Geir Ólafs í júdóið | Bjarni bronsmaður segir hann vera öflugan Henry Birgir Gunnarsson skrifar 20. mars 2012 07:00 Tekið á bronsmanninum Geir er undir öruggri handleiðslu Bjarna Friðrikssonar hjá Júdófélagi Reykjavíkur. Geir reynir hér að taka bronsmanninn niður. fréttablaðið/hag Stórsöngvarinn Geir Ólafsson er marghamur maður. Hann hefur nú skipt jakkafötunum út fyrir júdóbúning og mun glíma á Íslandsmótinu í júdó um næstu helgi. Hann æfir undir handleiðslu bronsmannsins frá ÓL í Los Angeles, Bjarna Friðrikssonar, sem segir Geir vera öflugan júdókappa sem kveinki sér ekki. „Ég hef verið í júdó frá því ég var ungur drengur. Fyrsti maðurinn sem ég glímdi við var Thor Vilhjálmsson," sagði söngvarinn geðþekki og nú júdókappinn Geir Ólafsson. Geir mun taka þátt í Íslandsmótinu í júdó í fyrsta skipti um næstu helgi. Það eru nokkur afföll meðal bestu júdómanna landsins en mest munar þó um að besti júdómaður landsins, Þormóður Árni Jónsson, mun ekki geta keppt vegna meiðsla. Ný andlit fá því tækifæri til þess að láta ljós sitt skína og Geir er á meðal þeirra manna en hann mun taka þátt í mínus 73 kílógramma flokki. „Ég hef tekið júdóið mjög föstum tökum síðustu misseri og æft grimmt síðustu sjö mánuði. Í kjölfarið hef ég ákveðið að mæta á Íslandsmótið en það verður fyrsta júdómót sem ég tek þátt í," sagði Geir glaðbeittur. „Ég verð samt að viðurkenna að þó svo ég æfi mikið þá hef ég ekki tekið mataræðið nógu föstum tökum. Ég hef aldrei haft áhyggjur af því hvað ég sé að borða." Söngvarinn síkáti mætir fullur sjálfstrausts til leiks og ætlar að selja sig dýrt. „Maður stefnir alltaf á að vinna en fyrst og fremst ætla ég að standa í lappirnir og gera mitt besta. Ég ætla að nýta þá tækni og þekkingu sem ég hef öðlast til þess að gera mitt besta. Ég veit að andstæðingarnir eru gríðarlega erfiðir. Ég mæti þeim með virðingu og vinsemd en mun berjast við þá að því ég best get." Geir segist vera mjög spenntur fyrir mótinu og hlakki til að taka þátt í mótinu. „Júdó er göfugmennaíþrótt sem gaman er að stunda. Þetta getur því ekki orðið annað en gaman," sagði Geir en getur hann eitthvað? „Það kemur í ljós á mótinu." Það er óhætt að segja að Geir sé að fá góða þjálfun en þjálfarinn hans er enginn annar en bronsmaðurinn frá Ólympíuleikunum í Los Angeles, Bjarni Friðriksson. „Geir er flottur glímumaður og mjög öflugur. Hann er líklega ekki að fara að keppa um Íslandsmeistaratitilinn enda búinn að æfa stutt en hann er mjög öflugur," sagði Bjarni um skjólstæðinginn Geir sem hann segir vera til fyrirmyndar. „Geir missir aldrei af æfingu og kveinkar sér aldrei. Það er mikill kostur. Hann lenti einu sinni í því að meiða sig en það stoppaði hann ekki. Ég varð svo að reyna að stoppa hann því hann neitaði að hætta. Honum finnst þetta svo gaman," sagði Bjarni ánægður með sinn mann. Innlendar Mest lesið Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Enski boltinn „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun Fótbolti „Ég hélt að við værum komin lengra“ Enski boltinn „Betra er seint en aldrei“ Enski boltinn Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Körfubolti Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Enski boltinn Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Fótbolti ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Handbolti Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Fótbolti Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Fleiri fréttir „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Unnu Ungverja og spila við heimamenn um fimmta sætið á HM „Allt er þegar þrennt er“ Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Allar tilfinningarnar í gangi Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik „Tölfræðin er eins og bikiní“ Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum Glóandi gómar hjálpa til í baráttunni við alvarleg höfuðhögg „Maður er búinn að vera á nálum“ Vann mótið með lokahögginu sem var magnað vipp úr sandinum Hentu ferðatöskum inn á völlinn í miðjum leik Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Khalil Shabazz til Grindavíkur Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald Sjá meira
Stórsöngvarinn Geir Ólafsson er marghamur maður. Hann hefur nú skipt jakkafötunum út fyrir júdóbúning og mun glíma á Íslandsmótinu í júdó um næstu helgi. Hann æfir undir handleiðslu bronsmannsins frá ÓL í Los Angeles, Bjarna Friðrikssonar, sem segir Geir vera öflugan júdókappa sem kveinki sér ekki. „Ég hef verið í júdó frá því ég var ungur drengur. Fyrsti maðurinn sem ég glímdi við var Thor Vilhjálmsson," sagði söngvarinn geðþekki og nú júdókappinn Geir Ólafsson. Geir mun taka þátt í Íslandsmótinu í júdó í fyrsta skipti um næstu helgi. Það eru nokkur afföll meðal bestu júdómanna landsins en mest munar þó um að besti júdómaður landsins, Þormóður Árni Jónsson, mun ekki geta keppt vegna meiðsla. Ný andlit fá því tækifæri til þess að láta ljós sitt skína og Geir er á meðal þeirra manna en hann mun taka þátt í mínus 73 kílógramma flokki. „Ég hef tekið júdóið mjög föstum tökum síðustu misseri og æft grimmt síðustu sjö mánuði. Í kjölfarið hef ég ákveðið að mæta á Íslandsmótið en það verður fyrsta júdómót sem ég tek þátt í," sagði Geir glaðbeittur. „Ég verð samt að viðurkenna að þó svo ég æfi mikið þá hef ég ekki tekið mataræðið nógu föstum tökum. Ég hef aldrei haft áhyggjur af því hvað ég sé að borða." Söngvarinn síkáti mætir fullur sjálfstrausts til leiks og ætlar að selja sig dýrt. „Maður stefnir alltaf á að vinna en fyrst og fremst ætla ég að standa í lappirnir og gera mitt besta. Ég ætla að nýta þá tækni og þekkingu sem ég hef öðlast til þess að gera mitt besta. Ég veit að andstæðingarnir eru gríðarlega erfiðir. Ég mæti þeim með virðingu og vinsemd en mun berjast við þá að því ég best get." Geir segist vera mjög spenntur fyrir mótinu og hlakki til að taka þátt í mótinu. „Júdó er göfugmennaíþrótt sem gaman er að stunda. Þetta getur því ekki orðið annað en gaman," sagði Geir en getur hann eitthvað? „Það kemur í ljós á mótinu." Það er óhætt að segja að Geir sé að fá góða þjálfun en þjálfarinn hans er enginn annar en bronsmaðurinn frá Ólympíuleikunum í Los Angeles, Bjarni Friðriksson. „Geir er flottur glímumaður og mjög öflugur. Hann er líklega ekki að fara að keppa um Íslandsmeistaratitilinn enda búinn að æfa stutt en hann er mjög öflugur," sagði Bjarni um skjólstæðinginn Geir sem hann segir vera til fyrirmyndar. „Geir missir aldrei af æfingu og kveinkar sér aldrei. Það er mikill kostur. Hann lenti einu sinni í því að meiða sig en það stoppaði hann ekki. Ég varð svo að reyna að stoppa hann því hann neitaði að hætta. Honum finnst þetta svo gaman," sagði Bjarni ánægður með sinn mann.
Innlendar Mest lesið Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Enski boltinn „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun Fótbolti „Ég hélt að við værum komin lengra“ Enski boltinn „Betra er seint en aldrei“ Enski boltinn Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Körfubolti Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Enski boltinn Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Fótbolti ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Handbolti Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Fótbolti Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Fleiri fréttir „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Unnu Ungverja og spila við heimamenn um fimmta sætið á HM „Allt er þegar þrennt er“ Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Allar tilfinningarnar í gangi Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik „Tölfræðin er eins og bikiní“ Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum Glóandi gómar hjálpa til í baráttunni við alvarleg höfuðhögg „Maður er búinn að vera á nálum“ Vann mótið með lokahögginu sem var magnað vipp úr sandinum Hentu ferðatöskum inn á völlinn í miðjum leik Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Khalil Shabazz til Grindavíkur Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald Sjá meira