Tónlist

Armenía ekki með í Eurovision

Söngkonan Emmy kom lagi Armena ekki upp úr undanúrslitunum í Eurovision-keppninni sem haldin var í Þýskalandi í fyrra.
Söngkonan Emmy kom lagi Armena ekki upp úr undanúrslitunum í Eurovision-keppninni sem haldin var í Þýskalandi í fyrra.
Eftir miklar vangaveltur staðfesti Armenía þátttöku sína í Eurovision-keppninni í Bakú 17. janúar síðastliðinn. Nú hefur þjóðin þó dregið það til baka, eftir að armenskir söngvarar söfnuðu undirskriftum gegn þátttöku, og tilkynntu um að þeir kæmu ekki til með að taka þátt.

Lengi hefur ríkt óvild á milli Armeníu og Aserbaídsjan og óttuðust Armenar um öryggi landsmanna sinna í Bakú. Löndin háðu stríð á árunum 1988 til 1994 og síðan þá hefur andað köldu milli landanna, þrátt fyrir að friðarsáttmáli hafi verið undirritaður við stríðslok.

Armenía tók fyrst þátt í Eurovision-söngvakeppninni árið 2006 og hefur endað í efstu tíu sætunum í öllum keppnum þar til í fyrra þegar söngkonan Emmy kom lagi sínu, Boom Boom, ekki upp úr undankeppninni.- trs






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.