Melódískt og skrítið popp 8. mars 2012 12:30 The Shins á Grammy-hátíðinni árið 2008. Hún var tilnefnd til fyrir bestu alternative-plötuna. nordicphotos/getty Bandaríska hljómsveitin The Shins gefur út sína fjórðu plötu á næstunni. Sem fyrr er melódískt og stundum skrítið poppið í fyrirrúmi. Fjórða plata bandarísku indísveitarinnar The Shins kemur út 16. mars. Hún heitir Port of Morrow og er sú fyrsta sem sveitin gefur út hjá nýju útgáfufyrirtæki forsprakkans James Mercer, Aural Apothecary. The Shins var stofnuð árið 1996 í borginni Albuquerque í Nýju-Mexíkó en er núna með bækistöðvar í Portland í Oregon. Fyrst átti The Shins að vera hliðarverkefni Mercers enda hafði hann áður stofnað Flake Music. Þegar sú hljómsveit lagði upp laupana ákvað hann að einbeita sér að The Shins og réð trommarann Jesse Sandoval í bandið. Síðar meir áttu hljómborðsleikarinn Marty Crandall og bassaleikarinn Dave Hernandez eftir að bætast í hópinn en bæði þeir og Sandoval eru núna hættir í sveitinni. Mercer hafði kennt sjálfum sér á gítar sem unglingur með því að hlusta á sveitir á borð við My Bloody Valentine og Echo & The Bunnymen. Með tímanum fékk hann aukinn áhuga á popptónlist sjöunda áratugarins og vönduðum lagasmíðum. Fyrsta platan, Oh! Inverted World, kom út 2001. Þar vakti The Shins vakti töluverða athygli fyrir ferska, melódíska og stundum skrítna popp-rokktónlist sína. Næsta plata, Chutes Too Narrow, leit dagsins ljós tveimur árum síðar og þar var meira kjöt á beinunum en á frumburðinum. Árið eftir var lagið New Slang notað í kvikmyndinni Garden State með Natalie Portman í aðalhlutverki og jók það vinsældir The Shins til muna. Þriðja platan, Winching the Night Away, kom út 2007. Hún var sú síðasta til að koma út á vegum Sub Pop og fékk mjög góðar viðtökur, þar á meðal tilnefningu til Grammy-verðlaunanna, auk þess sem hún fór beint í annað sæti Billboard-listans. Port of Morrow var tekin upp í Los Angeles og Portland á síðasta ári. Sem fyrr sá Mercer um lagasmíðarnar, sönginn og meirihlutann af hljóðfæraleiknum. The Shins ætlar að fylgja plötunni eftir með spilamennsku í Evrópu og í Bandaríkjunum fram á haust. Fyrst spilar sveitin í þættinum Saturday Night Live á laugardaginn. freyr@frettabladid.is Tónlist Mest lesið Vilja að Íslandi verði vísað úr keppni ef ekki er fallist á kröfur þeirra Lífið Bubbi byrjaður á hugvíkkandi efnum Lífið Mikil ást á klúbbnum Lífið Gellurnar fjölmenntu í afmæli Porra Lífið Ísraelar þekkja ásakanir um stuld af eigin raun Lífið Langar að verða menntamálaráðherra og breyta miklu í kjölfarið Lífið Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Tónlist 38 ára hreinn sveinn: Er til leið út úr þessum vítahring? Lífið Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Lífið Vinur Patriks kom upp um hann Lífið Fleiri fréttir Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira
Bandaríska hljómsveitin The Shins gefur út sína fjórðu plötu á næstunni. Sem fyrr er melódískt og stundum skrítið poppið í fyrirrúmi. Fjórða plata bandarísku indísveitarinnar The Shins kemur út 16. mars. Hún heitir Port of Morrow og er sú fyrsta sem sveitin gefur út hjá nýju útgáfufyrirtæki forsprakkans James Mercer, Aural Apothecary. The Shins var stofnuð árið 1996 í borginni Albuquerque í Nýju-Mexíkó en er núna með bækistöðvar í Portland í Oregon. Fyrst átti The Shins að vera hliðarverkefni Mercers enda hafði hann áður stofnað Flake Music. Þegar sú hljómsveit lagði upp laupana ákvað hann að einbeita sér að The Shins og réð trommarann Jesse Sandoval í bandið. Síðar meir áttu hljómborðsleikarinn Marty Crandall og bassaleikarinn Dave Hernandez eftir að bætast í hópinn en bæði þeir og Sandoval eru núna hættir í sveitinni. Mercer hafði kennt sjálfum sér á gítar sem unglingur með því að hlusta á sveitir á borð við My Bloody Valentine og Echo & The Bunnymen. Með tímanum fékk hann aukinn áhuga á popptónlist sjöunda áratugarins og vönduðum lagasmíðum. Fyrsta platan, Oh! Inverted World, kom út 2001. Þar vakti The Shins vakti töluverða athygli fyrir ferska, melódíska og stundum skrítna popp-rokktónlist sína. Næsta plata, Chutes Too Narrow, leit dagsins ljós tveimur árum síðar og þar var meira kjöt á beinunum en á frumburðinum. Árið eftir var lagið New Slang notað í kvikmyndinni Garden State með Natalie Portman í aðalhlutverki og jók það vinsældir The Shins til muna. Þriðja platan, Winching the Night Away, kom út 2007. Hún var sú síðasta til að koma út á vegum Sub Pop og fékk mjög góðar viðtökur, þar á meðal tilnefningu til Grammy-verðlaunanna, auk þess sem hún fór beint í annað sæti Billboard-listans. Port of Morrow var tekin upp í Los Angeles og Portland á síðasta ári. Sem fyrr sá Mercer um lagasmíðarnar, sönginn og meirihlutann af hljóðfæraleiknum. The Shins ætlar að fylgja plötunni eftir með spilamennsku í Evrópu og í Bandaríkjunum fram á haust. Fyrst spilar sveitin í þættinum Saturday Night Live á laugardaginn. freyr@frettabladid.is
Tónlist Mest lesið Vilja að Íslandi verði vísað úr keppni ef ekki er fallist á kröfur þeirra Lífið Bubbi byrjaður á hugvíkkandi efnum Lífið Mikil ást á klúbbnum Lífið Gellurnar fjölmenntu í afmæli Porra Lífið Ísraelar þekkja ásakanir um stuld af eigin raun Lífið Langar að verða menntamálaráðherra og breyta miklu í kjölfarið Lífið Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Tónlist 38 ára hreinn sveinn: Er til leið út úr þessum vítahring? Lífið Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Lífið Vinur Patriks kom upp um hann Lífið Fleiri fréttir Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira