Svavar og Helga tilnefnd 25. febrúar 2012 00:15 Svavar Hávarðsson, blaðamaður á Fréttablaðinu, er tilnefndur til verðlauna Blaðamannafélags Íslands fyrir rannsóknarblaðamennsku ársins 2011. Tilnefninguna hlýtur Svavar fyrir viðamikla umfjöllun sína um díoxínmengun frá sorpbrennslustöðvum í Skutulsfirði, Vestmannaeyjum og á Kirkjubæjarklaustri. Þetta er þriðja tilnefning Svavars frá árinu 2007. Þá var umfjöllun hans um sjóöryggi á siglingaleiðum við Suður- og Suðvesturland tilnefnd sem besta rannsóknarblaðamennskan, og árið 2009 var fékk hann tilnefningu fyrir umfjöllun um stjórnarskrármál. Þá er Helga Arnardóttir, fréttakona á Stöð 2, tilnefnd fyrir umfjöllun um endurupptöku Geirfinnsmálsins meðal annars á grundvelli nýrra gagna sem hún kynnti til sögunnar. Alls eru níu tilnefningar í þremur flokkum. RÚV, DV og Morgunblaðið fá tvær tilnefningar og Fréttablaðið, Stöð 2 og Fréttatíminn eina hver miðill. Tilnefningar eru eftirfarandi:Rannsóknarblaðamennska ársins: Ingi Freyr Vilhjálmsson, DV, fyrir umfangsmikinn og ágengan fréttaflutning af uppgjöri og afleiðingum fjármálahrunsins. Jóhannes Kr. Kristjánsson, Kastljósi, fyrir áhrifaríka umfjöllun um læknadóp, útbreiðslu þess og skelfilegar afleiðingar. Svavar Hávarðsson, Fréttablaðinu, fyrir fréttaflutning af mengun vegna díoxíns frá sorpbrennslum í Skutulsfirði, á Kirkjubæjarklaustri og í Vestmannaeyjum.Besta umfjöllun ársins: Helga Arnardóttir, Stöð 2, fyrir umfjöllun um endurupptöku Geirfinnsmálsins meðal annars á grundvelli nýrra gagna sem hún kynnti til sögunnar. Skapti Hallgrímsson, Morgunblaðinu, fyrir umfjöllun um Helgu Sigríði Sigurðardóttur sem fékk hjartaáfall 12 ára gömul 2010. Þóra Tómasdóttir, Fréttatímanum, fyrir umfjöllun um ofbeldi innan veggja Landakotsskóla.Blaðamannaverðlaun ársins: Helgi Bjarnason, Morgunblaðinu, fyrir vandaðan og margháttaðan fréttaflutning af nýjungum í atvinnulífi og stöðu og íbúaþróun á Vestfjörðum og í landbúnaði, meðal annars með ræktun repju til orkuframleiðslu. Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir, DV, fyrir fjölbreytt og mikilvæg skrif um samfélagsvandamál, svo sem ofbeldi, einkum er varða hlutskipti kvenna. Jón Björgvinsson, Ríkisútvarpinu, fyrir einstakan fréttaflutning af vettvangi „arabíska vorsins", uppreisnum gegn einræðisstjórnum í Norður Afríku. Fréttir Mest lesið Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Innlent Stöðugt gos og engir skjálftar Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Fleiri fréttir „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Sjá meira
Svavar Hávarðsson, blaðamaður á Fréttablaðinu, er tilnefndur til verðlauna Blaðamannafélags Íslands fyrir rannsóknarblaðamennsku ársins 2011. Tilnefninguna hlýtur Svavar fyrir viðamikla umfjöllun sína um díoxínmengun frá sorpbrennslustöðvum í Skutulsfirði, Vestmannaeyjum og á Kirkjubæjarklaustri. Þetta er þriðja tilnefning Svavars frá árinu 2007. Þá var umfjöllun hans um sjóöryggi á siglingaleiðum við Suður- og Suðvesturland tilnefnd sem besta rannsóknarblaðamennskan, og árið 2009 var fékk hann tilnefningu fyrir umfjöllun um stjórnarskrármál. Þá er Helga Arnardóttir, fréttakona á Stöð 2, tilnefnd fyrir umfjöllun um endurupptöku Geirfinnsmálsins meðal annars á grundvelli nýrra gagna sem hún kynnti til sögunnar. Alls eru níu tilnefningar í þremur flokkum. RÚV, DV og Morgunblaðið fá tvær tilnefningar og Fréttablaðið, Stöð 2 og Fréttatíminn eina hver miðill. Tilnefningar eru eftirfarandi:Rannsóknarblaðamennska ársins: Ingi Freyr Vilhjálmsson, DV, fyrir umfangsmikinn og ágengan fréttaflutning af uppgjöri og afleiðingum fjármálahrunsins. Jóhannes Kr. Kristjánsson, Kastljósi, fyrir áhrifaríka umfjöllun um læknadóp, útbreiðslu þess og skelfilegar afleiðingar. Svavar Hávarðsson, Fréttablaðinu, fyrir fréttaflutning af mengun vegna díoxíns frá sorpbrennslum í Skutulsfirði, á Kirkjubæjarklaustri og í Vestmannaeyjum.Besta umfjöllun ársins: Helga Arnardóttir, Stöð 2, fyrir umfjöllun um endurupptöku Geirfinnsmálsins meðal annars á grundvelli nýrra gagna sem hún kynnti til sögunnar. Skapti Hallgrímsson, Morgunblaðinu, fyrir umfjöllun um Helgu Sigríði Sigurðardóttur sem fékk hjartaáfall 12 ára gömul 2010. Þóra Tómasdóttir, Fréttatímanum, fyrir umfjöllun um ofbeldi innan veggja Landakotsskóla.Blaðamannaverðlaun ársins: Helgi Bjarnason, Morgunblaðinu, fyrir vandaðan og margháttaðan fréttaflutning af nýjungum í atvinnulífi og stöðu og íbúaþróun á Vestfjörðum og í landbúnaði, meðal annars með ræktun repju til orkuframleiðslu. Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir, DV, fyrir fjölbreytt og mikilvæg skrif um samfélagsvandamál, svo sem ofbeldi, einkum er varða hlutskipti kvenna. Jón Björgvinsson, Ríkisútvarpinu, fyrir einstakan fréttaflutning af vettvangi „arabíska vorsins", uppreisnum gegn einræðisstjórnum í Norður Afríku.
Fréttir Mest lesið Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Innlent Stöðugt gos og engir skjálftar Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Fleiri fréttir „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Sjá meira