Beint úr eldhúsinu 4. mars 2012 10:00 Jakob Mielcke, einn af erlendu kokkunum sem taka þátt í Food and Fun-hátíðinni, að störfum í eldhúsinu.mynd/sigurjón ragnar Þrír erlendir kokkar keppa í dag í Hörpu um titilinn kokkur ársins á hátíðinni Food and Fun. Þeir munu athafna sig í eldhúsi Hörpudisksins og keppnin verður sýnd beint á sjónvarpsskjáum sem verða í höllinni. „Þetta er nýbreytni í anda sjónvarpsþáttanna sem eru í gangi. Þetta er svona Gordon Ramsay-fílingur," segir Jón Haukur Baldvinsson hjá Food and Fun. Kokkarnir munu elda forrétt, lamb og bleikju en koma með eftirrétt með sér. Þrír dómarar munu sitja við borð og dæma matinn sem þeir elda. „Fólk getur fylgst með þeim á meðan þeir eru að smakka og getur kynnst hvernig þeir dæma," segir Jón Haukur. Spurður hvort mikið verði um öskur og læti líkt og í sjónvarpsþáttum Ramsay efast hann um það. „Þetta er ekki sá stíll. Þeir eru það frægir, nánast allir Michelin-kokkar. Þeir eru á sama kaliberi og Gordon, þannig að það verður enginn Gordon að öskra á þá. Það fer frekar að þeir öskri á Gordon." Sautján veitingastaðir taka þátt í Food and Fun, sem er haldin í ellefta sinn og lýkur á morgun. Að sögn Jóns Hauks hafa bókanir sjaldan verið jafn margar og núna. Hann segir öruggt að hátíðin verði haldin til 2014 enda var nýlega gerður tveggja ára samningur við Samtök iðnaðarins, Icelandair og Reykjavíkurborg. Iceland Naturally er einnig stór styrktaraðili hátíðarinnar. Keppnin í dag hefst klukkan 12 og stendur yfir til 15 og eru allir boðnir velkomnir í Hörpuna að fylgjast með.- fb Food and Fun Mest lesið Afhjúpaði óléttuna á epískan hátt enn og aftur Tíska og hönnun Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Lífið Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Menning Héldu upp á eins árs afmæli Heiðdísar Emblu Lífið Klækir, prettir og kardínálaklíkur í páfakjöri Gagnrýni Þau allra nettustu á Met Gala Tíska og hönnun Jóhanna og Geir trúlofuðu sig við Eiffel-turninn Lífið Sígild sumarterta að hætti Dana Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Handtekinn eftir að hafa keyrt niður hliðið að heimili Aniston Lífið
Þrír erlendir kokkar keppa í dag í Hörpu um titilinn kokkur ársins á hátíðinni Food and Fun. Þeir munu athafna sig í eldhúsi Hörpudisksins og keppnin verður sýnd beint á sjónvarpsskjáum sem verða í höllinni. „Þetta er nýbreytni í anda sjónvarpsþáttanna sem eru í gangi. Þetta er svona Gordon Ramsay-fílingur," segir Jón Haukur Baldvinsson hjá Food and Fun. Kokkarnir munu elda forrétt, lamb og bleikju en koma með eftirrétt með sér. Þrír dómarar munu sitja við borð og dæma matinn sem þeir elda. „Fólk getur fylgst með þeim á meðan þeir eru að smakka og getur kynnst hvernig þeir dæma," segir Jón Haukur. Spurður hvort mikið verði um öskur og læti líkt og í sjónvarpsþáttum Ramsay efast hann um það. „Þetta er ekki sá stíll. Þeir eru það frægir, nánast allir Michelin-kokkar. Þeir eru á sama kaliberi og Gordon, þannig að það verður enginn Gordon að öskra á þá. Það fer frekar að þeir öskri á Gordon." Sautján veitingastaðir taka þátt í Food and Fun, sem er haldin í ellefta sinn og lýkur á morgun. Að sögn Jóns Hauks hafa bókanir sjaldan verið jafn margar og núna. Hann segir öruggt að hátíðin verði haldin til 2014 enda var nýlega gerður tveggja ára samningur við Samtök iðnaðarins, Icelandair og Reykjavíkurborg. Iceland Naturally er einnig stór styrktaraðili hátíðarinnar. Keppnin í dag hefst klukkan 12 og stendur yfir til 15 og eru allir boðnir velkomnir í Hörpuna að fylgjast með.- fb
Food and Fun Mest lesið Afhjúpaði óléttuna á epískan hátt enn og aftur Tíska og hönnun Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Lífið Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Menning Héldu upp á eins árs afmæli Heiðdísar Emblu Lífið Klækir, prettir og kardínálaklíkur í páfakjöri Gagnrýni Þau allra nettustu á Met Gala Tíska og hönnun Jóhanna og Geir trúlofuðu sig við Eiffel-turninn Lífið Sígild sumarterta að hætti Dana Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Handtekinn eftir að hafa keyrt niður hliðið að heimili Aniston Lífið