Fjörug og fjölskrúðug borg 25. febrúar 2012 11:00 Daði segir borgarferðir nú vinsælar. Ævintýraleg, fjörug og iðandi af lífi. Þannig lýsir Daði Guðjónsson, markaðsstjóri Úrvals Útsýnar, Dublin höfuðborg Írlands sem landsmenn hafa fyrir löngu tekið ástfóstri við. „Einn helsti kosturinn við þessa fallegu borg sem hefur verið í mikilli uppbyggingu er sá að fólk á öllum aldri finnur skemmtun og stemningu við sitt hæfi. Leitun er að annarri borg í Evrópu sem býður upp á jafn fjölbreytta afþreyingu, menningu, listir, ljúffengan mat, verslanir og magnaða sögu. Dublin er lítil borg með ótrúlega mikinn sjarma og býður allt milli himins og jarðar," segir hann. Helgi Daníelsson fararstjóri verður ferðalöngum til halds og trausts í fyrirhugaðri ferð í apríl. Að sögn Daða þekkir Helgi Dublin eins og handarbakið á sér og leiðir þátttakendur í ævintýralega skoðunarferð um borgina til að vekja athygli á helstu stöðum og afþreyingu. Af öðrum skemmtilegum viðburðum í Dublin í þessari ferð nefnir Daði írskt kráarkvöld sem þarf að bóka sig sérstaklega á og tónleika í O2-tónleikahöllinni með tveimur af vinsælustu strákaböndum síðustu áratuga, Back Street Boys og New Kids on the Block sem hann segir tilvalið fyrir saumaklúbba, gæsa- og vinkonuhópa sem vilja gera sér glaðan dag. „Þá er heimsókn í Guinness-bruggverksmiðjuna áhugaverð fyrir alla sem leið sína leggja til Dublinar og í borginni eru margs konar söfn sem oft er ókeypis inn á." Fjörugt og fjölskrúðugt næturlíf er í og í kringum hverfið Temple Bar í miðbænum, þar úir og grúir af spennandi veitingahúsum, krám og skemmtistöðum. Daði segir því tilvalið að kíkja út á kvöldin og fá næturlífið beint í æð. Daði bætir við að ekki skemmi fyrir að frá Íslandi er aðeins tveggja tíma flug til Dublinar þar sem hægt er að velja um gistingu á þremur úrvals hótelum. „Hilton Dublin og Maldron eru bæði fjögurra stjörnu, Camden Court er þriggja stjörnu hótel og öll þessi hótel eru miðsvæðis," bendir hann á og bætir við að ótvírætt sé mikil hagræðing í því að fljúga út 19. apríl á sumardaginn fyrsta. „Þar af leiðandi missir maður í raun bara tvo daga úr vinnu. Þetta gerist eiginlega ekki betra og frábær leið til að hefja sumarið." Úrval Útsýn býður upp á fleiri möguleika á borgarferðum og má nálgast allar upplýsingar á www.urvalutsyn.isÍ sól og sumaryl Úrval Útsýn býður einnig upp á spennandi sólarlandaferðir í sumar og að sögn Daða er þegar byrjað að bóka langt inn í sumarið. „Það er ánægjulegt að segja frá því að við upplifum aukna eftirspurn á þessu ári. Majorka er að koma mjög sterk inn hjá landanum eftir langt hlé," segir hann og nefnir einnig til sögunnar Almería í hjarta Andalúsíu sem sló svo rækilega í gegn síðasta sumar. „Flottur kostur fyrir fjölskyldur og þá sem vilja mikið fyrir peninginn." Aðrir sumaráfangastaðir sem Úrval Útsýn býður upp á er blómaeyjan Tenerife og smábærinn Albír sem er mitt á milli Benidorm og listamannaþorpsins Althea á Spáni. Auk sólarlanda og borgarferða er hægt að svala ævintýraþorsta sínum í spennandi sérferðum, lúxussiglingum, gönguferðum í einstakri náttúrufegurð og ekki má gleyma golfferðunum í vor en þar fer hver að verða síðastur að tryggja sér sæti. Hægt er að fræðast meira um ferðir Úrvals Útsýnar á heimasíðunni www.urvalutsyn.is. Mest lesið „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Neytendur Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf Fleiri fréttir BYKO með ánægðustu viðskiptavinina áttunda árið í röð Greiðsluáskorun Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Bóndi í Borgarfirði keyrði Skoda-bíl yfir milljón kílómetra Góð kjör á afmælissýningu Toyota Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Smitten á lista yfir mesta tekjuaukningu á Norðurlöndum Jólagjöfin sem kemur sér alltaf vel Ævintýrið heldur áfram með Discovery! Halda jólin frítt með inneign í appinu Sjá meira
Ævintýraleg, fjörug og iðandi af lífi. Þannig lýsir Daði Guðjónsson, markaðsstjóri Úrvals Útsýnar, Dublin höfuðborg Írlands sem landsmenn hafa fyrir löngu tekið ástfóstri við. „Einn helsti kosturinn við þessa fallegu borg sem hefur verið í mikilli uppbyggingu er sá að fólk á öllum aldri finnur skemmtun og stemningu við sitt hæfi. Leitun er að annarri borg í Evrópu sem býður upp á jafn fjölbreytta afþreyingu, menningu, listir, ljúffengan mat, verslanir og magnaða sögu. Dublin er lítil borg með ótrúlega mikinn sjarma og býður allt milli himins og jarðar," segir hann. Helgi Daníelsson fararstjóri verður ferðalöngum til halds og trausts í fyrirhugaðri ferð í apríl. Að sögn Daða þekkir Helgi Dublin eins og handarbakið á sér og leiðir þátttakendur í ævintýralega skoðunarferð um borgina til að vekja athygli á helstu stöðum og afþreyingu. Af öðrum skemmtilegum viðburðum í Dublin í þessari ferð nefnir Daði írskt kráarkvöld sem þarf að bóka sig sérstaklega á og tónleika í O2-tónleikahöllinni með tveimur af vinsælustu strákaböndum síðustu áratuga, Back Street Boys og New Kids on the Block sem hann segir tilvalið fyrir saumaklúbba, gæsa- og vinkonuhópa sem vilja gera sér glaðan dag. „Þá er heimsókn í Guinness-bruggverksmiðjuna áhugaverð fyrir alla sem leið sína leggja til Dublinar og í borginni eru margs konar söfn sem oft er ókeypis inn á." Fjörugt og fjölskrúðugt næturlíf er í og í kringum hverfið Temple Bar í miðbænum, þar úir og grúir af spennandi veitingahúsum, krám og skemmtistöðum. Daði segir því tilvalið að kíkja út á kvöldin og fá næturlífið beint í æð. Daði bætir við að ekki skemmi fyrir að frá Íslandi er aðeins tveggja tíma flug til Dublinar þar sem hægt er að velja um gistingu á þremur úrvals hótelum. „Hilton Dublin og Maldron eru bæði fjögurra stjörnu, Camden Court er þriggja stjörnu hótel og öll þessi hótel eru miðsvæðis," bendir hann á og bætir við að ótvírætt sé mikil hagræðing í því að fljúga út 19. apríl á sumardaginn fyrsta. „Þar af leiðandi missir maður í raun bara tvo daga úr vinnu. Þetta gerist eiginlega ekki betra og frábær leið til að hefja sumarið." Úrval Útsýn býður upp á fleiri möguleika á borgarferðum og má nálgast allar upplýsingar á www.urvalutsyn.isÍ sól og sumaryl Úrval Útsýn býður einnig upp á spennandi sólarlandaferðir í sumar og að sögn Daða er þegar byrjað að bóka langt inn í sumarið. „Það er ánægjulegt að segja frá því að við upplifum aukna eftirspurn á þessu ári. Majorka er að koma mjög sterk inn hjá landanum eftir langt hlé," segir hann og nefnir einnig til sögunnar Almería í hjarta Andalúsíu sem sló svo rækilega í gegn síðasta sumar. „Flottur kostur fyrir fjölskyldur og þá sem vilja mikið fyrir peninginn." Aðrir sumaráfangastaðir sem Úrval Útsýn býður upp á er blómaeyjan Tenerife og smábærinn Albír sem er mitt á milli Benidorm og listamannaþorpsins Althea á Spáni. Auk sólarlanda og borgarferða er hægt að svala ævintýraþorsta sínum í spennandi sérferðum, lúxussiglingum, gönguferðum í einstakri náttúrufegurð og ekki má gleyma golfferðunum í vor en þar fer hver að verða síðastur að tryggja sér sæti. Hægt er að fræðast meira um ferðir Úrvals Útsýnar á heimasíðunni www.urvalutsyn.is.
Mest lesið „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Neytendur Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf Fleiri fréttir BYKO með ánægðustu viðskiptavinina áttunda árið í röð Greiðsluáskorun Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Bóndi í Borgarfirði keyrði Skoda-bíl yfir milljón kílómetra Góð kjör á afmælissýningu Toyota Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Smitten á lista yfir mesta tekjuaukningu á Norðurlöndum Jólagjöfin sem kemur sér alltaf vel Ævintýrið heldur áfram með Discovery! Halda jólin frítt með inneign í appinu Sjá meira