Telja starfslok notuð til að hækka launin 25. febrúar 2012 11:00 Guðrún Pálsdóttir Minnihlutinn í bæjarráði Kópavogs segir skipti fyrrverandi bæjarstjóra yfir í starf skrifstofustjóra kosta milljónir króna fyrir bæinn. „Hér er augljóslega verið að hækka laun fyrrverandi bæjarstjóra svo laun nýs bæjarstjóra geti tekið mið af þeim hækkunum," segir Hafsteinn Karlsson, fulltrúi Samfylkingarinnar, í bókun sem hann lagði fram í bæjarráði Kópavogs á fimmtudag. Fyrir bæjarráðsfundinum lá samkomulag við Guðrúnu Pálsdóttur um starfslok sem bæjarstjóri. Guðrún snýr aftur til síns fyrra starfs sem skrifstofustjóri hjá Kópavogsbæ. Ármann Kr. Ólafsson, oddviti Sjálfstæðisflokks, hefur tekið við starfi bæjarstjóra í kjölfar meirihlutaskipta í bænum. Ólafur Þór Gunnarsson úr Vinstri grænum sagði í bókun að samkomulagið við Guðrúnu um „starfslok" hennar væri „illa unnið og ónákvæmt". Kvað hann spurningum fulltrúa minnihlutans um gerð samkomulagsins hafa verið svarað með „ekki svörum" og að ábendingum hafi ekki verið tekið. „Launakjör eru hækkuð frá ráðningarsamningi sem er í mínum huga afar undarlegt og bærinn verður því fyrir kostnaðarauka sem nemur fleiri milljónum króna. Biðlaunaréttur lengist um sex mánuði að því er best verður séð sem er umfram það sem gert var ráð fyrir í fyrri samningi. Blandað er saman samningi um starfslok og væntanlega ráðningu í starf sem liggur ekki fyrir hvernig verður háttað," bókaði Ólafur. Hafsteinn Karlsson sagði „í hæsta máta óeðlilegt" að gera þurfi sérstakan starfslokasamning við Guðrúnu. Í ráðningarsamningi hennar komi skýrt fram að taki hún við sínu fyrra starfi skuli kjör hennar þá þegar breytast. Furðu veki að í starfslokasamningnum séu laun bæjarstjóra hækkuð umfram það sem komi fram í ráðningarsamningi. „Fyrir liggur lögfræðiálit sem telur af og frá að bæjarstjóri fái launahækkanir umfram þær sem getið er um í ráðningarsamningi," bókaði Hafstein sem eins og fyrr segir telur laun Guðrúnar hækkuð til að laun Ármanns geti tekið mið af því. „Líklega er það þess vegna sem enn hefur ekki verið lagður fram ráðningarsamningur nýs bæjarstjóra," sagði Hafsteinn. Fulltrúi Næst besta flokksins, Hjálmar Hjálmarsson, tók undir bókanir Ólafs og Hafsteins. Vinnubrögð nýs meirihluta varðandi starfslok bæjarstjórans væru „einstaklega léleg og ófagleg". Blandað væri saman ráðningarsamningi og starfslokasamningi auk atriða sem komi málinu ekkert við. Starfslokasamningnum var á endanum vísað frá bæjarráðinu til afgreiðslu bæjarstjórnar með atkvæðum meirihlutans. Minnihlutinn sagði það lýsa „ótrúlega óvönduðum vinnubrögðum" að nýi meirihlutinn vísi máli sem hann hafi í tvígang lagt fram í bæjarráði til afgreiðslu í bæjarstjórn. Fulltrúar meirihlutans vísuðu að endingu gagnrýni minnihlutans á bug. „Samkomulagið grundvallast á þeim ráðningarsamningi sem í gildi var milli þáverandi bæjarstjórnar og bæjarstjóra," sagði í bókun Rannveigar Ásgeirsdóttur, fulltrúa Y-lista og formanns bæjarráðs, og þeirra Ármanns og Ómars Stefánssonar úr Framsóknarflokki. gar@frettabladid.is Fréttir Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Fréttir Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Fleiri fréttir Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Sjá meira
„Hér er augljóslega verið að hækka laun fyrrverandi bæjarstjóra svo laun nýs bæjarstjóra geti tekið mið af þeim hækkunum," segir Hafsteinn Karlsson, fulltrúi Samfylkingarinnar, í bókun sem hann lagði fram í bæjarráði Kópavogs á fimmtudag. Fyrir bæjarráðsfundinum lá samkomulag við Guðrúnu Pálsdóttur um starfslok sem bæjarstjóri. Guðrún snýr aftur til síns fyrra starfs sem skrifstofustjóri hjá Kópavogsbæ. Ármann Kr. Ólafsson, oddviti Sjálfstæðisflokks, hefur tekið við starfi bæjarstjóra í kjölfar meirihlutaskipta í bænum. Ólafur Þór Gunnarsson úr Vinstri grænum sagði í bókun að samkomulagið við Guðrúnu um „starfslok" hennar væri „illa unnið og ónákvæmt". Kvað hann spurningum fulltrúa minnihlutans um gerð samkomulagsins hafa verið svarað með „ekki svörum" og að ábendingum hafi ekki verið tekið. „Launakjör eru hækkuð frá ráðningarsamningi sem er í mínum huga afar undarlegt og bærinn verður því fyrir kostnaðarauka sem nemur fleiri milljónum króna. Biðlaunaréttur lengist um sex mánuði að því er best verður séð sem er umfram það sem gert var ráð fyrir í fyrri samningi. Blandað er saman samningi um starfslok og væntanlega ráðningu í starf sem liggur ekki fyrir hvernig verður háttað," bókaði Ólafur. Hafsteinn Karlsson sagði „í hæsta máta óeðlilegt" að gera þurfi sérstakan starfslokasamning við Guðrúnu. Í ráðningarsamningi hennar komi skýrt fram að taki hún við sínu fyrra starfi skuli kjör hennar þá þegar breytast. Furðu veki að í starfslokasamningnum séu laun bæjarstjóra hækkuð umfram það sem komi fram í ráðningarsamningi. „Fyrir liggur lögfræðiálit sem telur af og frá að bæjarstjóri fái launahækkanir umfram þær sem getið er um í ráðningarsamningi," bókaði Hafstein sem eins og fyrr segir telur laun Guðrúnar hækkuð til að laun Ármanns geti tekið mið af því. „Líklega er það þess vegna sem enn hefur ekki verið lagður fram ráðningarsamningur nýs bæjarstjóra," sagði Hafsteinn. Fulltrúi Næst besta flokksins, Hjálmar Hjálmarsson, tók undir bókanir Ólafs og Hafsteins. Vinnubrögð nýs meirihluta varðandi starfslok bæjarstjórans væru „einstaklega léleg og ófagleg". Blandað væri saman ráðningarsamningi og starfslokasamningi auk atriða sem komi málinu ekkert við. Starfslokasamningnum var á endanum vísað frá bæjarráðinu til afgreiðslu bæjarstjórnar með atkvæðum meirihlutans. Minnihlutinn sagði það lýsa „ótrúlega óvönduðum vinnubrögðum" að nýi meirihlutinn vísi máli sem hann hafi í tvígang lagt fram í bæjarráði til afgreiðslu í bæjarstjórn. Fulltrúar meirihlutans vísuðu að endingu gagnrýni minnihlutans á bug. „Samkomulagið grundvallast á þeim ráðningarsamningi sem í gildi var milli þáverandi bæjarstjórnar og bæjarstjóra," sagði í bókun Rannveigar Ásgeirsdóttur, fulltrúa Y-lista og formanns bæjarráðs, og þeirra Ármanns og Ómars Stefánssonar úr Framsóknarflokki. gar@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Fréttir Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Fleiri fréttir Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Sjá meira