar Alþingis. Hún getur ekki mætt til fundarins og það hyggst annar stjórnlagaráðsfulltrúi, Pawel Bartoszek, ekki heldur gera. Fleiri stjórnlagaþingsfulltrúar hafa sínar efasemdir. Samkvæmt þingsályktun sem Alþingi samþykkti á miðvikudag er stjórnlagaráð kallað saman til fjögurra daga vinnufundar í byrjun mars. Þar á að gefa ráðinu kost á því að fjalla um spurningar og tillögur stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar þingsins um nokkur atriði í frumvarpi ráðsins til stjórnarskipunarlaga. Salvör fagnar því að Alþingi gefi stjórnlagaráði tækifæri til að fjalla um tillögur nefndarinnar, enda hafi ráðið lýst sig reiðubúið til að koma aftur að málinu. „Ég geri þó alvarlegar athugasemdir við það hversu fyrirvarinn er skammur og hversu óskýrt hlutverk fundarins er, bæði um hvað hann eigi að fjalla og hverju hann eigi að skila. Vert er að geta þess að ekkert samstarf var haft við stjórn stjórnlagaráðs við mótun þingstillögunnar," segir Salvör í bréfinu. Valgerður Bjarnadóttir, formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, segir boðað til vinnufundarins af virðingu við störf ráðsins, og stjórnlagaráðsfulltrúarnir hefðu mikið um það að segja hvernig vinnufundurinn færi fram. Hún segir að fimm fulltrúar ráðsins hafi fyrir hálfum mánuði sagt á fundi með nefndarmönnum að þeir teldu sig ekki hafa umboð til að fjalla um spurningar og tillögur þingnefndarinnar. „Þess vegna var það niðurstaða meirihluta nefndarinnar að nauðsynlegt væri að ná fulltrúunum saman á einn stað." Pawel Bartoszek gagnrýnir málatilbúnað Alþingis harðlega í grein í blaðinu í dag og þá staðreynd að tillögur ráðsins hafi ekki fengið efnislega meðferð í þinginu. Hann vill að fallið verði frá ráðgefandi þjóðaratkvæði í sumar og hvetur þingheim til að móta sér afstöðu til tillagnanna fyrst. Hart var tekist á um málið á Alþingi í gær. Stjórnarandstöðuþingmenn lýstu furðu sinni á fundarboði þegar ekki lægi fyrir hvort fulltrúarnir gætu yfirleitt mætt. Á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar í gær gáfu fulltrúar minnihlutans, Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks, lítið fyrir að fá að vísa spurningum til stjórnlagaráðs. - shá
Fréttir Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira