Sænskir bakarar voru í allan gærdag önnum kafnir við að baka hefðbundnar prinsessutertur í tilefni fæðingar nýrrar prinsessu.
Viktoría krónprinsessa af Svíþjóð og Daníel prins eignuðust dóttur snemma í gærmorgun og hélt fjölskyldan heim frá Karolínska sjúkrahúsinu í Stokkhólmi til Haga-hallarinnar þegar í gærdag.
Gamlir og nýir stjórnmálaforingjar óskuðu Viktoríu og Daníel til hamingju á Facebook og Twitter og fréttavefir birtu uppskriftir af prinsessutertum. Terturnar höfðu nefnilega selst upp í bakaríum víða um land.- ibs
Ný prinsessa fædd í Svíþjóð

Mest lesið


Barn á öðru aldursári lést
Innlent

„Þetta er bara klúður“
Innlent

Heiða liggur enn undir feldi
Innlent





