Fimm trommarar taka þátt í alþjóðlegri úrslitakeppni 7. mars 2012 16:00 Trommarinn Gunnlaugur Briem hitar mannskapinn upp á Gauki á Stöng á laugardagskvöld. Úrslit alþjóðlegu trommarakeppninnar Shure Drum Mastery verða haldin á Gauki á Stöng á laugardaginn. Þar stíga á svið fimm trommarar og etja kappi fyrir framan áhorfendur, sem kjósa sigurvegarann með lófaklappinu einu saman. Hann hlýtur að launum veglegan hljóðnemapakka frá Shure. Trausti Ingólfsson hjá Hljóðfærahúsinu-Tónabúðinni á Akureyri aðstoðar Shure við keppnina hér á landi, sem er sú fyrsta sinnar tegundar. Hann segir að um heimsviðburð sé að ræða. „Svona flott hefur ekki verið gert áður. Ýmis trommublöð og trommuframleiðendur hafa verið með keppnir en það virðist hafa þurft fyrirtæki sem er ekki að gera trommur til að gera þetta svona grand," segir Trausti, en Shure er hljóðnemaframleiðandi. Keppnin hófst í október í fyrra á heimasíðunni Drum-mastery.eu. Þar gátu áhugatrommarar sett trommuundirspil sitt undir fyrirfram ákveðið lag og sett myndband á síðuna. Um 280 myndbönd voru send inn, sem var mun meira en búist var við. Svo virðist sem Íslandi hafi alltaf verið ákvörðunarstaðurinn fyrir úrslitakvöldið. „Það var rætt við okkur í mars í fyrra um hvort við værum tilbúnir til að taka á móti þessu fólki. Þeim hjá Shure fannst mest spennandi að fara til Íslands," segir Trausti. Aðeins einn Íslendingur tók þátt í keppninni og komst hann ekki í fimm manna úrslitin. Þeir sem þangað komust eru frá Austurríki, Búlgaríu, Ítalíu, Spáni og Bretlandi. Daginn fyrir úrslitakvöldið fara þeir saman í æfingabúðir með einum af dómurunum fjórum sem kusu þá áfram í úrslitin. Hann heitir Darren Ashford og hefur spilað með Black Eyed Peas, Backstreet Boys, Joss Stone og fleiri þekktum flytjendum. Tveir af hinum dómurunum, Dennis Poschwatta og Cassell, hafa spilað með Guano Apes og The Streets. Allir dómararnir verða viðstaddir úrslitakvöldið en geta ekki haft áhrif á valið á sigurvegaranum, nema með lófaklappi. Gunnlaugur Briem ætlar að hita salinn upp á laugardagskvöld með trommuleik sínum. „Hann ætlar að vera með smá sýningu Hann er spilari á heimsmælikvarða og ætlar að sýna hvernig á að gera þetta." 280 myndbönd voru send inn í keppnina. freyr@frettabladid.is Tónlist Mest lesið Heitustu pörin í húrrandi jólagír Tíska og hönnun Vann ekki úr nauðguninni og skaddaðist á mænu Lífið Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Menning Kim mældist með „litla heilavirkni“ Lífið Fagnaði 35 árum með stæl í Kólumbíu Lífið Stjörnulífið: Ólétta og ást í 23 ár Lífið Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Menning Ljósavinir fögnuðu í Sjálandi Lífið Radiohead frestar tónleikum sínum í Köben Lífið Er hægt að njóta kynlífs þrátt fyrir mikla áfallasögu? Lífið Fleiri fréttir Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Bjallaði í eitt virtasta tónskáld Kasakstan Patti Smith heldur tónleika í Hörpu og Hofi Reggí-risinn Jimmy Cliff allur Lifandi tónlist beint í æð allan ársins hring Hlýja og nánd heima og uppi á sviði Gæsahúð gekk á milli gesta á Stuðmönnum Lög sem mönnum yrði slaufað fyrir í dag Frumsýning á Vísi: Fögnuðu nýjum lífstíl Lítið mál að trylla lýðinn kasólétt Fagnar fimmtugsafmæli með fyrstu tónleikum Ampop í átján ár Tók málin í eigin hendur og stofnaði nýja metal-hátíð á Selfossi Una Torfa heillaði baðgesti upp úr sundskónum Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Sjá meira
Úrslit alþjóðlegu trommarakeppninnar Shure Drum Mastery verða haldin á Gauki á Stöng á laugardaginn. Þar stíga á svið fimm trommarar og etja kappi fyrir framan áhorfendur, sem kjósa sigurvegarann með lófaklappinu einu saman. Hann hlýtur að launum veglegan hljóðnemapakka frá Shure. Trausti Ingólfsson hjá Hljóðfærahúsinu-Tónabúðinni á Akureyri aðstoðar Shure við keppnina hér á landi, sem er sú fyrsta sinnar tegundar. Hann segir að um heimsviðburð sé að ræða. „Svona flott hefur ekki verið gert áður. Ýmis trommublöð og trommuframleiðendur hafa verið með keppnir en það virðist hafa þurft fyrirtæki sem er ekki að gera trommur til að gera þetta svona grand," segir Trausti, en Shure er hljóðnemaframleiðandi. Keppnin hófst í október í fyrra á heimasíðunni Drum-mastery.eu. Þar gátu áhugatrommarar sett trommuundirspil sitt undir fyrirfram ákveðið lag og sett myndband á síðuna. Um 280 myndbönd voru send inn, sem var mun meira en búist var við. Svo virðist sem Íslandi hafi alltaf verið ákvörðunarstaðurinn fyrir úrslitakvöldið. „Það var rætt við okkur í mars í fyrra um hvort við værum tilbúnir til að taka á móti þessu fólki. Þeim hjá Shure fannst mest spennandi að fara til Íslands," segir Trausti. Aðeins einn Íslendingur tók þátt í keppninni og komst hann ekki í fimm manna úrslitin. Þeir sem þangað komust eru frá Austurríki, Búlgaríu, Ítalíu, Spáni og Bretlandi. Daginn fyrir úrslitakvöldið fara þeir saman í æfingabúðir með einum af dómurunum fjórum sem kusu þá áfram í úrslitin. Hann heitir Darren Ashford og hefur spilað með Black Eyed Peas, Backstreet Boys, Joss Stone og fleiri þekktum flytjendum. Tveir af hinum dómurunum, Dennis Poschwatta og Cassell, hafa spilað með Guano Apes og The Streets. Allir dómararnir verða viðstaddir úrslitakvöldið en geta ekki haft áhrif á valið á sigurvegaranum, nema með lófaklappi. Gunnlaugur Briem ætlar að hita salinn upp á laugardagskvöld með trommuleik sínum. „Hann ætlar að vera með smá sýningu Hann er spilari á heimsmælikvarða og ætlar að sýna hvernig á að gera þetta." 280 myndbönd voru send inn í keppnina. freyr@frettabladid.is
Tónlist Mest lesið Heitustu pörin í húrrandi jólagír Tíska og hönnun Vann ekki úr nauðguninni og skaddaðist á mænu Lífið Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Menning Kim mældist með „litla heilavirkni“ Lífið Fagnaði 35 árum með stæl í Kólumbíu Lífið Stjörnulífið: Ólétta og ást í 23 ár Lífið Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Menning Ljósavinir fögnuðu í Sjálandi Lífið Radiohead frestar tónleikum sínum í Köben Lífið Er hægt að njóta kynlífs þrátt fyrir mikla áfallasögu? Lífið Fleiri fréttir Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Bjallaði í eitt virtasta tónskáld Kasakstan Patti Smith heldur tónleika í Hörpu og Hofi Reggí-risinn Jimmy Cliff allur Lifandi tónlist beint í æð allan ársins hring Hlýja og nánd heima og uppi á sviði Gæsahúð gekk á milli gesta á Stuðmönnum Lög sem mönnum yrði slaufað fyrir í dag Frumsýning á Vísi: Fögnuðu nýjum lífstíl Lítið mál að trylla lýðinn kasólétt Fagnar fimmtugsafmæli með fyrstu tónleikum Ampop í átján ár Tók málin í eigin hendur og stofnaði nýja metal-hátíð á Selfossi Una Torfa heillaði baðgesti upp úr sundskónum Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Sjá meira