Skáld og stjórnmálamenn í Vinnufatabúðinni 6. mars 2012 11:00 Hvað eiga útivistarmenn, skáld, skrifstofufólk, stjórnmálamenn, iðnaðarmenn og verkafólk sameiginlegt? Jú, að sækjast eftir klassískri merkjavöru sem endist og endist, í Vinnufatabúðinni. Verslunin hefur frá upphafi verið í eigu sömu fjölskyldu og er rómuð fyrir góða og persónulega þjónustu. Á fyrstu árunum gátu viðskiptavinir Vinnufatabúðinnarinnar ekki einungis verslað föt, heldur einnig látið sérsauma og breyta herrabuxum. Vinnufatabúðin er í tvílyftu húsi við Laugaveg 76, sem verða mun 102 ára í sumar. Þar hefur lítið verið hróflað við innréttingum síðan verslunin var sett á fót sumarið 1941; en nú, 71 ári síðar, standa breytingar fyrir dyrum sem líta munu dagsins ljós með hækkandi sól. Frá árinu 1910 hefur Laugavegur 76 meðal annars hýst matvörubúð, sælgætisverslun, úrsmið, gjafavörubúð og Gúmmívinnustofuna, sem talin er fyrsta dekkjaverkstæði landsins. Hún annaðist viðgerðir á bifreiðahjólbörðum og reiðhjóladekkjum, framleiddi gúmmílím og endurnýtti hjólbarða í gúmmískó. Sú merka saga vekur forvitni yngri kynslóða í dag, sem líta til endurvinnslu og endurnotkunar hráefnis. Í tilefni fyrirhugaðrar andlitslyftingar efnir Vinnufatabúðin til rýmingarsölu þar sem boðinn er 20-60 prósenta afsláttur af þekktum merkjavörum. Mest lesið Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir Viðskipti innlent Ekki flaska á að undirbúa sumarfríið þitt í vinnunni Atvinnulíf Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir F1: The Movie frumsýnd í Egilshöll – sjáðu myndirnar Djúsí maísstönglar frá BBQ kónginum BYKO PLÚS er nýr fríðindaklúbbur fyrir einstaklinga Steinkast og rispur? Ekki lengur vandamál með lakkvarnarfilmu frá Bónsvítunni Tímamótasamningar í íslensku sjónvarpi Topp fimm tólin í verkfærakistuna Yfir 20.000 viðskiptavinir og tíföldun gengis á fimm árum Topplúgan kom á óvart á annars praktískum ferðatrukk Sjá meira
Hvað eiga útivistarmenn, skáld, skrifstofufólk, stjórnmálamenn, iðnaðarmenn og verkafólk sameiginlegt? Jú, að sækjast eftir klassískri merkjavöru sem endist og endist, í Vinnufatabúðinni. Verslunin hefur frá upphafi verið í eigu sömu fjölskyldu og er rómuð fyrir góða og persónulega þjónustu. Á fyrstu árunum gátu viðskiptavinir Vinnufatabúðinnarinnar ekki einungis verslað föt, heldur einnig látið sérsauma og breyta herrabuxum. Vinnufatabúðin er í tvílyftu húsi við Laugaveg 76, sem verða mun 102 ára í sumar. Þar hefur lítið verið hróflað við innréttingum síðan verslunin var sett á fót sumarið 1941; en nú, 71 ári síðar, standa breytingar fyrir dyrum sem líta munu dagsins ljós með hækkandi sól. Frá árinu 1910 hefur Laugavegur 76 meðal annars hýst matvörubúð, sælgætisverslun, úrsmið, gjafavörubúð og Gúmmívinnustofuna, sem talin er fyrsta dekkjaverkstæði landsins. Hún annaðist viðgerðir á bifreiðahjólbörðum og reiðhjóladekkjum, framleiddi gúmmílím og endurnýtti hjólbarða í gúmmískó. Sú merka saga vekur forvitni yngri kynslóða í dag, sem líta til endurvinnslu og endurnotkunar hráefnis. Í tilefni fyrirhugaðrar andlitslyftingar efnir Vinnufatabúðin til rýmingarsölu þar sem boðinn er 20-60 prósenta afsláttur af þekktum merkjavörum.
Mest lesið Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir Viðskipti innlent Ekki flaska á að undirbúa sumarfríið þitt í vinnunni Atvinnulíf Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir F1: The Movie frumsýnd í Egilshöll – sjáðu myndirnar Djúsí maísstönglar frá BBQ kónginum BYKO PLÚS er nýr fríðindaklúbbur fyrir einstaklinga Steinkast og rispur? Ekki lengur vandamál með lakkvarnarfilmu frá Bónsvítunni Tímamótasamningar í íslensku sjónvarpi Topp fimm tólin í verkfærakistuna Yfir 20.000 viðskiptavinir og tíföldun gengis á fimm árum Topplúgan kom á óvart á annars praktískum ferðatrukk Sjá meira