Fimm trommarar taka þátt í alþjóðlegri úrslitakeppni 7. mars 2012 16:00 Trommarinn Gunnlaugur Briem hitar mannskapinn upp á Gauki á Stöng á laugardagskvöld. Úrslit alþjóðlegu trommarakeppninnar Shure Drum Mastery verða haldin á Gauki á Stöng á laugardaginn. Þar stíga á svið fimm trommarar og etja kappi fyrir framan áhorfendur, sem kjósa sigurvegarann með lófaklappinu einu saman. Hann hlýtur að launum veglegan hljóðnemapakka frá Shure. Trausti Ingólfsson hjá Hljóðfærahúsinu-Tónabúðinni á Akureyri aðstoðar Shure við keppnina hér á landi, sem er sú fyrsta sinnar tegundar. Hann segir að um heimsviðburð sé að ræða. „Svona flott hefur ekki verið gert áður. Ýmis trommublöð og trommuframleiðendur hafa verið með keppnir en það virðist hafa þurft fyrirtæki sem er ekki að gera trommur til að gera þetta svona grand," segir Trausti, en Shure er hljóðnemaframleiðandi. Keppnin hófst í október í fyrra á heimasíðunni Drum-mastery.eu. Þar gátu áhugatrommarar sett trommuundirspil sitt undir fyrirfram ákveðið lag og sett myndband á síðuna. Um 280 myndbönd voru send inn, sem var mun meira en búist var við. Svo virðist sem Íslandi hafi alltaf verið ákvörðunarstaðurinn fyrir úrslitakvöldið. „Það var rætt við okkur í mars í fyrra um hvort við værum tilbúnir til að taka á móti þessu fólki. Þeim hjá Shure fannst mest spennandi að fara til Íslands," segir Trausti. Aðeins einn Íslendingur tók þátt í keppninni og komst hann ekki í fimm manna úrslitin. Þeir sem þangað komust eru frá Austurríki, Búlgaríu, Ítalíu, Spáni og Bretlandi. Daginn fyrir úrslitakvöldið fara þeir saman í æfingabúðir með einum af dómurunum fjórum sem kusu þá áfram í úrslitin. Hann heitir Darren Ashford og hefur spilað með Black Eyed Peas, Backstreet Boys, Joss Stone og fleiri þekktum flytjendum. Tveir af hinum dómurunum, Dennis Poschwatta og Cassell, hafa spilað með Guano Apes og The Streets. Allir dómararnir verða viðstaddir úrslitakvöldið en geta ekki haft áhrif á valið á sigurvegaranum, nema með lófaklappi. Gunnlaugur Briem ætlar að hita salinn upp á laugardagskvöld með trommuleik sínum. „Hann ætlar að vera með smá sýningu Hann er spilari á heimsmælikvarða og ætlar að sýna hvernig á að gera þetta." 280 myndbönd voru send inn í keppnina. freyr@frettabladid.is Tónlist Mest lesið Vilja að Íslandi verði vísað úr keppni ef ekki er fallist á kröfur þeirra Lífið Bubbi byrjaður á hugvíkkandi efnum Lífið Mikil ást á klúbbnum Lífið Ísraelar þekkja ásakanir um stuld af eigin raun Lífið Gellurnar fjölmenntu í afmæli Porra Lífið Langar að verða menntamálaráðherra og breyta miklu í kjölfarið Lífið 38 ára hreinn sveinn: Er til leið út úr þessum vítahring? Lífið Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Tónlist Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Lífið Vinur Patriks kom upp um hann Lífið Fleiri fréttir Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira
Úrslit alþjóðlegu trommarakeppninnar Shure Drum Mastery verða haldin á Gauki á Stöng á laugardaginn. Þar stíga á svið fimm trommarar og etja kappi fyrir framan áhorfendur, sem kjósa sigurvegarann með lófaklappinu einu saman. Hann hlýtur að launum veglegan hljóðnemapakka frá Shure. Trausti Ingólfsson hjá Hljóðfærahúsinu-Tónabúðinni á Akureyri aðstoðar Shure við keppnina hér á landi, sem er sú fyrsta sinnar tegundar. Hann segir að um heimsviðburð sé að ræða. „Svona flott hefur ekki verið gert áður. Ýmis trommublöð og trommuframleiðendur hafa verið með keppnir en það virðist hafa þurft fyrirtæki sem er ekki að gera trommur til að gera þetta svona grand," segir Trausti, en Shure er hljóðnemaframleiðandi. Keppnin hófst í október í fyrra á heimasíðunni Drum-mastery.eu. Þar gátu áhugatrommarar sett trommuundirspil sitt undir fyrirfram ákveðið lag og sett myndband á síðuna. Um 280 myndbönd voru send inn, sem var mun meira en búist var við. Svo virðist sem Íslandi hafi alltaf verið ákvörðunarstaðurinn fyrir úrslitakvöldið. „Það var rætt við okkur í mars í fyrra um hvort við værum tilbúnir til að taka á móti þessu fólki. Þeim hjá Shure fannst mest spennandi að fara til Íslands," segir Trausti. Aðeins einn Íslendingur tók þátt í keppninni og komst hann ekki í fimm manna úrslitin. Þeir sem þangað komust eru frá Austurríki, Búlgaríu, Ítalíu, Spáni og Bretlandi. Daginn fyrir úrslitakvöldið fara þeir saman í æfingabúðir með einum af dómurunum fjórum sem kusu þá áfram í úrslitin. Hann heitir Darren Ashford og hefur spilað með Black Eyed Peas, Backstreet Boys, Joss Stone og fleiri þekktum flytjendum. Tveir af hinum dómurunum, Dennis Poschwatta og Cassell, hafa spilað með Guano Apes og The Streets. Allir dómararnir verða viðstaddir úrslitakvöldið en geta ekki haft áhrif á valið á sigurvegaranum, nema með lófaklappi. Gunnlaugur Briem ætlar að hita salinn upp á laugardagskvöld með trommuleik sínum. „Hann ætlar að vera með smá sýningu Hann er spilari á heimsmælikvarða og ætlar að sýna hvernig á að gera þetta." 280 myndbönd voru send inn í keppnina. freyr@frettabladid.is
Tónlist Mest lesið Vilja að Íslandi verði vísað úr keppni ef ekki er fallist á kröfur þeirra Lífið Bubbi byrjaður á hugvíkkandi efnum Lífið Mikil ást á klúbbnum Lífið Ísraelar þekkja ásakanir um stuld af eigin raun Lífið Gellurnar fjölmenntu í afmæli Porra Lífið Langar að verða menntamálaráðherra og breyta miklu í kjölfarið Lífið 38 ára hreinn sveinn: Er til leið út úr þessum vítahring? Lífið Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Tónlist Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Lífið Vinur Patriks kom upp um hann Lífið Fleiri fréttir Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira